| | 0 ummæli
Því miður fellur Magnúsinn niður í ár. Ég bara stein gleymdi þessu í allri ösinni milli jóla og nýárs. Þannig þið eruð bara...öll sigurvegarar.
Takk fyrir gamla árið, þó það sé nú kannski ekki beint gamalt, ekki nema eins árs, og sjáumst hress á því nýja

Kveðja Magnús Littli.
| | 0 ummæli


Vil ekki koma þakkar orðum til fjölskyldu Hjalta. Mér var boðið til þeirra í gær í afganga, sem voru góðir meðan ég rendi þeim niður, en því miður runni þeir aðeins of vel, enduðu með að renna bara alla leið og út. Var að drepast í nótt og er ennþá með beinverk og höfuðverk. Ég mætti þó með höfuðið hátt til vinnu í dag með einkunnarorðin "Ég skal hvergi bugast". Svo er ég líka kominn með stíflu í nefið, en sem betur fer er það bara smástífla, enginn káranhjúka sko.
| | 1 ummæli
Núna sést littli bróðir ekkert heima vegna konunar. Svo var Heimir sundlaugavörður líka fá sér konu, ætli ég sé ekki búinn að taka um 8 vaktir fyrir hann í desember af því hann er alltaf að skjótast þetta og hitt með henni. Ég er því mjööög sáttur með hlutskipti mitt sem "The Bacelor", og þess vegna með frítíma sem ég get gert hvað sem mig lystir með. Núna er ég til dæmis að færa 200 klukktíma af tónlist af lappanum mínum yfir á borðtölvuna, á eftir ætla ég kannski að fara og horfa á LOTR III og í morgun vaknaði ég um 10 og rann í bæinn að ná í tölvuna, fór meira segja og fékk mér að borða og fékk að velja staðinn alveg sjálfur. Eitthvað sem Kolbeinn og Heimir sundlaugavörður eiga aldrei eftir að upplifa aftur.
| | 0 ummæli
Eftir að bloggerinn var uppfærður hef ég átt í vandræðum með að skrifa. Vona þetta sé í lagi núna. Jólin komu eins og alltaf og ég fékk gjafir. Ég var ánægðastur með það sem ég gaf sjálfum mér, allar LOTR myndirnar. Er búinn með I og II, tók 8 tíma! Klára III 31 des. Fékk enga bók, hef viljað fá The World of karl Pilkington, kannski maður panti sér hana af Amazon þegar launin koma í janúar. Annars hef ég eitt síðustu dögum í að hlusta á útvarpsþátt sem heitir The Ricky Gervais Show, ógeðslega fyndið. Getið fengið 3 þætti frítt hérna ef þið hafið áhuga.
| | 3 ummæli
Hérna er smá grein um hann Gunnar sem ég skrifa›i fyrir spekingaspjalli› (bla› um alla flá sem útskrifast úr F.SU)

Gunnar sigfús er merkilegur ma›ur a› mörgu leiti. Fyrir fla› fyrsta er hann tvíburi. Hann á sem sagt bró›ur (Einar) sem lítur næstum alveg út eins og hann. fletta olli mér miklum vandræ›um fyrst flegar vi› fórum a› stinga saman nefjum. Hvorn átti ég a› velja sem vin› Gunnar e›a Einar› Ég gat au›vita› ekki vali› á milli og valdi flví bá›a. Einar dó reyndar í fyrra flegar hann reyndi vi› heimsmeti› í 1450 metra hlaupi aftur á bak og án fless a› anda. Blessu› sé minning hans. Í ö›ru lagi er hann er líka frekar lítill mi›a vi› stær›. flannig er mál me› vexti a› hann Gunnar er stór persóna í littlum líkama og lætur fötlun sína sem dvergur ekki sö›va sig, hann er flví okkur öllum hvatning. Hann gengur yfirleitt í í›róttafötun og er flví einskonar í›róttaálfur, bara minni.
Gunnar er alltaf tilbúinn í sprelli›, hvort sem fia› er a› ganga hálf nakinn um ganga skólans me› fána á kátum dögum e›a framkvæma gjörninga í Kringluni. Gunnar er líka fyndin og kemur oft me› ótrúlega vonlænera í anda augnabilksins. Ef honum væri bo›nar 1000 krónur fyrir a› ganga kringum landi› í engu ö›ru nema óge›slega ljótum gluggatjöldum, mundi hann örugglega gera fla› af flví hann er sprellari, eitthva› sem vi› hin ættum a› taka okkur til fyrirmyndar. Vi› höfum sprella› miki› í gegnum tí›ina og eru fla› ófáar stundirnar sem vi› gátum ekki anda› fyrir hlátri. fla› er nefnilega svo gaman a› hlægja me› Gunnari og byrtir alltaf yfir mér og ö›rum flegar sólheimaglotti› á honum kemur fram, fletta eina sanna sólheimaglott sem vi› flekkjum öll svo vel. Ef ég ætti a› spá fyrir um framtí› Gunnars flá mundi ég bara búa eitthva› til af flví a› ég er ekki skyggn. En ég ætla samt a› giska á a› hann muni starfa vi› eitthva› tengt íflróttum, íflróttakennari, jafnvel vi› flennan skóla, hver veit? (greinilega ekki ég af flví a› ég er ekki skyggn). fla› er mikill missir fyrir F.su a› missa Gunna (e›a Gunna Gunn eins og ég kalla hann). Hann er or›inn einskonar stofnun innan skólans, alltaf til sta›ar á Eyrabakkasvæ›inu, alltaf me› húfuna sína og sólheimaglotti›. Vonum a› hann snúi til baka sem íflróttafræ›ingur og kenni framtí›arnemendum skólans hvernig hægt er a› hafa gaman af hlutunum. Mér finnst fla› liggja beinast vi› a› skólayfirvöld reisa honum styttu fyrir utan skólan, jafnvel úr brons, skreitt e›alsteinum, honum til hei›urs. Anna› væri fásinna.
| | 0 ummæli
Aldrei hef ég séð jafn ákveðna námsmenn eins og foreldra mína. Þau sitja við allar stundir, lesa og glósa. Þetta hefur haft þau áhrif á heimilishaldið að í kvöld sá ég aðalega um kvöldmatinn og á matseðlinum voru pulsur og kartöflusalat, en mér til málsbóta skar ég niður ferskan lauk, eitthvað sem er sjaldan gert þegar við eldum pulsur.
| | 1 ummæli
Ég las það einhverstaðar að þetta snérist allt um "First impressions" þegar kemur að því hvaða mynd fólk fær af manni. Núna er littli bróðir kominn með einhverja gellu og er ég að íhuga þessa daganna hvað ég eigi að gera þegar ég hitti hana "loksins". Ég vil koma út sem hálfgeðveikur og með áráttuhegðun, eða öllu heldur vil ég láta littla bróður skammast sín fyrir mig:-) Kynna sjálfan mig sem Guðrúnu? Koma hlaupandi prumpa á hana og hlaupa svo í burtu?. Læra einhverja setningu aftur á bak eins og "hæ, ég er Magnús, bróðir Kobba" og fara með hana áfram og aftur á bak, ganga svo aftur á bak út úr herberginu í öfugum fötum? Hef verið að bíða eftir þessu tækifæri í 20 ár

Annars skrap ég með Heimi og skoðaði Ketti í dag, hann er eitthvað að spá í að fá sér svoleiðis. Man ekki hvað tegundin heitir, en hún lítur út alveg eins og blettatígur. Flottustu kettir sem ég hef séð, enda kosta þeir sitt. Kannski býður hann með þetta, kannski ekki.
| | 1 ummæli
Ég er farinn að sofa fram yfir hádegi á daginn. Það er væntanlega afleyðing þess að hanga yfir skjánum á nóttunni og horfa á gamlar kvikmyndir. En það er nú samt ekki eins og ég geri ekki neitt á daginn, gerði meira að segja heiðarlega tilraun í gær til þess að fara út að skokka. Endaði með löngum göngutúr og ljúfra tóna í boði Cranberries, Queen og Apple. Ég var svo plataður í að keppa í sundi áðan, synti 50 flug á einhverju HSK móti. Mér fannt það gaman, svo var ég líka ræsir. Undanfarið hef ég alltaf verið beiðin um að ræsa á þessum littu mótum. Ég veit að ég er örugglega einn versti ræsir allra tíma, en ætli ég sé ekki sá eini sem nennir eða "getur" þetta. Maggi Tryggva þurfti meira að segja að hnippa í mig áðan til að minna mig á að það væru 150 manns að býða eftir því að ég sæi mér fært um að ræsa littlu krýlin, ég var þá í mínum eigin dagdraumi.
| | 2 ummæli
Ég var lítið sofinn, fór upp í rum um 6, með fullann haus af formúlum og skylgreiningum. Var ekki búinn að fara í sturtu í 3 daga, og það sást. Ég var með það fitugt hár í prófinu að ég fór í úlpu með risa hettu til að fólk þyrfti ekki að horfa upp á þetta. Prófið var svo alltof létt. Kennarinn reyndi ekki einu sinni að villa fyrir manni, sem er gott. Fór svo í dýrindis langa sturtu með mikið af sápu eftir prófið. Núna hef ég sem sagt allann tímann í heiminum, þannig ef þú þarft einhvern til að skjótast út í búð eða kaupa í matinn, þá skal ég gera það með glöðu.
| | 1 ummæli
Hversu skelfilegt (og fyndið líka) ætli það sé að hlaupa á klóstið, alveg að gera í buxurnar, og gleyma svo að girða niðrum sig...
| | 0 ummæli
Klukkan er að ganga fjögur og ég er ennþa að læra fyrir prófið á morgun. Sem er einmitt síðasta prófið mitt í mínum kæra skóla, F.Su. Síðasta prófið verður úr eðlisfræðitengdu námsefni og þarf ég að vera virkilega þéttur á efninu þar sem Þorsteinn dregur mann mikið niður fyrir að gleyma mínus hér, eða kommu þar. Nánast að hann skrifi bara 0 og krassi yfir dæmið! Ætli ég fagni ekki á morgun með því að fá mér eina með öllu eftir prófið eins og ég var búinn að lofa mér fyrir 54 mánuðum síðan.
| | 1 ummæli
Áttu eintak af Windows XP? Viltu lána mér það í smá stund? Sendu mér þá SMS eða kommentaðu hérna fyrir neðan...
| | 0 ummæli
Skimaði aðeins námsefnið áðan og kunni allt þannig að ég hætti og fór að horfa á sjónvarpið, en hugsaði nú samt um vektorarfeldi og stikaform sléttna á meðan til þess að hafa samviskuna góða...Til að verðlauna mig eftir prófin er ég svo með C&C THE FIRST DECADE tilbúinn, fékk hann á þessu fína verði í BT, opna hann þegar þetta er allt búið. 3 einkunnir komnar í hús, og eru þær allar mjöög jákvæðar.
| | 0 ummæli
úff mikið búið að gerast síðastliðna daga! Dimmiteraði á föstudaginn, þurfti þá að vakna klukkan 6 til að fara í "Morgunverð" og þar sem ég er vanur hlaðborði þegar fólk safnast saman til þess að borða saman morgunmat gerði ég mér í hugarlund nýkreistan safa með nýbökuðu brauði, meðlæti, 4 gerðir af morgunkorni, súrmjólk, hafragraut, ávexti og heitt súkkulaði. Raunin var önnur. Þegar ég kom inn tók á móti mér nokkur rúmstykki á víð og dreif um "morgunverðarhlaðborðið" ásamt kókómjólk og útrunnu jógurt. Hafði mig í að borða eitt rúmstykki, en sleppti hinu, ég hefði sætt mig vel við þetta ef ég hefði ekki þurft að borga heilar 500 krónur fyrir, í hvað fóru peningarnir?...Við tók svo ferð upp í skóla í búningum og heppnaðist það allt mjög vel, svo var óvissuferðin frá 14:00 til 23:00 sem var geggjuð, lærum t.d súlu- og magadans sem var ógeðslega gaman. Sirrý hveró skipulaði þetta allt saman og á hún hrós skilið, sem hún fékk frá mér! Svo var jólahlaðborð með Baywatch-liðinu á laugardagskvöldið, sem bragðaðist vel. Núna verð ég bara að býða fram á föstudag og þá er ég búinn með F.Su, sem verður skýtið...
| | 3 ummæli
Mér finnst svo fyndið að skoða bloggsíður hjá fólki sem er með einhverja broskalla fyrir aftan flesta linka inn á bloggsíður hjá öðru fólki. Yfir leitt er :-) eða ;-) jafnvel :-D eða jafnvel ekki neitt. hver er munurinn á :-) og ;-) ? Yfirleitt eru það nú samt stelpur sem gera þetta, þannig þetta er greinilega eitthvað stelpu dæmi sem við hin (við sem erum ekki stelpur) skiljum ekki. Kannski að einhver stelpan taki sig til og útskýri þetta allt saman fyrir mér og öðrum.
Dæmi um broskalla-linka-blogg
| | 2 ummæli
Lít ég út fyrir að vera 52 ára gamall prestur? Þannig er mál með ávexti að það var bankað hérna í morgun og stóð kona við útidyrnar sem var að fara í viðtal hjá pabba. Pabbi var að klára busta í sér tennurnar og biður mig þess vegna að skutlast og opna. Ég opna og heilsa henni (hef aldrei séð hana áður). Hún heilsar á móti spyr mig hvort ég sé Séra Kristinn! Pabbi sagði að ég hefði átt að spila með og þykjast vera hann, í smá stund alla vega. Til gamans má geta að ég var í hettupeysu og gallabuxum þegar þetta gerðist.
| | 4 ummæli
Þurfti að fara aftur til tannlæknis í dag, hef ekki áttað mig á undraheimi tannþráðarins undanfarin ár en ég er kominn með þetta á hreynt núna. Enginn skemmd næst þegar ég kem, því skal ég lofa. Án efa með lengri tannaðgerðum (ef um aðgerð er hægt að tala) sem ég hef farið í, ætli ég hafi ekki eitt rúmum klukkutíma í sætinu. Fann samt aldrei fyrir sársauka sem var nýtt. Tannlæknirinn byrjaði að setja eitthvað á varirnar á mér og segja "Svona fá allir hér í dag" svo hló hún smá og aðstoðarkonan glotti, ég var viss um að hún hafi verið að setja á mig varalit, en hún sagði þetta hafi verið mýkingarefni, sem var svo satt, ég fór beint inn á klósett og tékkaði eftir "aðgerðina". Ef ég væri tannlæknir mundi ég setja varalit á alla þá sem eru að koma í fyrsta skipti, hversu fyndið væri að horfa á fólk með galopna munna með varalit, þá sérstaklega karlmenn yfir fimmtugt.
| | 0 ummæli

Anyways vaknaði snemma og gekk frá umsókn um skólavist við HÍ eftir áramót. Núna er það bara að býða og vona, geri nú samt ráð fyrir að mér verði veittur aðgangur inn í skólann... Er farinn að hlakka svo til, þótt ég kvíði því líka smá, að byrja í nýjum skóla er alltaf stórt skref. En ég þekki nú samt einhverja þarna þannig að ég verð ekki eins og álfur út úr hól. Svo útskrifast ég 22 des og þá eru gjafir vel þegnar:-D
| | 2 ummæli
Skal fúslega viðurkenna mig sekan um leti síðastliðna daga. T.d ekki hreyft mig í viku, eftir að ég kem heim úr skólanum dýfi ég ekki littlutá úr fyrir húsið. Það er bara eitthvað við þennan kulda sem fer í mig. En ég tek mér samt tak á morgun og fer og hreyfi mig og sonna (á morgin segir sá...). Núna er ég kominn með ipod og það þýðir ekkert að vera í einhverju letiríi. Helgin verður góð þar sem nýja Bondmyndin kemur í bíó. Vonandi á Selfoss, annars skreppur maður bara í bæinn.
| | 0 ummæli
Fleiri myndir frá afmælinu hennar Laufeyjar í boði Dags.
| | 0 ummæli
Vúhú! Ég fæ nýjan polla á mánudaginn, og það að kostnaðarlausu:-D. Loksins get ég farið út að hlaupa án munnhörpunnar minnar!
| | 0 ummæli
Dagarnir líða hratt og vel um þessar mundir. Littla barnið er mjööög lítið, svo lítið reyndar að ég spurðist fyrir um hvort það væri nokkuð of lítið, en svo var nú ekki. Mér var boðið að koma með á jólahlaðborð með sundlauginni 2 des, ég þáði það með þökkum, frítt og allt! Svo sendi ég mail á studentagardar.is og spurði hvort þeir væru ekki örugglega með íbúð á lausu eftir áramót, helst með hornbaðkari. En nei, 12 tl 14 mánaða bið eftir íbúðum. Ég verð þá líklega bara að vera alltaf í "heimsókn" hjá Ömmu og Afa, segist bara ætla að horfa aðeins á sjónvarpið hjá þeim þegar þau eru að fara sofa... Er núna upp í skóla að sofna úr þreytu, ég bara verð að leggja mig þegar ég kem heim á eftir, bara verð.
| | 3 ummæli
Mamma mín og Pabbi eru orðin Amma og Afi. Nei ég var ekki að eignast barn heldur systir mín og maðurinn hennar. Veit bara að það var strákur. Hef ekki séð það ennþá, kannski í kvöld. Vona það sé krúttlegt, eða, eru ekki öll smábörn krúttleg?
| | 0 ummæli
Hlynur Sigmars er einstaklingur sem gefur mér mikla gleði þessa daganna, en hann heldur úti síðunni hlynursigmars.is. Ég þarf ekki annað en að rétt kíkja inn á síðuna til að koma mér í gott skap. Hann setur markið hátt og stefnir á annað sætið á lista samfylkingar í suðurkjördæmi, metnaður í mínum manni. Ég veit ekki alveg hvað mér finnst svona fyndið við þennan aumingja mann. Kannski einhver samblanda af svipnum á honum á heimasíðunni og þeirri staðreynd að hann er órakaður á myndinni og með hneft frá skyrtunni. Þá líklega til að höfða til kvenþjóðarinnar, enda fráskilinn samkvæmt þeim upplýsingum sem hann gefur um sjálfan sig. En á hinn bogin vorkenni ég honum svolítið vegna þess að það er deginum ljósara að hann á ekki eftir að komast hátt á listann. En ég get samt lofað honum að ef ég tæki þátt í prófkjörinu mundi ég kjósa hann.
| | 0 ummæli
Ohh núna man ég hvað það var sem ég þurfti að bæta. Tannhirða. Ég busta mig alltaf þegar ég vakna og allt það en gleymi því oft á kvöldin. Var að koma frá tannlækninum og hún fann skemmd. Ég verð að koma aftur eftir 22 daga og þá í heilan klukkutíma! Hún lagaði brotna fyllingu og setti eitthvað tæki upp í mig sem ég veit ekki hvað gerði. Borgaði 4900 fyrir.
| | 2 ummæli
Ég vissi ekki að maður þyrfti að vera í fullri vinnu til að gera útskrifast. 10.000 kall hér, 11.000 kall þar. Ég eyði örugglega svona 30.000 kalli á morgun og þar af er 20.000 bara útskriftarrugl eins og útskriftarhattinn og einhverja múteringu sem ég á víst að klæðast síðasta daginn í skólanum. En maður útskrifast bara einu sinni úr F.Su þannig að maður sættir sig alveg við þetta. Fékk svo mail frá háskólanum, þeir eru eitthvað á báðum áttum með að hleypa fólki eins og mér (fólki sem útskrifast um áramótin) inn eftir áramót þannig að það eru smá líkur á því að ég geti ekki byrjað fyrr en næsta haust. Ef svo verður græt ég það ekkert, finn mér bara eitthvað skemmtilegt að gera í 6 mánuði. Annars var ég ræsir á sundmóti áðan. Það var gaman, þótt ég hafi stundum getað ræst betur. Fór svo í pottinn og synti smá. Stundum vildi ég að Erlingur sögukennari tækji tímanna sína upp á video og seldi. Hann er rugl skemmtilegur.
| | 6 ummæli
Vissuði að ég kannast svolítið við Lay low? Fór með henni til Svíðþjóðar (og mörgum öðrum) fyrir mörgum árum. Var að kaupa diskinn hennar og hann er geggjaður. Svo var ég að koma úr roadtripinu mínu og er mjög þreyttur. Langt síðan ég hef skemmt mér jafn vel yfir helgi. Þótt það hafi tekið um 9 tíma að keyra til Egilsstaða þá fannst manni það bara gaman. Mikið hlegið og talað. Afmælið sjálft var uppfullt af furðufuglum, t.d Duran Duran gaurinn sem væri hægt að skrifa bók um. Hann mætti með stelpu í afmælið sem var með nákvæmlega eins klippingu. Gaurinn mætti í hvítum jakka með Selfoss brúnku dauðans. Dýrka maninn. Svo var þarna líka stelp sem kallaði okkur strákana lúða af ástæðum mér ókunnum. Hún var líka alltaf að klóra sér í rassinum sem var mjög fyndið. Við leigðum okkur crib fyrir utan Egilsstaði sem var þægilegt. Vonandi gerum við þetta aftur fljótlega. Hérna eru myndir .
| | 0 ummæli
Ég
| | 1 ummæli
Ég, Heimir og Hjalti ætlum að skella okkur hringinn um landið um helgina. Leggjum af stað á eftir og verður fyrsti viðkomustaður okkar Egilstaðir, heimabær Laufeyjar. Hún er einmitt að halda upp á afmælið sitt á morgun í einhverjum bát. Verður örugglega gaman. Ég er ekki byrjaður að taka mig til, enda ætla ég að halda fast í mínar hefðir og gera það á leið út úr húsi. Ég hefði samt viljað gera þetta að smá keppni, taka bara með okkur 1000 kall á mann, fyrir utan bensínpeninga, eitt brauð, hreinar nærbuxur, og vasahníf. Þarf líka að raka mig og helst fara í klippingu áður en við leggjum af stað, klukkan 9 nota bene, sem mér finnst soldið snemma. En ekki sumum.
| | 0 ummæli
Svona syng ég...
| | 3 ummæli
Er virkilega svona kalt úti? í minninguni eru 2 gráður aðeins heitari en raun ber vitni. Nýja vetrarúlpan er þess vegna að gera góða hluti um þessar stundir. Hún hefur samt sýna galla...Verð alltaf að taka niður hettuna þegar ég labba yfir götu af því ég sé varla neitt með hana uppi, en þetta er vetrarúlpa en ekki útsýnisúlpa þannig að ég þakka bara fyrir að eiga hana.
Friðfinnur kom að mér syngjandi lagið "74-´75" og sagði að ég væri ágætis sögnvari, gaman af því....

Núna í spilun:74-'75 by The Connels
| | 0 ummæli
Eftir að hafa verið að hlusta á Bach, Mozart, Beethoven og Vivaldi í nokkra daga, vegna verkefnis í skólanum, langar mig gegt að læra á píanó, og sé eftir eftir því á sama tíma að hafa hætt tónlistarnámi forðum daga vegna íþróttaiðkunnar. En á hinn bógin væri ég feitur og ljótur í dag hefði ég lagt íþróttir upp á bátinn (hef aldrei skilið þennan frasa, hvaða bát???). you win some, you loose some....
| | 2 ummæli
Er ykkur ekki farið að hlakka til jólana? Lá yfir söguverkefni til eitt í nótt, fékk svo 10 í dag fyrir. Erlingur sögukennari hóstaði alveg rosalega mikið meðan við vorum að flytja verkefnið og ég hugsaði "nei nei nei ekki vera deyja núna, þú gefur alltaf svo hátt fyrir verkefni". En hann dó ekki, bara búinn að vera með einhverja pest í nokkra mánuði. Fór líka á Mýrina um helgina. Skrýtið að sjá pabba á tjaldinu, hann sagði meira að segja heila setninu og var í mynd þvílíkt lengi. Mæli með að fólk lesi bókina áður en það sér myndina, ég skildi alla vega takmarkað söguþráðin, svo var alltaf verið að reyna útskýra fyrir manni hver var hver og hvar hann var Þegar þetta og hitt gerðist, hvar það gerðist og hvernig. Svo var farið fram og baka í tíma aðeins of geist. Ég var alla vega mjööög ringlaður. Mamma reyndi eitthvað að útskýra fyrir mér ( hún er búin að lesa bókina) og þá varð ég bara meira ringlaður. Hefði verið best að hafa kannski þrjú eða fjögur hlé þar sem allt var útskýrt, hvaða ár var og svona...Ætla ekki að lesa bókina, á mjög erfitt með að finna mér bækur sem ég nenni að lesa, ég lá yfir grafarþögn, og feldi tár þegar ég var búin með hana, alveg geggjuð bók og Samúel var ágæt...Svo einhver bók eftir gaurinn sem var í landsliðinu í fótbolta og er núna rithöfundur, lítur alltaf út eins og ken, man ekki hvað hann heitir. Kannski maður reyni við Kleifarvatn aftur, sem ég gafst upp á af því mér fannst ekkert gerast í henni.
| | 2 ummæli
Ég kom að ís í eldhúsinu, greip hann og hljóp upp til mín og borðaði þangað til hann var no more. Svo var ég að fatta að ég er með innbyggða myndavél í tölvunni!
| | 1 ummæli
Tók einn fegurðarblundó í hádeginu og á meðan hringdi yfirkonan í mig og bað mig um að vinna, ég sagði já, eða meira "jááááaaaáaa" enda var milli svefns og vöku. Vissi svo ekki hvort þetta hafði verið draumó þegar ég vaknaði, en kom samt við í sundlauginni á leið heim úr skóló, og spurði eins og hálfviti hvort ég væri á réttum staðó, og rétt eins og mig hafði grunað átti ég að vinna...Svo var nýja þáttaröðin af Little Britain í sjónvarpó áðan, gegt fyndið.
| | 6 ummæli
maður verður að passa sig þegar kemur að tölvuleikjum, meira ávanabindandi heldur en kaffi. hlóð niður Quake 4 af netinu og er bara húkt. alveg geggjað að lökkva ljósið og dýfa sér inn í Quake heiminn, þarf reyndar stundum að taka mér hlé að því ég verð stundum svo hræddur, svo raunverulegur er hann. komst af því áðan að ef ég hreyfi mig ekki losna ég ekki við svitalyktina af mér, fór í sund í gær án þess að hreyfa mig og það var alveg jafn vond lykt af mér þegar ég kom upp úr, vaknaði meira að segja í morgun og "ojj hvaða lykt er þetta". Svo þegar ég var að vinna verkefni með einni stelpu í skólanum sat hún óeðlilega langt frá mér og þegar við vorum búin með verkefnið stóð hún upp og hálf hljóp í burtu, skil hana mjög vel ...en núna áðan, eftir að ég var búinn að taka hlaup og fara í pottinn, ylmaði ég eins og lítill sætur kleinuhringur á sólríkum sumadegi.
Núna í spilun: Seven Days In Sunny June by Jamiroquai
| | 6 ummæli
Er farin að huga að jólakortum þetta árið. Er að spá í að fara ótroðnar slóðir og hafa þetta gagnvirkt. Senda þá öllum bara slóð og aðgangsorð í pósti. Eða bara áritaða mynd af sjálfum mér, þarf að leggjast í smá breinstormíng. Ætla reyna hafa það sem allra best í dag og horfa á Apollo 13 aftur, sofnaði yfir henni í gær sko. En hafiði tekið eftir því hvað það er gott að sofa yfir bíómyndum? Sef þó sjaldan í bíó, reyndar bara einu sinni gerst og það var á Lord Of The Rings 1, samt ekkert slæm mynd.
Svo finnst mér ökumenn almennt geðveikari í RVK heldur en út á landi, hef verið að keyra smá í bænum undanfarið og það er alltaf verið að biba á mig af ástæðum mér ókunnum.


Núna í spilun: Cripple and the Starfish by Antony & The Johnsons
| | 5 ummæli
Ég áttaði mig á því áðan að ég er ekki þessi krakka týpa. Var sem sagt að þjáfa 6 ára krakka og áttaði mig á því þegar 15 mín voru liðnar af æfingunni að sum þeirra voru ekki synd. Þau voru eitthvað um 20 talsins og ég náði að halda athygli 6 þeirra, hin svöruðu mér ekki einusinni þegar ég spurði þau til nafns, litu bara undan eða fóru í kaf. Ef ég sagði "synda 4 ferðir bringusund" " heyrðu þau "Leika sér og tosa í hárið á næsta manni og láta eins og þið heyrið ekki í mér þegar ég kalla á ykkur". Svo þegar mér tókst að fá flesta að bakkanum þurfti ég að fara og sækja hin sem voru að leika sér út í laug, þegar ég kom til baka voru allir farinir að kafa eða í eltingaleik. Aldrei upplifað annað eins, þetta var meira "ég að öskra og fá enginn viðbrögð" heldur en sundæfing. Stundum var eins og ég væri ekki á staðnum. Aldrei aftur, eða jú ég á að kenna þeim aftur á mánudag, en þá verð ég vopnaður flautu. Vona það hjálpi.
| | 3 ummæli
Ég hef svo mikið að gera næstu daga að það er eiginlega óþægilegt. Maggi Tryggva bað mig um að þjálfa fyrir sig fram á mánudag, eitthvað um 7 eða 8 æfingar! Svo er ég að vinna í sundlauginni á morgun (nota bene eftir tvær æfingar í hveró). það þýðir að ég hef lítinn sem engan tíma til að eyða með nýju ástinni minni, (vá hvað ég væri sorglegur ef að nýja ástin mín væri stelpa og ég væri að tala um hana hér og kalla hana "ástina mína"). En ástin mín er tölva. Var nebbla að fá mér glænýjann 24" imac og hann er klikk, skjárinn er svo stór að ég þarf aldrei framar að skipta um ljósaperu í herberginu mínu, hann lýsir allt herbergið upp og næstum alla efri hæðina í húsinu. Fór að hlægja þegar ég tók hann úr kassanum, skjárinn er næstum jafn stór og borðið sem hann er á. En það voru hlaup áðan sem staðfestu að ég er að komast í form, Þarf bara að slaka á í sætindum og krúðeríi.

Er að hugsa um að skipta um síðu, samt ekki viss...
Hvernig er sú nýja? (í vinnslu samt)

http://web.mac.com/megnus/
| | 7 ummæli
Mig langar svo að halda vondumyndakvöld. það er nebbla alveg jafn gaman að horfa á mjög vonda mynd eins og það er að hora á góða mynd, eða það finnst mér alla vega. Santa with Muscles væri frábær kandítat, örugglga alveg hræðileg mynd. Einnig American Ninja 3: Blood Hunt
| | 0 ummæli
Helgi dauðans búin. Byrjaði á útburði fyrir sunddeildina. Ákvað að slá tvær flugur í einu höggi og hlaupa með blöðin milli húsa, og fá þar með líka hreyfingu út úr þessu. Gekk betur en ég vonaði þótt ég hafi hrætt suma þegar ég kom hlaupandi upp að húsunum í svörtum fötum með lambúshettu á hausnum...Ætlaði líka að sækja nýju tölvuna í bæinn um helgina en hún verður ekki tilbúin fyrr en á mánudag, smá bömmer. Ætlaði að enda þetta á bíóferð með Tryggva, en fékk ekki bíl í bæinn.

| | 2 ummæli
Pabbi gaf mér flotta og vandaða stílabók í gær. Ég spurði hvað ég ætti eginlega að gera við stílabók, hann sagði að ég gæti til dæmis skrifað mín eigin ljóð í hana eða búið til alskonar lista. Ég er ekki mikið að skrifa ljóð þannig að núna nota ég hana til þess að búa til lista, ekki kominn með neinn lista ennþá samt.
| | 7 ummæli
Ég varð að hemja reiði mína í dag þegar ég fékk 0 stig fyrir dæmi á prófi sem ég reiknaði rétt. Talaði við kennarann og hann neitaði að gefa mér nokkuð fyrir það vegna þess að ég notaði aðra og einfaldari aðferð en hann. Skil ekki svona pólitík, rétt lausn er rétt lausn og það á ekki að refsa fólki fyrir að vera gáfað. Hefði alveg sætt mig við að fá alla vega helming fyrir dæmið (eins og maður sem sættir sig við að vera saklaus í fangelsi í 20 ár í stað þess að vera tekinn af lífi) en nei, ég fékk jafn mikið fyrir svarið mitt og górilla hefði fengið fyrir sitt svar. Stundum skil ég ekki fólk.
| | 3 ummæli
varð að vakna klukkan 4:30 í nótt til að skutla pabba út á flugvöll, hann keyrði reyndar þangað og ég sat við hliðin hans milli svefns og vöku. vorum um 25 mín í bæinn og 25 mín þaðann til Keflavíkur, ágætis meðalhraði. Kom við hjá Heimi á leiðinni heim og fórum við í morgunkaffi í kaffivagnunum við höfnina, nettur staður og einkennileg lykt þar inni, en maturinn ágætur. var svo kominn á Selfoss um 8. Hlaupin eru að koma aftur, fór um 8 km í gær og var mjög sáttur, en smá þreyttur. Þarf að vinna í dag, þannig að ég fer aftur á morgun, þá líklega aftur 8 km. Svo fer þetta að lengjast þegar ég fæ ipod-inn úr viðgerð. ætla núna að leggja mig, enda fékk ég 3 tíma svefn í nótt.

Núna í spilun: Hate to say i told you so by The Hives


| | 3 ummæli
Bjarki alltaf hress.
| | 0 ummæli
Byrjaði á því að sofa yfir mig í morgun, í fyrsta skpti á þessari önn. Fór frekar fúll á fætur um 10 og beint út í skóla, ekki einusinni með skólatöskuna. En það slapp...Komst svo loksins út að hlaupa eftir viku kvef með tilheyrandi hósta. Fór reyndar ekki langt en ég fór þó út. Kom svo við í heitapottinum. Er að reyna koma mér til að kýkja yfir söguverkefni en ætli ég láti það ekki bíða eitthvað fram eftir kvöldi...Fyrst ætla ég að horfa á þáttinn um stelpurnar sem búa saman og eru í keppni um hver sé módelust.
Núna í spilun: This Time by Starsailor
| | 4 ummæli
Ég var með þessum strák í skóla. Hann heitir Bjarki.
| | 0 ummæli
Ég er orðinn veikur, kominn með kvef. Mér finnst það samt ekkert leiðinlegt, það er ákveðinn sjarmi yfir því að vera "sá veiki" á heimilinu. drekk bara heita drykki og slappa af. Mæti samt í skólann, þótt horið renni bókstaflega úr nefinu, reyni að sníta mér en ekkert kemur. Mamma og Pabba koma heim í kvöld, eða það held ég alla vega, svo pantaði ég mér nýja tölvu áðan, hún kemur eftir tvær vikur, þá á ég tvær sem er tvöfalt betra heldur en að eiga eina.
| | 0 ummæli
Ekkert mál er geggjuð mynd. Maður fylltist bara þjóðarstolti.

Núna í spilun: Ekki Nema Von by Sálin Hans Jóns Míns
| | 2 ummæli
Amma mín er í heimsókn, blessunin. Farin að vera smá gelymin. Ég heiti "þú þarna" og svo þegar hún er að tala við mig þarf einhver annar að túlka það sem ég sagði af því ég tala svo hratt og hún skilur ekki hratt tal, en ég reyni samt að tala hægar, en hún skilur þá bara minna. Hef verið að downloada lögum með Jay Z eftir að ég sá Miami Vice og þótt ótrúlegt sé þá er ég bara að fíla kappann ágætlega, samt er ég ekki vanur að hlusta á hipphopp, en allt hefur sínar undantekningar. Vinna á morgun og chill á sunnudag.
Núna í spilun: Numb Encore by Jay Z
| | 2 ummæli
Þorsteinn kennari kallaði mig Bjarna þrisvar í röð í dag, svo um daginn spurði´ann mig hvort ég héti ekki alveg örugglega Kristján, ég sagðist vera Kristinsson en héti samt Magnús. Mamma og Pabbi fóru til Rússlands í nótt, til þess að skoða gamlar kirkjur í viku. Vona bara að þau komi með MnM heim, sem ég gæti þá tekið og flokkað eftir þyngd hverrar MnM kúlu, svona til að fylla upp í allann þennan frítíma sem ég hef. Þreyf t.d bílinn áðan.
Núna í spilun: Be Here Now by Oasis
| | 0 ummæli
Fór í mat til Tryggva áðan, honum að óvörum. Hafði hitt pabba hans daginn áður og bauð hann mér og Kobba í "velkominn heim" mat. Maturinn var góður, Tryggvi líka. En annars er verið að kjósa ungfrú og herra sundhöll selfoss, var mjög ánægður með sjálfan mig þegar ég var kominn með næst flest atkvæði, heil 4. Fór svo aðeins að glugga í niðurstöðurnar og áttaði mig á því að "gamla" fólkið á vinnustaðnum hafði fengið lang flest atkvæðin. Með öðrum orðum tók fólk þessari keppni sem gríni og ákvað því að kjósa mig eða gamla fólkið. Uppsagnarbréfið liggur á skrifborði yfirmannsins innan um tóma bensínbrúsa og eldglæringar:-D (Djók).

Núna í spilun: þú Færð Bros by Sálin Hans Jóns Míns
| | 2 ummæli


HA HA HA HA, ég get horft endalaust á littla Bretland. Sko bókstaflega. Ég keypti mér nebbla stafræamynddiska með þeim, eða DVD eins og við köllum þá í daglegu tali.
| | 0 ummæli
Mér finnst ég vera geðveikt gamall í skólanum. Ekki vissi ég að busarnir væru svona littlir. Mér finnst nokkur þeirra vera bara agnar smá börn og sum ekki mikið stærri en skólatöskurnar sínar. Var að vakna eftir fegurðarblund og nenni ekki að fara út að skokka, eitthvað svo erfitt að koma sér í gírinn þessa daganna, smá sumar í manni ennþá.
| | 2 ummæli
Síðasta önnin mín í FSU ætlar að verða mjööög þægileg, sef út flesta daga og er í raun bara í nokkrum "alvöru" tímum. Er t.d í matreiðslu, sem ég geri nú ráð fyrir að skrá mig úr. Þarf að tala við vinkonu mína hana Ásu Nönnu (áfangastjórinn) og láta hana plögga þetta fyrir mig. Svo ætla ég að læra af síðustu önn og ekki láta plata mig til þess að vinna í mötuneytinu, með því ömurlegra sem ég hef gert um æfina. Maður svitnar geðveikt og svo mundi ég aldrei hvað neitt kostaði sem varð til þess að ég fór í taugarnar á öllum, svo var farið að kalla mig Magga í Mötó, sem er kannski allt í lagi. En núna get ég varla beðið eftir að fara út að hlaupa á morgun og fara svo í sund, skil ekki hvernig fólk þarna úti (Englandi, var að koma áðan) lifir án þess að hafa heita potta, eða meira stóra potta með heitu vatni í sem gerðir eru fyrir böð, til að koma í veg fyrir allan misskilning.

Núna í spilun: First Of The Gang To Die by Morrissey
| | 0 ummæli


Farinn til London á ráðstefnu, kem heim 22.08.06.
Sendið öll erindi á megnus hjá mac.com, eða skiljið eftir skilaboð á símsvaranum mínum.

Núna í spilun: The Hardest Part by Coldplay
| | 0 ummæli
Á íslandi er hægt að panta sér flugmiða til Kúlalúmbur í gegnum netið á 10 mín, í Bretlandi er það klukkutíma próses að panta einn lestarmiða, ég gefst upp og hringi bara út á morgun!

Núna í spilun: Lestin Er Að Fara by Sálin Hans Jóns Míns

| | 0 ummæli
Jæja þá kláraði ég síðustu vaktina mína, og skilaði lyklunum. Gott að þetta sé búið, því núna get ég einbeitt mér að því að pakka fyrir london, fer á morgun. Fór í klippingu til að lúkka vel í úti, einhver nýr gaur byrjaður hjá Leif. Spurði mig pent hvort ég vildi "eitthvað kjaftæði", ég sagði "nei, bara svona klippingu". Kannski ekki besta klipping ævi minnar, en hún gerir sitt gang. Hvernig ætli hann hefði klippt mig hefði ég sagt já? Hann endaði þetta svo á að spurja "viltu þetta ekki bara dry?" ég spurði hvað það þýddi, þá var hann að spurja hvort ég vildi gel...Sumir eru bara of cool og við hin getum ekki orðið jafn svöl, bara getum það ekki.

Núna í spilun: Glænýr Guð by Sálin Hans Jóns Míns
| | 1 ummæli
Það er ekki hægt að segja annað en breska lögregan sé starfi sínu vaxin. Annars var ég að uppgvöta Morrissey, alveg ótrúlegt að maður hafi látið þennann snilling fram hjá sér fara öll þessi ár...Fórum að skoða Inga í gær, gaman að sjá hvað Akademían (þar sem hann vinnur) er flott, líka gaman fyrir hann að vinna við aðal áhugamálið sitt, fengum líka að nota grillið hans. Próf í eðlisfræði á morgun og svo london eftir nokkra daga, vonum bara að maður verði ekki skotinn niður...

Núna í spilun: First Of The Gang To Die by Morrissey
| | 2 ummæli
Mig var búið að hlakka geðveikt til að fá endurgreitt frá skattinum. Umslagið kom og ég hringdi sérstaklega heim til að fá að heyra töluna í gegnum símann. Vil ekki fara nákvæmlega í upphæðina en hún var undir 100 krónum (as in 100 krónur ekki 100.000).

Svo er þetta minn fyrsti dagur sem sjálfstæður karlmaður. 20 ár kominn og vonandi 80 erftir.

Núna í spilun: China Roses by Enya
| | 1 ummæli
Ég og mamma dönsum saman rigningardansa út í garði. Ég verð að fá smá skúr, þoli ekki mikin hita þegar ég er að vinna, eins og í dag. Varð svo sveittur að ég talaði varla um annað við Unni samstarfskonu. Lýsti því vandlega hvar ég væri sveittastur, og hvar ég var feignastur að vera ekki sveittur (án þess að vera með einhvern dónaskap). Tók svo rosalegan sturtu eftir vinnu, vel kalda. Svo var grill og pottur með Einari, Gunnari, Marie, Heimi og Kobba eftir sturtuna. Heimir fékk íbúð í bænum fyrir veturinn. Sem þýðir að hann verður mikið í bænum í vetur, sem þýðir að við eigum ekki eftir að hittast jafn mikið næsta vetur, sem þýðir að ég verði að hitta hann um helgar. þetta þýðir allt að nýr kafli í lífi mínu fer að taka við, háskólalærdómskafli.
| | 0 ummæli
Þá er það sem sagt endanlega komið á hreynt, er að fara til London 16 ágúst með Kobba og Heimi. Verðum á ST Giles, eins og alltaf.

Fékk mér svo myspace síðu, ekki alveg kominn með það á hreynt afhverju þetta er svona vinsælt, en það hlýtur að koma. Ælta bæta eitthvað við hana á næstu dögum, ekkert inn á henni núna...Addaði Katrin.is sem vini, svona upp á grínið, hún samþykkti mér að óvörum. Maður er bara farinn að mingalinga við fræga og fallega fólkið á íslandi:-D
| | 7 ummæli
Ég ákvað að fresta því að senda heimadæmi til kennarans míns eftir að ég kláraði þau þar sem klukkan er 5:26 AM, vill ekki að hann haldi að ég sé einhverskonar nut case...
| | 4 ummæli
Var að fara í gegnum myndir frá Króatíu og fann þessa. Hún vekur upp góðar minningar, enda tekin á góðu kvöldi. Þessum gaur brá ekkert smá mikið þegar ég settist allt í einu hliðin á honum og vildi fá mynd, meina hverjar eru líkurnar!?
Image Hosting by PictureTrail.com
| | 2 ummæli
Það var kvartað yfir útstæðum nagla í gufubaðinu í dag. Ég náttla greip eitthvað mjög þungt og stórt (skiptilykill held ég) og fór út í gufubað og lét gremju mína á óréttlæti heimsins dynja á naglanum, náði loksins að beygla hann þannig að hann mundi ekki valda neinum slysum hér eftir. Þegar ég kom inn og sagði Rúnari frá afreki mínu var mér tjáð að það hefði verið hitamælirinn sem ég hefði verið að eyðileggja (eitthvað tölvu stöff, á víst að vera mjög dýrt)...En mér til málsbótar leit þessi tittur út eins og nagli
| | 6 ummæli
Það réðst á mig hundur áðan...Var að hlupa í mínum mestu makindum upp að helli og heyri ég ekki fyrir aftan mig "Tinna, NEi! komdu aftur, NEI!". Hann beit mig reyndar ekki, en samt, ég var hræddur. Það skemmtilega er að ég var einmitt að vinna með stelpu í dag sem heitir Tinna. ótrulegar þessar tilviljanir mar. Annars fékk ég vitlaust útborgað, en það verður lagað. Öllum datt líka í hug að borga mér til baka lán, þannig að núna er ég með...mjög marga...peninga í krús í herberginu mínu.
Núna í spilun: Take A Change On Me by ABBA
| | 1 ummæli
Alveg að drepast í mallanum eftir versta mat sem ég hef smakkað á veitingastað. Fæ hroll bara við að hugsa um fiska eftir þetta. Þambaði AB mjók þegar ég kom heim og það gerði gott en ég er samt ekki búinn að jafna mig. Þeir tóku ekki einusinni roðið af, svo var einhver ostur og svona með, sem var bæði ógeðslegt á að líta og líka vont á bragðið. Það var samt sósan sem gerði útslagið, einhverskonar blanda af kókteilsósu og sinnepsósu. Skal viðurkenna að það var ekki besta ákvörðun lífs míns að fara svo út að hlaupa og prufukeyra nýju "Ultra fast 2000" hlaupasokkanna mína, rétt eftir matinn, en ég var ekki jafn slæmur þá.

Note to self: Ekki panta þér lax sem borinn er fram með sósu sem þú getur ekki borið fram.
| | 0 ummæli
Ætli HM heiti HM af því að það er HM sem styrkir mótið. Svona eins og Landsbankadeildin:-D
| | 5 ummæli
Gat nú ekki annað en helgið í morgun er ég heyrði viðtal einhvern Jón sem var með félag trúlausra, Siðmennt held ég það heiti (Þeir gátu náttla ekki látið það heita félag trúlausra). Þetta var víst hans aðal áhugamál, þ.a.s. trúleysi. Ekkert nema gott þegar fólk getur sameinast í einhverju áhugamáli eins þessu og hitt aðra með svipaðan áhuga á málefninu. Svo voru þeir með ráðstefnu um helgina og fengu einhvern heimsfrægan trúleysingja til að koma og tala um hvað hann væri trúlaus, trúði bara á ekki neitt sko. Mér finnst þetta vera fyndnasta félag á íslandi, tveir þumlar upp þegar svona húmoristar fá svona crazy hugmyndir eins og að stofna svona félag. Annars er ég ekki trúlaus sko.
| | 2 ummæli
Ég get ekki annað en öfundað fólkið sem kom í sund í dag. Helgi framundan, sól og þau voru í sundi. Ég á hinn bóginn var að vinna og mun vera að vinna um helgina við að horfa á þetta sama fólk njóta veðursins. Annars sagði Hjalti að ég væri anti-töffari, ég var náttla alveg sáttur með það, enda ekki ætlunin að vera einhver töffari út á við, en kannki ekki heldur einhver anti-töffari heldur. Ég spurði á móti hvort ég væri þá nörd, en hann svaraði því ekki. Ætli ég sé þá ekki eins og Ingi þór sem er líka, að mínu mati, anti-töffari. En það er líka einmitt það við Ingi sem gerir hann töff, antitöffið gerir mennina töff, sem gerir mig töff...
| | 0 ummæli
Við erum sem sagt að tala um að ég eyddi næstum 20.000 krónum í skó í gær...Tvö pör, eina hlaupaskó og svo eina svona til að vera fínn í sumar. Þetta þýðir að núna á ég um 10 pör af skóm og ætli þeir séu ekki metnir á um 80.000 krónur í það heila. En núna kaupi ég ekki fleiri skó, spara til að geta komist í bíó í vetur, sem minnir mig á að ég eyddi um 80.000 kalli í bíó á síðasta ári, sem er kannski aðeins of mikið, en þar sem ég á ekki barn, bíl né íbúð þá eru neysluvenjur mínar kannski ekki alveg í norminu.
| | 4 ummæli
Ég hef verið að uppgvöta Hveragerði upp á nýtt undanfarið. Alveg ótrúlegt hvað þetta er fallegur bær, mikið af trjám og alskonar skokkleiðum, svo ég tali nú ekki um landbúnaðarháskólann og svæðið þar í kring.
| | 7 ummæli
Ég verð að viðurkenna að mig er farið að langa til útlanda,tja bara frekar mikið. Væri til að skreppa til London í viku eða til sólarlanda í 10 daga. Hef samt rekið mig á það í fortíðnni að ég endist frekar stutt í fríum. Langar alltaf heim eftir nokkra daga í góða rúmið mitt, þar sem góða tölvan mín er. Svo eru ekki heitir pottar í útlöndum sem gerir dvölina mikið erfiðari.

Fór með Hjalta í sumarbústað um síðustu helgi. Bara við tveir...Reyndar kom Laufey í smá heimsókn. Ekkert smá næs að kúpla sig svona út og fara bara með PS2, bækur, mat og bangsa eitthvert út í buskan. Við hringdum reyndar í fólk á laugardeginum, til að fá það í partý, en það dóu allir úr hlátri í símann þegar við sögðum þeim að við værum bara tveir. Þegar ég verð eldri ætla ég að kaupa mér bústað og fara í hann um hverja helgi með stóran snakkpoka og 12 lítra af coke, já ok kannski auka sett af klósettpappír því af bituri reynslu er fátt vera en að kalla fram í bústað "Hey vill einhver koma með rúllu!"..."Þær eru bara því miður allar búnar, Magnús minn, en við eigum tómann snakkpoka". Byggt á sönnum atburðum.

Núna í spilun: Caribbean Blue by Enya
| | 0 ummæli
Hitti þennan gaur áðan. Hann heitir Christian von Koenigsegg og er mjög frægur hjá fólki eins og mér...
| | 3 ummæli
Vaktavinnu fylgir óreglulegur svefn. Eða alla vega hjá mér...Mæting til vinnu eftir 3 og hálfan tíma. En ég ætla vakna eftir 2, gerast geðveikur og fara út að hlaupa...Mamma sagði við mig áðan að núna sægji (ég hef ekki hugmynd um hvernig ég á að stafsetja þetta orð!) hún mig lítið, ég var sammála. Ef við værum gift, bæði í vaktavinnu, þá sægjumst við rétt svo á kvöldin og kannski um helgar. Ég dýrka mömmu af því hún er best, besta mamma í heimi.

Núna í spilun: Mamma Mia by AbbA
| | 0 ummæli
Fór á The Omen áðan með Kobba, Hjalta, Reyni, Andra og Gumma. Fannst hún ekkert sérstök, sofnaði næstum...
| | 1 ummæli
ohh ég er svo misskilinn vinnustaðagrínari...Setti upp skráningarblað í starfsmannaherberginu í dag þar sem starfsfólk gat skráð sig í kór Sundhallar Selfoss, fékk littlar undirtektir og varla stökk fólki á bros...Hjalti sá eini sem er kominn á blað, ásamt mér. Annars kom Sveppi og Selma í sund í gær, þó ekki saman. Shit, hlaup eftir 5 tíma og ég er ekki sofnaður...
| | 0 ummæli
Mánuðurinn byrjaði alveg eins og sá síðasti, fékk útborgað meira en ég gerði ráð fyrir...Núna á ég sem sagt svo mikið af peningum að ég er með sérstaka bók þar sem ég geymi peninga sem ég hef nákvæmlega ekkert við að gera. Spá að skella mér í bíó núna með Kobba að sjá eitthvað, var að koma frá Heimi, horfðum á spólu, eða satt best að segja horfði hann á spóli meðan ég svaf. Núna vantar mér bara iPod og þá er líf mitt nánast Nirvana. Tryggvi, hvernig er í Finnlandi?
| | 0 ummæli
Ekkert smá skemmtilegur dagur. Vaknaði klukkan 7:45 og fór á æfingu. Fór svo að vinna með Lísu og Rúnari, sem var náttla bara geggað, þau eru alltaf svo hress þótt þau séu kominn á níræðis aldurinn. Fékk svo að fara úr vinnuni um 6 til að fara í útskriftarveisluna hans Heimis. Hún var mjög góð, enda góður matur og skemmtilegt fólk sem mætti á staðinn. Svo mætti ég aftur í vinnuna í jakkafötunum en var bara vísað heim, byrjaði reyndar að þrífa í þeim en Rúnar bara "Magnús! Farðu heim, gerðu eins og Þér er sagt!" var næstum reiður...En þá fór ég bara ofan í og var til 11. Var að koma heim og ætlaði að horfa á kosningasjónvarpið en missti áhugan eftir 10 sek. Farinn að lúlla.
| | 4 ummæli
Ég er bara farinn að gleyma því hvernig það er að vera í sundi með ókunnu fólki, fer sko alltaf eftir lokun og slappa of. En ég er ennþá að jafna mig eftir hlaupið í gær (þar sem ég hlóp til Hveragerðis). Planið er að fara aftur í vikunni og þá hægar til að venja mig betur við því þetta var ótrúlega erfitt, en gaman. vantar bara betri skó og sokka, kannski iPod líka. Annars gengur lífið mitt sinn vana gang.

Núna í spilun: Little Trip to Heaven by Mugison
| | 1 ummæli
Ég er náttla byrjaður að vinna á fullu sko, og alveg kominn með lykil að sundlauginni og allt. Frekar jákvæður fyrir sumrinu þótt ég verði ekki með marga frídaga:-( En það þýðir bara meiri peningur. Annars var ég að tékka á stöðunni í heimabankanum áðan og fékk áfall. Búinn að eyða geðveikt miklu síðustu 25 daga, það miklu að ég skammast mín fyrir það. Það versta er að þeir hafa allir farið í bíó, supway og rugl (Rugl= Nammi, pizzur, coke, bensín (ég sem á ekki einu sinni bíl!)). Svo er ég búinn að eyða meira en 5000 krónum í kaffi á svo til gerðum húsum samkvæmt yfirlitinu, ég sem fer aldrei á kaffihús. Sem betur fer á ég ennþá smá sjóð og svo skuldar fólk mér þannig að ég er ekkert að fara deyja sko...Passa mig næst þegar ég fæ útborgað og legg fyrir til þess að þurfa ekki að fara með nesti í skólan á næstu önn sem samanstæði af vatnsblandaðri mjólk í gamalli tómatsósuflösku og heimabökuðu brauði með skornum gulrótum.
| | 4 ummæli
Ég byrjaði á Davinsí lyklinum áðan eftir að öll fjölskyldan var búin að leggja mig í einelti fyrir að vera ekki búinn að lesa hana. Ágætis bók sko, sofnaði samt værum svefni eftir 50 blaðsíður...Þótt það sé kannski ekki bókinni að kenna, frekar mjúku rúmi. Ég var með þvílíkar væntingar til bókarinnar, "Sko þú átt ekki eftir að geta sofnað þú bara verður að halda áfram að lesa þangað til þú ert búin með hana, svo spenndi er hún" sagði einn fjölskyldumeðlimurinn við mig en ég er búinn að afsanna þá kenningu. Og hvað er málið með suma að vilja banna bókina og myndina? Ég er alveg ennþá kristinn efir að hafa lesið þessar 50 blaðsíður. Ég veit ekki betur en bókin sé jú uppspuni frá byrjun til síðustu blaðsíðu þótt annað sé tekið fram í upphafi. Klára hana fyrir helgi og fer síðan á myndina sem verður örugglega ógeðslega góð enda með Ton Hanks (fan sko).

Núna í spilun: If You Stay by Maus
| | 1 ummæli
Mig dreymdi margt í nótt og meðal annars að ég væri beðinn um að vinna á miðvikudaginn. Vona að svo verði ekki.
| | 2 ummæli
Það var frekar skrýtið andrúmsloft heima þegar ég kom heim eftir sund. Um leið og ég kom inn var kallað úr eldhúsinu "Magnús...viltu ekki aðeins koma hérna inn og...tja fá þér kannski að borða?". Ég auðvitað gerði það, Pabbi og Friðfinnur horfðu á mig stýfu augnarráði meðan ég fékk mér á diskinn og svo tók ég fyrsta bitann. Mamma spurði "og hvernig smakkast?". Ég svaraði "tja...þetta er nú bara allt í lagi sko". Þá hróðaði Mamma "HAHAHA ég vissi það, þetta er ekki vont!". Þá höfðu Friðfinnur og Pabbi verið að æla matnum út úr sér rétt áður en ég kom inn og héldu því fram að kjötið sem var í matinn væri ónýtt. Þá hofðu þau ákveðið að láta mig skera úr um hvort svo væri. En kjötið var fínnt það voru bara Pabbi og Friðfinnur sem voru meglaðir:-D
| | 2 ummæli
Einkunnir að koma í hús. Náði öllum mínum markmiðum og gott betur. Ætla ekki að fara út í einstakar einkunnir en meðaleinkunin er slétt 8 og það finnst mér bara mjög viðunandi. Annars er sumarið obinberlega byrjað hjá mér, ekkert stress, sól, vinna og tónlist. Verð samt að viðurkenna að ég hefði alveg verið til í að vera útskrifast núna en ég get ekki breytt því sem liðið er þannig að ég sætti mig við hlutina eins og þeir eru. Ég fór og borðaði á nátturulækningahælinu í gær og ég er orðinn fan dauðans. Geðveikt hollur matur og fínu verði. Það sem betra er að hann er líka mjög góður á bragðið, ekki eins og þegar maður fær sér All-Bran eða Weetabix þar sem maður kúgast og hugsar með sér að maður sé nú samt að lenga ævina með því að borða þetta þótt maður tárist yfir því hvað þetta sé vont (ok kannski ekki alveg).

Núna í spilun: The Hardest Part by Coldplay
| | 0 ummæli
Fór á minn fyrsta starfsmannafund áðan. lagði ekki mikið til málanna en gerði samt mitt gagn eins og alltaf. Á fundinum var mér hugsi til þess hvað ég ætti eftir að sitja marga fundi í framtíðinni, ætli þeir muni ekki skipta þúsundum. Þá ákvað ég að kaupa mér PSP
| | 0 ummæli
Og svo kláruðust prófin. Mjög sáttur, örugglega þau bestu hingað til. En núna er það bara ABBA og slökun á allan dag.
| | 0 ummæli
Já og í dag fór ég þrisvar í sund. Fyrst þegar ég vaknaði klukkan 7, síðan klukkan 11 eftir prófið af því að þá var komin svo mikil sól og svo aftur um 3 af því ég fór að hlaupa með Hjalta. Er kominn með smá lit held ég eftir þetta allt saman.
| | 1 ummæli
Prófin klárast eftir 11 tíma. Léttasta prófið eftir (held ég) en örugglega það lengsta (2 tímar). Þá er lengstu prófatörn lífs míns lokið og frí (næstum því) í einn mánuð þangað til vinnan byrjar...Þannig að ef þið viljið fara út að borða með mér, í leikhús, bíó eða sækja einhverja menningartengda viðburði þá endilga senda mér SMS eða email. (megnus-HJÁ-mac.com)
| | 6 ummæli
Ég er ekki búinn að raka mig síðan prófin byrjuðu. Smá mottó hjá mér sko. En eftir síðasta prófið verður íþróttataskan og rakvélin tekin með út í sundlaug þar sem ég ætla að dekra við sjálfan mig og gera mig fínann. Svo verður farið í bæinn 17 Maí og gist í íbúðinni, slakað á og farið í sund í fjóra daga. Get ekki beðið eftir því.

| | 1 ummæli
Ég hitti einhverja gaura frá Englandi áðan...Þeir voru víst mormónar held ég. En þeir vildu endilega koma heim til mína og tala við mig um Jesú, ég í góðmennsku minni þorði ekki að segja nei af því að mér finnst það svo virðingarvert hvað þeir eru að gera. Ég veit ekki alveg hvernig þetta verður en ætli þetta verði ekki bara gaman, ég verð náttla með heitt á könnunni og sonna.

| | 0 ummæli
Eins og ég bjóst við gekk mér mjög vel í prófinu í morgun:-D
| | 2 ummæli
Mamma er núna búin að tala í símann í klukkutíma. Á þeim tíma hefur hún varla hætt að hlægja. Hún er víst að tala við einhverja æskuvinkonu sína eða eitthvað. Pabbi situr sveittur við ræðuskrif inn í stofu, Kolbeinn liggur fyrir framan sjónvarpið og þar sem ég er nokkuð vel að mér í sjónvarpsþáttum þá ætla ég að leyfa mér að giska á að hann sé að horfa á Casino. Ég sit hér uppi í herberginu mínu að hlusta á uppáhalds hljómsveitina mína og fara yfir glósur um bókmenntasögu. Svona týpíst kvöld hér á bankaveginum. Annars get ég vart beðið eftir að klára prófin og fara slaka á. Ég er í heilum 6 prófum, meira en ég hef nokkrusinni verið í:-Z Er farinn að huga að afmælinu mínu í júlí, ætla að taka klasíkina á þetta og hafa þetta í anda 1996. Afmæliskaka, pönsur, coke og appelsín. svo auðvitað verða allir með hatta. Svo förum við í bíó...En það besta er að ég ætla ekki að bjóða neinum því allir eru velkomnir! Hversu geggjað er það?. Þetta verður auglýst betur síðar.
Núna í spilun: Thank You For The Music by ABBA
| | 2 ummæli
Sá fyrsta/i til að kommenta fær senda súkkulaðiköku frá mér. Án djóks
| | 3 ummæli
Ég er ekki frá því að mig hafi aldrei dreymt jafn vel, eða alla vega það sem ég man úr draumnum var virkilega ánægjulegt. Vaknaði með bros á vör og gæsahúð. Svo get ég ekki beðið eftir að klára prófin og verða svo frjáls eins og fuglinn. Ég hef grun um að þetta sumar eigi eftir að vera það besta hingað til. En annaars er ég að læra undir próf í íslensku og það gengur bara nokkuð vel held ég

Núna í spilun: Take A Change On Me by ABBA

| | 0 ummæli
Alltaf sárt að horfa á eftir fólki sem maður þekkir...Þetta er lag sem Reyndir samdi um hann Heppa heitinn. Mjög fallegt lag.
| | 7 ummæli


create your own visited country map
or check our Venice travel guide
| | 2 ummæli
Gleðilega páska öll sömul!

Ég var að klára borða með fjölskyldunni (og auðvitað með hjálm á kollinum) og lýður hreint út sagt ekki vel í maganum. Broðaði gjörsamlega yfir mig, en sálfræðingar segja það vera gott að gera hluti stundum í óhófi þannig að ég er alveg rólegur sko. Fór í messu í morgun hjá honum pabba og það var mjög lífgandi. Svo komu Afi og Amma í heimsókn og borðuðu þau með okkur. En núna er það bara róleg tónlist og kannski göngutúr í kvöldsólinni. Er hægt að hafa það betra?
| | 2 ummæli
Ég hef sjaldan lent í þessu áður en ég hef bara ekki hugmynd um hvenar ég á að mæta til vinnu á morgun...10,11,12 eða 13...
| | 1 ummæli
Ég vil koma hlýjum þakkarorðum og kæri kveðju til þess aðila sem ákvað að losa sig við hægðir hliðin á klósettinu í sundlauginni klukkan 3 í dag. Takk fyrir að færa rassinn á Þér ekki um 10 sm og þannig hitta ekki ofan í klósetið. Hversvegna gastu ekki sýnt mér þá sjálfsögðu kurteisi að kúka OFANÍ klósettið? Var þetta virkilega þess virði? Ég var auðvitað sendur í að þrífa þetta upp og aldrei á ævinni hef ég komist jafn langt út í ystu nöf í að æla yfir einhverju sem ég sé. Fékk svona ekka, þurfti að taka mér hlé nokkrum sinnum til að jafna mig þegar ég fann að ég var bókstaflega að fara æla yfir allt gumsið. Það hefði ég ekki höndlað, þrífa upp kúk úr öðrum samanblönduðum við mína eigin ælu. Þið sjáið þetta eflaust fyrir ykkur...Hvernig ætla ég að skeina mínum eigin börnum?
| | 0 ummæli
ó...eftir allt saman sýnist mér þetta hafa verið kjaftasaga...
| | 0 ummæli
HAHAHAHA! ER EKKI VERIÐ AÐ GRÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍNAAASSST!?? Oasis á Íslandi er bara of gott til að vera satt! Ég verð fremst sko. Núna verður bara stífar söngæfingar fram að tónleikum, ég kann náttla öll lögin, verð að sýna öllum í höllini að ég kann þau betur en Liam...
| | 3 ummæli
Mér finnst það svo yndislegt að það sé að koma sumar. Búinn að fá vinnu, ekkert stressaður fyrir prófin, útlandaferð í sumar, sem sagt góðir tímar framundan. Er núna að lesa Sjálfstætt fólk aftur, geeeðveik bók mar. Var ég búinn að minnast á að ég verð að vina með Hjalta í sundhöllinni? Hversu geggjað er það?
| | 0 ummæli
Fór í Europris til að kaupa kók og kom út með háþrýstidælu...Sem svo virkar ekki. Hlaut að vera ástæða fyrir þessi fáááááránlega verði. "Til sölu á aðeins 3999 krónur. Fæst ekki skilað, önnur hver virkar".

Núna í spilun: Hotel California by The Eagles
| | 0 ummæli
Skemmtileg tilbreyting að þurfa nánast ekki að gera neitt fyrir morgundaginn. Er barasta búinn að öllu. Vil samt ekki hafa hátt um það hérna heima þar sem ég verð örugglega beðinn um að leggja einhverja vinnu til heimilisins. Er að spá í að leggja mig, eða kannski horfa á Friends. Svo fer ég að í sund í kvöld og slaka á. Góður dagur.
| | 1 ummæli
Jepp, 80 glærur komnar og ég er farinn að sofa. LOKSINS
| | 4 ummæli
Hver er hommalegasta flík sem ég hef keypt? Jú auðvitað hlaupabuxurnar sem ég keypti áðan. Líður mjög undarlega í þeim, veit eiginlega ekki hvort ég á að vera í nærbuxum, sundskýlu eða nakinn undir þeim. En hommalegar eru þær.
| | 3 ummæli
Fór og skokkaði áðan og lyfti síðan með Heimi, ekkert smá sáttur við hvað þolið er orðið þolanlegt, alveg að ná góðum hraða. Svo fékk obinberlega vinnu í sundlauginni í sumar í dag. Ætli ég eyði ekki öllum dögum þar í sumar, annað hvort að vinna eða lyfta og hlaupa. Annars fékk ég ókeypis klippingu hjá Kolbeini um helgina, sem var kannski ekki alveg þess virði. Hún er það ójöfn að fólk á það til að hlægja og benda þegar það sér mig, sérstaklega lítil börn. En mér er sama, þetta vex úr.

Núna í spilun: Don't Know Why by Norah Jones
| | 1 ummæli
Við erum að tala um að ég verð að vinna alla helgina. Sem þýðir að ég verð að læra í vinnuni. Sem þýðir að ég einhver gæti druknað á meðan ég er ekki fylgast með. En endilega senda mér sms um helgina og ég mun svara, hef lítið annað að gera...
| | 4 ummæli
Maður er í hálfgerði tilvistarkreppu þessa daganna. Ef ég geri eitt þá særi ég einn og ef ég geri annað særi ég aðra...En ég tek ákvörðun á morgun. Vonandi
| | 4 ummæli
10 hlutur sem ég geri áður en ég verð 40 ára.

1. Eignast draumakonuna og eignast með henni börn
2. Keyra E39M5 E60M5, Diablo, Tuscan, 360 eða F430, 550, 575, 599 og 959. 993TT og 996TT, EVO FQ400 og Elise 190.
3. Fara The Nuerburgring
4. Stofna fyrirtæki og auðgast
5. Ferðast um Evrópu í 2 til 3 mánuði á bíl
6. Hlaupa maraþon
7. Eiga heima í útlöndum
8. Komast á forsíðu Moggans
9. Leika í kvikmynd
10. Heimsækja Egilstaði...
| | 0 ummæli
Frábært. Ráderinn okkar er dáinn og það þýðir að ég kemmst ekki á netið heima í "ég veit ekki hvað" langan tíma. Þetta leiðir svo af sér að ég verð að tríttla út í skóla um helgina til þess að geta skilað verkefnum á netinu...Annars er stefnan sett á chil um helgina og kannski smá bíó og hlaup, jafnvel póker ef veður leyfir.
| | 0 ummæli
Gekk klökkur úr sögutíma í dag eftir að hafa verið að horfa á mynd um fjöldamorðin í Rwanda. Ætla ég að lesa þessa bók í framhaldinu.
| | 1 ummæli
Þá er littla prófatörnin búin. Ætlaði að slappa af í kvöld en ég fór frekar út í sundlaug og tók ein "vaktara" eins og við atvinnumennirnir segjum. Mér finns svo gaman þegar ég er að vinna svona yfirvinnu að telja í huganum hvað ég er búinn að græða mikið. Gaman að eiga næga peninga, þá getur maður fengið sér iPod, tekið leigubíl í skólan og fengið sér Supway á hverjum degi, og ekkert kafbátur mánaðarins neitt, heldur eðalbát á 900 kjéll.
Núna í spilun: Good vibrations by Beach Boys
| | 5 ummæli
Var ég búinn að minnast á að systir mín er ófrísk?! Við vitum ekki ennþá eftir hvern en....nei það er nú reyndar grín. Hún og Skúli alveg að deyja úr gleði. Man reyndar ekki hvenar það á að koma í heiminn en það skiptir kannski ekki máli...Á mjög erfitt með að sætta mig við þá staðreynd að mamma og pabbi eru að verða amma og afi, ég sem læt næstum því ennþá mata mig. Svo er líka skrýtið að systir manns sé að verða mamma einhvers og ég sé að verða frændi einhvers. Svo er líka skrýtið að ég er að verða 20 og áðan hló ég mig máttlausan þegar Einar prumpaði...Þau eru ekkert búinn að ákveða með nafn ennþá en ég stakk upp á Magnús (eins og ég geri alltaf þegar einhver er ófrísk(ur?) og er ekki búin(n?) að ákveða með nafn) en því var tekið með þögn og skiptingu á umræðuefni.

Núna í spilun: Slide by Goo Goo Dolls
| | 3 ummæli
Var klukkaður af Iðunni:-D

4 störf sem ég hef unnuð við æfina
Unglingavinnan
Málari
Sundlaugavörður
sendibílstjóri

4 kvikmyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur
Juragarðurinn I
Love Actually
Dumb & Dumber
???????????

4 staðir sem ég hef búið á
Reykjavík-Tómasarhagi
Selfoss-Bankavegur
------
------

4 sjónvarpsþættir sem mér líkar
Top Gear
Friends
?
?

4 staðir sem ég hef heimsótt í fríi
Kaupmannahöfn
London
Króatía
Svíþjóð

4 síður á netinu sem ég heimsæki daglega
Bloggsíður
mobile.de
timesonline.co.uk
mbl.is

4 matarkyns sem ég held uppá
Allt á Supway
grjónagrautur
Soðin ýsa
Pizza

4 staðir sem ég vildi heldur vera á núna
Bílabúð Benna á frumsýningu á nýjum 911
London
Annars langar mig bara að vera heima hjá mér sko...

4 aðilar sem ég klukka
Águsta, Hjalti, Aldís og Davíð Oddson
| | 0 ummæli
Bíddu...Kemur síðan mín eitthvað asnalega út hjá ykkur sem nota Explorer?
| | 0 ummæli
You scored as Mathematics. You should be a Math major! Like Pythagoras, you are analytical, rational, and when are always ready to tackle the problem head-on!

Mathematics

100%

Engineering

75%

Journalism

75%

Art

67%

Philosophy

67%

Biology

50%

Sociology

42%

Dance

42%

Theater

42%

Psychology

42%

English

42%

Anthropology

33%

Linguistics

33%

Chemistry

25%

What is your Perfect Major? (PLEASE RATE ME!!<3)
created with QuizFarm.com
| | 0 ummæli
Ég bý það vel að ég þarf ekki að gera skattaskýrsluna mína sjálfur. Læt endurskoðandann um það.
| | 3 ummæli
Og við unnum ekki versló. En samt var ég stoltur af mínum mönnum. Við vorum t.d. með miiiiikið betra klapplið, kannski ætti að endurskoða stigagjöfina og gefa einnig fyrir klappið? Ég varð svo heppin að andlit mitt sást í um 3 sek, tók einhver eftir því?
| | 0 ummæli

Shheu

Ég hló mikið í stærðfræði í gær (innra með mér). Þannig er mál með vexti að kennarinn er frá Póllani og talar þar með bjagaða íslensku. Hún getur t.d. ekki sagð sje (C) "rétt". Segjir allaf shheu og þykir mér og Jónasi gaman að hlusta á hana tala. En það fyndna er þó þegar sleikjan í áfanganum var að spurja um dæmi C, og ég tek fram að hann er innfæddur íslendingur. í stað þess að segja "en hvað með dæmi sje" þá sagði hann" en hvað með dæmi shheu", og hann var ekki að gera grín af henni. Þetta er bara orðið svona innprentað í hann.
| | 0 ummæli
Stundum velti ég því fyrir mér hvort Örn Óskars sé að grínast með hvað hann veit mikið. Hann veit nákvælega allt um allt, eða næstum.
| | 0 ummæli
Ég uppgvötvaði undraefni the other day. Ég kýs að kalla efnið anfetamínstera en í raun er þetta bara grænt te með kofeini. Drekk þetta á morgnanna áður en lagt er af stað út í lífið og finn ég þvílíkan mun á mér. Er mun betur vakandi og tek betur eftir. Spurðist til um teð og þetta á víst alveg að vera save.
| | 0 ummæli
Og pabbi kom heim með fokking 10 kíló (5 X 2000 grömm) af MnM. Ég sendi honum email þegar hann var úti og sagði honum að hann yrði að koma með MnM annars afneitaði ég honum sem föður, sem var nú meira sagt í gríni og var að búast við kannski smá MnM en ekki svona miklu. En núna sit ég uppi með ógeðslega mikið af MnM, hálft kíló af hnetusukkulaði, 250 grömm af venjulegu súkkulaði og EVO blað. Þeim sem langar í nammi endilega banka upp á og ég skal glaður gefa ykkur smá í poka, og kannski ljósritaðar greinar úr EVO með
| | 5 ummæli
ohh ég nenni ekki að byrja á Sjálfstæðu fólki, bara hef ekki nennu.
| | 0 ummæli
Og Pabbi tjáði mér að hann væri að fara til Danmerkur til þess að ræða við einhvern æðstaprest hjá múslimum þar í landi, teiknimyndamálið sko. En það skrýtna var að hann var ekkert að segja manni frá því fyrr en nokkrum klukkutímum fyrir brottför.
Annars var ég að koma úr bænum með Heimi og Díönu (systir of Heimir), fórum á þessa, rosaleg mynd mar.
| | 0 ummæli
Fyrir þá sem eru að leita af mynd af táslingunum mínum þá lak þetta út á netið. Mæli með þessu sem desktopmynd.
| | 8 ummæli
Veðrið hinn fræga dag, 19 Júlí 1986.
| | 1 ummæli
Og geðveikin heldur áfram. Er loksins farinn að fá arð af hlaupinu, viktaði mig áðan og var ég ekki nema 85700 grömm sem er alveg 2500 gramma missir. Annars er rosalega mikið að gera í skólanum, kannski of mikið.
fékk miðannarmatið í dag og aldrei á ævinni hef ég verið jafn hissa. Fékk C fyrir líffræði, sem þýðir að ég verð að "taka mig á", TAKA MIG Á?! Er ekki nógu gott að vera með 7 í meðaleinkun úr verkefnum og prófum, glósa alltaf og hafa gaman af áfanganum? Fékk ég A í efnafræði, þar sem ég nenni varla að mæta og sýni 0 áhuga og svo B fyrir tölfræði þar sem ég er alltaf á undan og hlæ að námsefninu! En þar sem þetta mat þýðir nákvæmlega ekki neitt, nema þá hvort kennaranum líkar við mann eða ekki, þá skiptir þetta littlu máli.

Svo er ég byrjaður í leit að vinnu fyrir sumarið og ef þú veist um góða stöðu, helst stjórnunarstöðu, sem gefur vel af sér og er með sveiganlegan vinnutíma. Endilega hafa samband og við getum talað saman.

Núna í spilun: Bleed From Within by The Music
| | 1 ummæli
Fór í karlmennskuhlaup með Hjalta áðan og er að drepast núna í hægri fætinum! Ég held ég sé kominn með ástæðu fyrir smá innkaupum fyrst ég er alveg að nenna þessu hlauperíi, nýja skó og kannski hlaupabuxur.
Heimir, Einar og Marie voru að fara eftir idol kvöld. Ég skil ekki afhverju maður nennir alltaf að horfa á það, alltaf jafn leyðinlegt. Ég er farinn að yfirgefa sjóvarpsherbergið í byrjun hvers þáttar þegar þau standa öll upp á sviði og syngja og dansa saman, ég bara skammast mín fyrir þeirra hönd, fæ kjánahroll. Fæ þennan sama hroll þegar Eiríkur singur, örugglega ágætis náungi, en ég skammtast mín bara of mikið fyrir hans hönd. Fá fleiri svona kjánahroll þegar horft er á idol? Svo grilluðum við Banana.

Núna í spilun: Goodnight Moon by Shivaree
| | 1 ummæli
Ég verð alltaf svo parónója þegar einhver á heimilinu fær flensu. As we speak er t.d. Kolbeinn að æla...og ég er hérna niðrí kjallara, vil ekki koma of nálægt honum. í hvert sinn sem ég finn fyrir einhverjum verk einhverstaðar í líkamanum þá er mín fyrsta hugsun "ha? er ég að verða veikur? hvað er að gerast?".
| | 0 ummæli
Jæja ræðukeppnin fór vel og ég náði að samfæra salinn um að hitt liðið væri andsetið:-D. En hvorugt liðið var lýst sigurvegarar. En annars var gaman á kátum dögum, vona að flóafárið á morgun verði skemmtilegt líka.
| | 0 ummæli
Til hamingju Heimir

Já hann Heimir átti afmæli í gær og vegna veikinda sem hann hefur átt við að stríða undan farið (einhver flensa) og vegna þess hefur hann verið upp í rúmi alla vikuna, þá alveg stein gleymdi ég að óska honum til haminju með daginn. TIL LUKKE MEÐ DAGINN HEIMIR. Ég vona að hann eigi eftir að halda afmæli um helgina, og ef hann heldur það þá vona ég að hann eigu eftir að bjóða mér, því alltaf er gaman í afmælum hjá Heimi Thor. Já hann heimir er algjör sniller, hann er fyndinn, skemmtilegur, góður vinur, gáfaður, og um fram allt bestur. Þið sem gleymduð líka að óska honum til hamingju endilega senda á hann SMS, því af eigin raun þá veit ég hvað það er gott að fá SMS þegar maður er veikur og liggur heima með 6 seríur af "Sex and the city"...Lengi lifi Heimir
| | 5 ummæli
Þá eru kátir dagar að byrja á morgun þar sem málfundarfélagið verður með ræðukeppni á fimmtudag, það verður gaman og fyndið. Er að leggja lokahönd á ræðuna mína og er hún nokkuð súr, en það er bara skemmtilegra fyrir þá sem horfa á. Svo keppi ég í stærðfræði fyrir liðið mitt í flóafárinu, ég sem ætlaði að reyna að sleppa við að gera eitthvað. Annars var ég að koma úr sundi, hljóp líka.
| | 2 ummæli
Það er svo fyndinn kall í heimsókn hjá okkur núna. Hann er ættfræðingur og þar að auki skildur okkur. Rekur sjálfur ættfræðifyrirtæki. Hann lifir fyrir ættfræðina.
| | 10 ummæli
FÓLK SEM KANN EKKI NEITT, SKILUR EKKI NEITT OG VEIT EKKI NEITT Á EKKI A? HAFA BÍLPRÓF!

Nei ég er kannski ekki alveg svona pirraður en hvað samt málið hjá sumum? það var bakkað á mig í dag af ungri konu. Ég auðvitað fer út úr bílnum, tékka á skemmdum og kem auga á dæld í hurðinni sem var augljóslega eftir bílinn hennar. Ég hef nú ekki mikla reynslu af svona tjónaveseni þannig að ég spyr hana bara um Símanúmer sem hún neitar mér um(?) þannig ég spyr um heimilisfang og tek niður bílnúmerið hennar. Seinna um daginn ætlað égi að tala við hana en þá kom maðurinn hennar út og var greinilega að undirbúa sig undir einhverskonar átök...En ég var pollrólegur að vanda og var ekker að æsa mig þótt hann væri æstur. Benti honum á skemmdirnar, hann neitaði þær væri henni að kenna...ég brosti...hann sagðist vinna við að gera við bíla og vissi alveg hvað hann væri að tala um....Ég sýndi honum þá aftur brotinn lista og dældina á hurðinni...Hann endurtók allt afur...Ég útskýrði fyrir honum að þetta hafi nú verið soldið högg og líkurnar á að ekkert hafi komið fyrir bílinn séu hverfandi, auk þess sem það séu dæld í hurðinni sem ég hafði aldrei séð áður. En hann hristi bara hausinn... þannig að ég þakkaði honum bara fyrir og fór. En málið er ekki búið, bílinn fer í tjónaskoðun(held ég að það heiti) eftir helgi og þá fáum við þetta bætt.
| | 4 ummæli
I am worth $1,664,000 on HumanForSale.com
| | 0 ummæli
En annars var ég að koma af ritráðsfundi þar sem megnið af tímanum var nýtt í að skoða og skera niður 300 ljósmyndir af sætum stelpum og strákum sem eiga að fara í blaðið. Ég hafði enga skoðun á myndunum og sagði stelpunum það.
| | 0 ummæli
What?. Ég hélt ég væri í stórum hópi fólks sem skyld ekki tilganginn með Myspace, en svo er greinilega ekki.

Til gaman má geta að ég nota Google um 20 til 30 sinnum á dag.
| | 3 ummæli
Hvernig er hægt að lenda í ritstíflu þegar maður er með heimildir upp á 700 bls fyrir framan sig? Mér hefur alla vega tekist það og ég á að skila eftir 90 mín og er alveg tómur. Ætli ég þurfi ekki bara að fara í gegnum textann og bæta inn orðum hér og þar. Gummi Matt tjáði mér að hann hafi skrifað 13 bls, ég er að rembast við 4. Enda er ritgerðin um hvalveiðar við ísland. Geðveikt spennandi.

Núna í spilun: Hung Up by Madonna
| | 2 ummæli
jæja klukkan að verða 5 og ég er ennþá hérna við tölvuna að vinna grein fyrir Notabene. gengur frekar hægt. Síðustu þrír sunnudagar hafa allir einkennst af ritgerðasmíðum (sem ég þoli ekki) og heimadaæmareikningi (sem ég þoli). Held að dagurinn á morgun/eftir verði engin undantekning.

P.s Ég er svo sibbinn núna að ég á örugglega ekki eftir að muna eftir þessari færslu á morgun.

Núna í spilun: Submarines (Pendulum Remix) by Fresh
| | 0 ummæli
vaknaði við að fá sólargeisla í augun. Ekkert smá gott veður hérna á Selfossi. Skrapp út til Guðna bakara og náði í rúmstykki fyrir fjölskylduna og hef síðan verið að slappa af. Hjalti hringdi og við erum ásamt Heimi og Kolbeini að fara í sund til Hveragerðis, það verður gaman. Ritgerð, heimadæmi og skokk á morgun. Fór í gær með strákunum í bæinn. Hittum Einar og Marie og fórum á Eldsmiðjuna þar sem við fegnum alveg rosalega góðar pizzur. Svo var spilaður póker til 1. Good times:-D

núna í spilun: Advertising Space by Robbie Williams
| | 9 ummæli
Ég var virkilega þreyttur í skólanum í dag. Vissi varla hvar og hver ég var í tölfræði og íslenskutíminn er í þoku. Ipollinn er á sjúkrahúsi, hringdi áðan og þeir eru ekki byrjaðir á honum eins og ég bjóst við, þannig að ég verð bara að taka gítarinn með mér út að hlaupa og tralla fyrir sjálfan mig meðan ég hleyp! En núna er það bara hommalegasta lag allra tíma í spilun og svo Rumor has it.

Núna í spilun: A Whole New World by Aladin (movie version)