| |

Shheu

Ég hló mikið í stærðfræði í gær (innra með mér). Þannig er mál með vexti að kennarinn er frá Póllani og talar þar með bjagaða íslensku. Hún getur t.d. ekki sagð sje (C) "rétt". Segjir allaf shheu og þykir mér og Jónasi gaman að hlusta á hana tala. En það fyndna er þó þegar sleikjan í áfanganum var að spurja um dæmi C, og ég tek fram að hann er innfæddur íslendingur. í stað þess að segja "en hvað með dæmi sje" þá sagði hann" en hvað með dæmi shheu", og hann var ekki að gera grín af henni. Þetta er bara orðið svona innprentað í hann.

Engin ummæli: