Takk fyrir árið, og sjáumst á því næsta.

| | 2 ummæli
                                                     Ég í áramótagallanum mínum.
Viðburðaríkt ár að kveðja. Verkfræðin, búa í bænum, Róm, búa aftur í bænum, prófin eru svona það helsta sem gerðist. Held að næsta ár verði bara enn betra:-D

| | 1 ummæli
Það er ekki hægt að segja annað en ég hafi verið að vinna undanfarið. Helgin fór í vinnu, eða raun hangs. En það er það sem ég vinn við þegar ég er ekki í skóla, hangsa á vinnustaðnum í keppni við annað starfsfólk um hver nær að geyspa sem oftast. Ég er bara að verða geðveikur á því að gera ekki neitt í vinnuni, og svo er lýsingin hræðileg, og innréttingarnar ljótar. Enda tók ég mig til áður en ég labbaði heim eftir vinnu og strokaði yfir nafnið mitt á vaktaplaninu, sem og þær vaktir sem ég "tók að mér" að vinna fram til 7. Janúar. Ekki búinn að fá út úr einu einasta prófi, en ég er nú samt bara semi jákvæður fyrir þessu öllu saman. Á ekki von á öðru en að ná öllu, þótt slysin gerist. Annars óska ég öllum bara góðra áramóta:-D
| | 1 ummæli
Jemin eini. Ég var að sörfa youtube, og kom niður á tónlistarmyndband með Spice Girls. 30 sek inn í lagið áttaði ég mig á því að ég kunni textan upp á 10. Þetta leiddi til þess að ég fór að skoða fleiri myndbönd með stelpunum, og eins og ég óttaðist kunni ég alla texta og melódíur betur en þær sjálfar. Það er greinilegt að ég hlustaði aðeins meira á þessa hlómsveit á mínum yngri árum en ég gerði mér grein fyrir. Þarf að endurnýja kynnin í jólafríinu
| | 0 ummæli
 Ég legg það nú ekki í vana minn að hlusta á svona tegund tónlistar, en það er samt bara eitthvað við þetta lag sem ég dýrka.
| | 1 ummæli
               Charles Chaplin og Jackie Coogan í hlutverkum
                 Flækingsins og stráksins í The Kid frá 1921

Eðlisfræðin gekk vel. Núna er það bara jarðfræðin á þriðjudag. Byrja að læra fyrir hana á morgun eða hinn, er ekki mikið að stressa mig yfir henni, rétt eins og tölvunarfræðinni, hún verður easy. Er farinn að sofna klukkan 11 á kvöldin og vakna milli 7 og 8, vona það endist eitthvað af því það er svo þægilegt að dúlla sér á morgnanna meðan það er dimmt og kallt úti. Sit núna á brókunum einum fata, fékk þá snilldar hugmynd áðan að þvo einu buxurnar sem ég kom með heim frá RVK, kunni ekki á þvottavélina, þannig ég þvoði þær í hondunum í baðkerinu, sem gekk ekki vel. Notaði annað hvort of mikla sápu, eða of littla. Það er alla vega mjög skrýtin lygt af þeim þar sem þær liggja á ofninum inn í stofu, og bókstaflega neita að þorna. Þær eru sem sagt með mjög háan eðlisvarma;-). Er farinn að huga að jólum og jólakortum, langar ekki í neitt sérstakt, nema bara gleðileg jól handa öllum og kannski nýja skó, núvernadi eru farnir að líkjast þeim sem flækingurinn er í frekar mikið.
 
| | 1 ummæli
Stærðfræðigreiningarprófið var dauði. Fékk sjokk þegar ég las fyrst yfir það, en náði svo að krafsa aðeins í bakkann. Ætli það séu ekki svona 60% líkur að ég nái. Svo er bara að vona að prófið verði skalað til.
En næst er það eðlisfræðin, hún á eftir að ganga betur...
| | 2 ummæli
OMG Stærfræðigreiningarprófið byrjar eftir 90 mín!!!
Ekkert smá mikið stress í gangi!

Að kaupa sína fyrstu íbúð? Ekki séns!

| | 3 ummæli
Þeir sem hafa verið að umgangast mig undanfarið hafa kannski tekið eftir því hversu mikið íbúðarverð á íslandi fer í mínar fínustu taugar. Þar sem ég mun útskrifast eftir nokkur ár, og þá (að ég hélt) kaupa mér íbúð, fór ég að skoða verð á littum íbúðum, fyrst í RVK og svo á Selfossi. Er verið að gera grín af mér? Verðin eru ótrúleg. Það er verið að byðja mann um 20.000.000 kónur fyrir littlar blokkaríbúðir, sem varla ná 60 fermetrum. Fór og lét reikna út hvað ég gæti fengið hátt lán (ils.is), og gaf mér að þegar ég útskrifast eftir 2 til 3 ár, verði ég með 350.000 krónur á mánuði. Samkvæmt þeim útreikningum hef ég ekki efni á að kaupa mér íbúð nema eiga miljónir inn á banka, sem ég á ekki og mun ekki eiga eftir nokkur ár. Get samt fengið fína íbúð á ísafirði (mjög góð verðin þar, enda snjóflóðahætta, eins og ég er búinn að læra um í skólanum), en þá er allt eins hægt að flytja til Grænlands. Eftir þessa littlu óvísindalegu könnun mína er ég alveg kominn með það á hreint að ég flyt úr landi um leið og ég er búinn með mitt nám. Danmörk hljómar vel.
| | 0 ummæli
Prófatíð gengur í garð, varla hægt að hugsa sér jólin án hennar. Ég er ekki alveg byrjaður að læra á fullu undir prófin, þótt ég ætti auðvitað að vera það. Bara rétt farinn að skima yfir hvað ég kann, og hvað ég þarf að læra betur. Svo byrjar þetta á fullu í næstu viku. Er nú samt bara ágætlega jákvæður gagnvart þessu öllu saman, þó stærðfræðigreiningin eigi eftir að taka á. Bara muna að slaka á í prófinu, því ég á að kunna þetta allt saman. Er einnig farinn að huga að vinnu fyrir næsta sumar. Margt sem freistar, kannski maður sæki um hjá Ræktó (þó það þýði að ég komi heim á kvöldin dauðþreyttur). Vill helst vinna undir sól (nú eða rigningu) við framkvæmdir, samt ekki smíðar.

Á morgun ætla ég að kaupa mér nýja skó.
| | 2 ummæli


Fiat 500, kemur í Janúar til landssins. Mig langar alveg rosalega í svona bíl...Kannski maður stefni á að eingast svona eftir ár eða svo. Hann er bara svo ótrúlega flottur, lítill og kostar ekki mikið.
| | 0 ummæli
Jæja. Við fjölskyldan (eða alla vega þeir sem búa ekki út í buska, og þá er ég sérstaklega að tala um Kolbein og Melkorku) áttum góðan laugardag saman. Byrjuðum á að lúlla smá fram eftir, og fórum svo í heimsókn til afa og ömmu. Þau voru hress að vanda, og amma alltaf jafn heyrnalaus:-D. Síðan var farið í sund, sem var klikkað, enda laaangt síðan maður fór í sund síðast. Mér finnst ég aldrei vera orðinn almennilega hreinn fyrr en ég er búinn að fara almennilega í sund, sturta og bað eru bara plat. Eftir sundið vorum við orðinn sveitt svöng og þess vegna var farið á Ryby í boði pabba, eitthvað sem mamma og pabbi höfðu aldrei gert áður(þ.e farið á Ruby), enda voru þau alveg sjokkeruð á því hvað maturinn var góður. Ég sá reyndar ekki svipinn á þeim þegar þau borguðu reikningin, en ég geri mér í hugalund að sú gleði sem þau átti við að borða matinn hafi horfið þegar þau borguðu hann:-D. Lentum svo í blindbil á leið yfir heiðina heim, en komumst þó til skila...

En talandi um veður. Hef það á tilfinningunni að hjálparveitin á selfossi fái lítið af verkefnum sér til hæfi.
Núna er smá rok á Selfossi (tek það fram að bilurinn er bara upp á heiði), ekkert meira en allir hafa upplifað áður. Einstaka gamalmenni þyrfti kannski að halda um hatt sinn þegar gengið er um götur, en ekkert meira en það. En auðvitað er BJÖRGUNNARSVEITINN á selfossi mætt á staðinn. Þeir eru núna búnir að stilla sér upp við N1 á selfossi með um 5 eða 6 jebba, allir í rauðum samfestingum, tilbúnir fyrir hvað sem er. Svo sér maður þá keyrandi um bæinn, eins og í leit að fórnarlömbum óveðursins:-D
| | 1 ummæli


Þessi mynd summerar upp vikuna hjá mér. Ný heyrnatól. Nýjar byrðir af kaffi. Kaffidrykkja og verkefna vinna langt fram eftir nóttu. Næsta vika verður léttari, þá ætla ég að byrja hlaupa aftur, enda ekki búinn að hreyfa mig frá því í sumar. Hlakka til.
| | 0 ummæli
Er aðeins búinn að vera skoða Facebook dæmið. Fattaði þetta ekki í fyrstu, en núna er maður farinn að reyna fylla prófílinn sinn af vinum, eða fólki sem ég þekki, á fá vini sem nota myspace eða facebook. Sumir þarna inni eru með eitthvað um og yfir 1000 vini, það hlýtur að vera eitthvað gruggugt við það. Enda fékk ég vina invite frá einhverjum íslenskum gaur sem ég þekki ekki neitt, hann var greinilega að safna vinum í vinalistann sinn. Þannig endilega að senda á mig invite ef þú þekkir mig, hversu lítið sem það er.

P.s það er eins og allt fari fram á ensku þarna inni, jafnvel milli ízlendinga...why?
| | 2 ummæli
Mér finnst eins og ég þurfi alltaf að vera í einhverjum feluleik við nágranna mína, og þá sérstaklega við þá sem búa í íbúðinni hliðina mér. Var til dæmis að hlusta á tónlist áðan, en lækkaði þar sem ég var alveg viss um að fólkið, (maðurinn, konan eða hver sem býr hliðina á mér, hef aldrei séð þau, hana eða hann) heyrði nákvæmlega hvað ég væri að hlusta á. Ég heyri alla vega þegar þau, hann, hún kveykja á sjónvarpinu eða ákveða að fá sér vatnsglas. Svo fór ég að vaska upp, en gat það varla af því ég hafði vatnið á svo littlum straum til að nágrannarnir vöknuðu ekki við gjörninginn (klukkan var hálf tvö). Þegar ég verð stór ætla ég að eiga heima í húsi þar sem teikningar að öllum veggjum voru fengnar lánaðar frá neðanjarðarbyrgi Hitlers og fjölskyldu, vil geta sungið og dansað meðan ég vaska upp og hlustað á tónlist eins hátt og mig listir...

Og talandi um lélega veggi, þegar ég skrúfa frá vatninu í íbúðinni fæ ég brúnt vatn í nokkrar sek, verður maður núna að byrja sjóða allt neysluvatn?
| | 2 ummæli
Jahá sumir hafa aldeilis skoðanir, en þora samt ekki að koma fram undir nafni. Ég hlæ nú bara að svona mönnum.
| | 1 ummæli


Mér var tjáð í tíma í dag, að Magnús Már Kristinsson ætti eftir að skila verkefni 3...og þess vegna félli tíminn niður þar sem kennarinn vildi gefa mér tækifæri á að skila áður en farið var yfir verkefnið. Ég í reiði minnar gleymsku krotaði lausn niður á blað og skilaði eins fljótt og ég gat, hvernig gat ég gleymt að skila?, og hvar fann kennarinn þolinmæði og góðmennsku til að leyfa mér að skila svona seint?

Núna þarf maður að fara líma saman 10 síðna ritgerð um...eitthvað jarðfræðidót. Ég á að skila á föstudaginn, en það er meira til viðmiðunnar, ætli ég liggi ekki yfir þessu um helgina, 3,33 blaðsíður á dag í 3 daga, er nú ekki svo slæmt. Annars er jólagleðin farin að banka á dyr, kom þegar ég fór með Heimi og Marie að skoða í Hagkaup (Engin okkar veit afhverju við fórum í Hagkaup) og keypti mér ylmvatn frá Kalvin Klæn. Veit samt ekki hvað mig langar í jólagjöf, kannski sjálfvirka kaffikönnu, en ég hef heyrt að svoleyðis kosti aflimun á hendi við öxl...
| | 3 ummæli
Jæja, ég held að það sé bara kominn tími á blogg. Ég er náttla á fullu í skólanum, alveg 24/7, alla vega suma daga. Var að koma heim núna eftir 14 tíma törn við skýrslugerð í eðlisfræði, gæti í raun ælt yfir því hvað þetta var leiðinlegt. Búinn að taka 2 próf, og hefur gengið ágætlega í þeim báðum, verið vel yfir meðaleinkun. Svooooo er í raun ekkert að frétta, hversu sorglegt sem það er...Fór í Afmælið hennar Laufeyjar á laugardag, það var fjör, þótt ég hafi stoppað stutt við;-D. Annars er ég bara að undirbúa skýrslur, reikna dæmi eða undirbúa ritgerðir, alla daga. Líka farinn að hlakka til jólanna, fer í jólafrí 20 des, og byrja þá að vinna í sundlauginni, enda veitir ekki af peningunum...

Þangað til seinna....
| | 6 ummæli



Ég og Tryggvi fórum saman í bíó, það var gaman.
Hérna sjáumst við faðmast eftir myndina, glaðir og ánægðir.
Ég vona að morgundagurinn verði jafn góður og dagurinn í dag.
| | 0 ummæli


Nýja úlpan mín er svo þægileg, að ég hef ekki farið úr henni frá því ég fékk hana.
| | 2 ummæli


Þannig ég fékk mér gleraugu, og þvílíkur munur! Ég var ekki viss þegar ég gekk inn í gleraugnabúðina hvað ég væri eiginlega að gera þarna, en konan vildi endilega fá að mæla mig, eða mæla augun mín. Ég hélt svo að þetta mundi taka einhverjar vikur, nei nei ég átti bara að velja mér umgjörð á staðnum, sem ég og gerði. Sagðist ekki vilja eitthvað fríkí, og þar með held ég að ég hafi móðgað gleraugakonuna, því hennar voru mjög skrýtin. Valdi einföldustu gleraugun sem ég fann, þó ekki þau ódýrustu. Ótrúlegt hvað þetta munar miklu, vissi ekki hvað ég var farinn að sjá illa. Svo eru þau líka soldið flott.
| | 2 ummæli
Frábært að vakna klukkan 7, fara í sturtu og borða (þó ekki í sturtunni). Horfa síðan út um gluggan á morgunsólina, meðan maður les blaðið og gengur frá nestisbita. Hugsandi, "í dag verður gerð tilraun". 'Eg geng af stað niðurstigan með töskuna fulla af bókum, sibbinn en ánægður með að geta átt tækifæri til að gera eðlisfræðitilraunir á háskólastigi. 'Eg er meira að segja svo heppin að fá far með Friðfinni, upp í skóla. Þegar út í skóla er komið, prenta ég út upplýsingar um tilraunina, og byrja skiggnast um eftir samstarfsffélaganum, en hann er hvergi nærri, ég hugsa með mér "Ætli hann hafi ekki bara sofið yfir sig, karl ánginn sá, en ég mun ekki lasta honum það, enda kappsamur garpur hér á ferð". Loks þegar stundin rennur upp, klukkan á slaginu 08:20 geng ég inn í stofuna góðu, eðlisfræðistofuna. Finn mér gott borð og bíð góðan daginn til þeirra sem rétt hjá mér sitja. Set bækur upp á borð, ydda blýant og stilli upp blöðum. Svo kemur kennarinn, ung sænsk kona (meira babe mundi ég segja) og setur upp skrýtin svip þegar hún gengur inn, horfir soldið á mig eins og ég sé lítill hundur sem á ekki að vera baða sig í vaskinum í eldhúsinu. Mér er þá sagt að ég hefði alveg eins getað haldið áfram að sofa í morgun, ég á ekki að mæta fyrr en í næstu viku...
| | 2 ummæli
Fyrsti skóladagurinn búinn á nýrri önn, og ég er strax byrjaður að búa til forrit. Kýs að kalla það Superzonic3000, en það reiknar út sveiflutíma gorms. Annars byrjar þetta frekar rólega, þetta littla forrit mitt var eina heimaverkefnið, og þar sem það er klárað get ég tekið því rólega það sem eftir er af deginum. Ef þig langar að styrka mig í vetur í formi þess að borga fyrir mig stöð 2, þá væri það mjög vel þegið. Var nebbla að átta mig á að dagskráin hjá þeim er klikk, alla vega í vetur. Sótti einnig fría strædókortið mitt áðan, þurfti að bíða í röð í sólarhring (eða að því virðist)

Raunveruleikinn tekur við

| | 0 ummæli
Kominn heim úr ferð minni um landið. Fórum hringinn, fyrsta sinn hjá mér og kobba, en ekki pabba. Akureyri kom á óvart, gæti alveg hugsað mér að búa þar, og Eigilsstaður voru fallegri í dagsljósi en myrkri (síðast þegar ég kom þangað sá ég staðinn aldrei nema í myrkri), tókst samt ekki að segja hæ við laufey. Toppurinn var samt þegar við sigldum á lóninu með ísjökunum. Sáum seli og fengum að halda á ís, sem var yfir 1000 ára gamall. Mér fannst þetta svo magnað að túristarnir sem voru með mér á bátnum horfðu eitthvað einkennilega á mig. Set myndir hér inn fljótlega, því myndir segja meira en 1000 orð...Endaði svo á því að heimsækja Heimi í Þórsmörk. Það var mjög gaman, fórum í alveg klikkaðar gönguferðir, og svo var fólkið þarna líka svo skemmtilegt. En núna er raunveruleikinn tekinn við, skólinn byrjar á morgun og þá eru það bara námslán og núðlusúpa fram til áramóta. Hlakka til:-D
| | 2 ummæli
Farinn í ferðalag, gleymdi símanum mínum hjá Heimi, þannig að ekki hringja í mig. Skrifa hér einn ef ég er kominn með símann aftur.

Sjáumst
| | 1 ummæli
Ég veit ekki hvort myndin Next hafi komið í bíó, en eftir að hafa horft á hana geri ég ekki ráð fyrir því. Er verið að gera grín með söguþráðinn? Maður getur séð 120 sek fram í tímann, en af einhverjum sökum getur hann það bara stundum, til að hægt sé að ná honum í myndinni. CIA er á eftir honum til að láta hann spá fyrir sér um hvar kjarnorkusprengja mun springa, en hann vill ekki hjálpa þeim, af því hann vill vera frjáls. En á endanum vill hann hjálpa þeim, því hann vill líka vera góður. Eins og hann sýndi í myndinni þegar hann gaf littlum strák afmælisgjöf (???).

HA HA HA HA HA HA HA ! ! !

| | 2 ummæli
Smiður smíðar hlut. Sá sem kaupir hann notar hann ekki en sá sem notar hann veit ekki af því. Hver er hluturinn ?
| | 0 ummæli
Þvílíkur dagur. Kom heim frá vinnu um 3 og ákvað að leggjast aðeins upp í rúm og lesa lifandi vísindi. Vaknaði svo 7 tímum og 11 missed calls seinna, klukkan 22:00! Ég hef greinilega verið þreyttari en ég gerði mér grein fyrir. En ég var víst klukkaður af lufsunni, á að skrifa 8 staðreindir um sjálfan mig...

- Ég dýrka Abba, og skammast mín ekki fyrir það. Tímalaus tónlist.
- Dýrka langa og rólega göngutúra
- Uppáhalds útvarpsþátturinn minn er The Ricky Gervais Show á XFM í bretlandi. Er með um 100 klukkutíma af þeim í tölvunni minni
- Uppáhalds manneskjan mín er karl Pilkington, snillingur.
- Ég hef aldrei getað átt hjól lengur en 2 mánuði, þeim er alltaf stolið
- og þegar ég hugsa út í það...hef ég aldrei átt lás heldur
- Ég þarf að nota gleraugu, en hef ekki nennt ennþá að kaupa þau.
- Hef aldrei fengið sekt fyrir hraðakstur, enda keyri ég eins og kelling, og er stoltur af.

| | 3 ummæli
Tók þátt í mínu fyrsta hlaupi á fimmtudaginn, ásamt kobba. Bara 5 kílómetrar. Mætti ferskur til leiks, en þó ekki í mínu besta formi. Þess vegna ákvað ég að halda mig aftast við startlínuna og vinna mig upp ef ég væri að fíla mig. Þegar var svo loks kallað á okkur að koma að byrjunarlínunni labbaði ég auðvitað aftastur og lét lítið á mér bera. Sjokkið kom svo þegar kynnirinn kallaði "og allir snúa sér svo við". Ég var fremstur, og ekki séns að troða sér aftast. Þurfti að hlauða ógeð hratt fyrstu 300-400 metrana til að vera ekki fyrir, og þar með drap ég labbirnar í síru. en náði svo að hægja á mér en það var of seint, ég var búinn á því. Endaði frekar aftarlega, en kláraði þó vel, gæti örugglega bætt tímann um 5 til 6 mín næst. Mjög gaman að hlaupa um götur í RVK í lögreglufylgd. Er að spá í að skrá mig í glitnishlaupið, og fara þá 10 Km, þarf þá að vera duglegur að hlaupa næstu tvær vikurnar.
Kominn með lykil að íbúðinni "minni", flyt inn á fimmtudaginn. Ætli maður haldi ekki innflutningspartý í september, kynni það bara hérna á síðunni seinna.

21 ár síðan ég kom

| | 1 ummæli
Afmælið var það rólegasta hingað til. Var staddur upp í sumarbústað með fjölskyldunni og svaf því fram eftir, eða þangað til Mamma og Kolbeinn komu inn til mín syngjandi með KóKó Mjólk (Why?), sem þau gáfu mér í afmælisgjöf. Takk. Eða þau komu reyndar líka með ís, en Mamma borðaði hann. Takk. Fleiri voru gjafirnar ekki, og neyðist ég því til að gefa sjálfum mér eitthvað þegar ég fæ útborgað. En núna er maður orðinn fullorðinn, og kominn á þrítugsaldurinn, úff, mig svimar. Þorði ekki annað en hringja í bankann og tékka hvort ég væri ekki tryggður í bak og fyrir þegar ég verð of gamall til að vinna (sem verður eftir nokkur ár), og jú, ég er save. Með auka lífeyrissparnað, og auka þetta og auka hitt. Man nú ekki hvað ég á að eiga mikið þegar ég hætti að vinna, en það voru tugir milljóna. Trúi því nú ekki fyrr en ég sé það gerast.

P.s. Mikið er byrjað að dimma mikið úti

P.s.s.
Fyrir ykkur sem gleymduð að óska mér til hamingju þá ætla ég að framlengja frestinn fram til mánaðarmóta, en eftir það tek ég ekki lengur við hamingju óskum.
| | 2 ummæli
Ég veit, þetta er frekar dautt hjá mér núna. En ég er líka alltaf að vinna. Þegar samstarfsfólk mitt fattaði að ég svara ekki neitandi við aukavinnu, fékk ég mér sérstaka viðtalstíma til að taka á móti beiðnum. Ekki búinn að fá frí eina einustu helgi í allt sumar. Kominn með íbúð í bænum, endaði á því að ég og Friðfinnur fengum saman "paríbúð". Friðfinnur hringdi sérstaklega til að tilkynna bn.is að við værum EKKI par:-). Verður spennandi að prófa sjá um sig sjálfur, eða alla vega svona út á við. Ef ég þekki ömmu og mömmu rétt þá verða þær með þjónustusamning við okkur, sem við höfum ekki beðið um, en svona er þetta alltaf með mömmur, og ömmur. Það er samt svo mikið búið að gerast sem er gleymt...uuuuuuu Mér var til dæmis tilkynnt af manni einum að hann ætlaði að kæra mig til lögreglunnar af því að hann brenndi sig á kollinum þegar hann fór undir sturtu upp í sundlaug. Ég var óvart að vinna þann daginn og er því ábyrgur fyrir öllu sem kemur fyrir þennan blessaða mann. Ekki séð neina kæru ennþá, og efa ég muni sjá kallinn aftur. Enda lét hann eins og barn. Ég bauð honum að lýta á lagnirnar sjálfur fyrst ég, og mín töfraþulubók gátum ekki lagað þær. Hann frussaði bara eitthvað á mig, og sagði mig "óhæfan til að sinna mínu starfi". Endaði með því að ég þurfti að ræsa út pípara, sem skipti öllu draslinu út... Mig langar samt bara að byrja í skólanum, nenni ekki að hanga í vinnuni allann daginn, og þar með gera ekki neitt. Sumarbústaður um næstu helgi með The Fjölskyld, það verður sko langþráð frí.
| | 4 ummæli
hef verið í sumarfríi andlega, frá því ég kom frá Róm og einkennist líf mitt þar af leyðandi af andstæðum um þessar mundir. Ég svaf til 16:00 í dag, en fór út að hlaupa þegar ég vaknaði, með Gunna Gunn. Þreyf bílinn og vaskaðu upp. Þarf svo að vakna um 06:00 á morgun. Róm var flott, allt mjög gamalt, fólkið líka og stundum maturinn. Vatikanið var flottast, og söfnin sem eru þar, OG PÉTURSKIRKJAN MAR. En hitinn var yfirþyrmandi, upplifði meira segja svona kast þar sem ég bara varð að komast í smá kulda. Fer næst um vetur. Sýni kannski myndir á næstunni. Er alltaf að vinna í sundlauginni ef einhver hefur áhuga á að heimsækja mig, eins og laufabrauðið o.f.l gerðu um daginn.
| | 6 ummæli
Fór með sundlauginni (starfsfólki) í vísindaferð til keflavíkur í gær, skoðuðum einhverja sundlaug, sem var ekkert sérstakt, hitti samt Hjalta smá, það var gaman. Fórum svo í bláalónið, sem var geggjað. Sá ekki neinn íslending og mun pottþétt koma þarna aftur, þótt það sé verið að nauðga manni smá, 1400 kall fyrir eitt skipti er blóðugt. Enduðum svo á að fá okkur að borða á Menam, sem er alltaf gott. Svo erum við að undirbúa okkur undir Róm, eða Kolbeinn og Pabbi eru að því, eru með fuuulllt af DVD diskum og bókum sem þeir eru að stúdera, pabbi er meira segja með disk þar sem ítalska er kennd, ætlar greinilega að læra hana á 3 dögum. Þeir ætla sko að nýta tímann til fulls. Ætli ég elti þá ekki bara þarna úti, og kinka kolli.
| | 3 ummæli
Muniði þegar ég var hræddur um að falla í greiningu burðar? Ég náði, með 7. Frekar sáttur, samt ekki. Veit ég klúðraði 20% spurningu, sem ég hefði getað reiknað, fékk samt örugglega eitthvað fyrir hana. En ætli maður læri ekki bara að fara alltaf vel yfir próf áður en maður skilar þeim. 50% stóðust áfangan, meðaleinkunn 5,5. Enginn fékk 10. Þar með náði ég öllu, sem ég tók próf í. Stærðfræðigreiningin verður mössuð næsta vetur.
| | 0 ummæli
Það má færa rök fyrir því að ég sé í love/hate sambandi við hárið mitt þessa dagana. Er alltaf á leiðinni í klippingu, en næ alltaf að finna mér eitthvað skemmtilegra að gera, eða þá að ég horfi í spegil og hugsi: "hey there sexy, það fer þér kannski bara vel að vera með smá lokka". 20 mín seinna fell ég á kné og ákalla almættið gráti næst, því ég þoli ekki lengur að vera með "allt þetta" hár. Ég ætlaði að klára málið á morgun, en frétti það út í bæ (án djóks) að ég ætti að vinna á morgun. Þannig lokkarnir fá að hanga, alla vega fram yfir helgi. Hver veit hvað gerist þá, skemmtilegt hvað líf mitt er mikið ævintýri.
| | 2 ummæli
Nohh þá eru bara komnar tvær einkannir í hús. Fékk 8 (eða 8.2) í tölvuteikningu. Grín áfangi og í raun má segja að ef maður fær ekki 10 reyndi maður ekkert á sig alla önnina. Svo línuleg Algebra, falláfangi (enda kenndur bæði vor og haust), meðleinkunn var 4,3 og ég NÁÐI MEÐ 7. Var sem sagt einn af þeim 38 sem náðu af þeim 100 sem byrjuðu áfangann:-). Núna er það bara að bíða eftir Greiningu burðarvirkja, er ekki jafn bjartsýn þar, enda misskildi ég 20% spurningu og gleymdi svo að klára aðra...En sjáum hvað setur, tek þá bara endurtekningarpróf í ágúst. En á samt svo skilið á ná, er með um 8 í meðaleinkunn fyrir verkefni þannig ég kann efnið vel. Mætti svo ekki í stærðfræðigreiningarprófið, bara ekki búinn að vera nógu duglegur í henni undanfarinn mánuð, þannig ég gerðist kærulaus, læri hana bara í sumar.
| | 0 ummæli
Svona á maður að gera þetta. Hafa húmor fyrir sjálfum sér.

Af kosningum o.f.l.

| | 3 ummæli
Sumarið er komið, eins og skáldið sagði. Síðasta prófið gekk bara ágætlega, en mikið pirrar það mig hvað kennararnir eru slungnir að spurja um þau smáatriði sem ég var ekki 100% viss á (sem var nú ekki mikið), en maður nær þessu svosem, þótt ég hafi alveg verið dugló að læró, þá get ég gert mikið betur. Kaus áðan og ákvað mig í kjörklefanum. GAT bara ekki sett X við Árna Djónssen, það er bara eitthvað við samfylkinguna sem ég fíla ekki, örugglega samblanda af nafninu og merkinu þeirra (já ég veit, ég er málefnalegur), Frjálslyndir eru bara fyrir fólk sem býr út á landi (Selfoss er ekki út á landi), svo er merkið þeirra líka ljótt, og afhverju frjálslyndir?, mér finnst þeir ekkert vera frjálslyndari en aðrir. Vinstri grænir eru bara of neikvæðir fyrir mig, og þeir vilja hækka skatta, eitthvað sem ég vil EKKI, þótt Steingrímur sé minn uppáhaldsstjórnmálamaður, þá er hann ekki í framboði í mínu kjördæmi. Ég átti því bara um tvennt að velja, B og I, setti exið við B-ið núna, vegna Bjarna Harðar. Verð að viðurkenna að mér þætti það skoðandi að kjósa fremur um fólk en flokka.
| | 0 ummæli
Fann eintakið mitt af WOW eftir margra daga leit, var meira að segja búinn að ásaka Heimi um að vera með hann. Freistingar í mínu lífi eru bara of margar um þessar mundir. Ég gæti laumast til að spila hann smá í dag, eða farið í sund og sleikt sólina, eða tekið því rólega og leigt mér spólu og pantað mér pizzu, en ætti í raun að vera undirbúa mig undir næsta próf sem er eftir viku, en vika er bara svo langur tími þegar maður er í prófum.
Hlaupin áðan gengu vel, þótt ég hafi farið jafn langt og síðast var þetta mikið erfiðara. Með þessu áframhaldi hleyp ég léttilega til hveragerðis í águst.
| | 2 ummæli
prófið í dag var mikið erfiðara en ég bjóst við. Var búinn að reikna próf sem kennarinn hafði búið til í fyrra og það var ekkert mál. Geri ráð fyrir að ná, en þá verður það ekki með nema 5-u eða 6-u. En sjáum hvað setur, kannski gekk mér betur en á horfðist. Þoli ekki þegar kennarar koma með einhvern hrylling sem er ekki í neinu samræmi við það sem við vorum að gera alla önnina. En núna er það greining burðarvirkja eftir 7 daga. Byrja á því fagi á morgun.
| | 0 ummæli
Jæja, fór út að hlaupa áðan, ætli ég hafi ekki verið í hálftíma, eða ég vona það alla vega, og haldiði ekki að kallinn sé allur að koma til. Formið er samt ekki komið og ég er ennþá í sýru allt hlaupið en get þó haldið haus. Fyrsta háskólaprófið á fimmtudaginn, smá spenna í gangi, en mér á örugglega eftir að ganga vel, búinn að kynna mér efnið vel í vetur, en kannski búinn að vera heldur slakur að læra undir sjálft prófið. Svo erum við fjölskyldan að ræða um að fara til danmerkur í lok Maí, með Norrænu og taka bílinn með. Keyra um danmörk og heimsækja ættingja. Það verður örugglega geggjað. Þangað til seinna.
| | 0 ummæli
7 ára bið á enda.
| | 4 ummæli
í gærkvöldi labbaði ég niður í sjónvarpsholið okkar og lagðist niður. Fullur slökunnar og friðar. Andaði djúpt og naut þess að hafa klárað öll verkefni dagsinns. Í von minni um skemmtilegt sjónvarpsefni og rólegt kvöld kveikti ég á sjónvarpinu. Og þá spurja sumir hvað hafi verið á dagskrá, hvað ákvað forstjórakallinn hjá skjá einum að sýna skuli þetta kvöldið á besta tíma? FÆÐINGU Á MANNSKEPNU! Barnið var um það bil að koma í heiminn þegar myndin kom á skjáinn hjá mér og aldrei á ævinni hefur mér brugðið jafn mikið, Fyrst trúði ég ekki alveg hvað ég var að sjá, horfði gjörsamlega stjarfur í nokkrar sek áður en ég gat ekki meir og hljóp að kassanum og slökkti. Þessi þáttur heitir víst "Fyrstu skrefin" og er einhverskonar barna-þáttur, þó ekki ætlaður börnum, eins og sást í gær. Nú mundu sumir segja: "Magnús minn, þetta er nú bara eðlilegasti hlutur í heimi, svona komst þú í heiminn". En mér er sama, get ekki ýmindað mér að nokkur vilji horfa á þetta, nema þá foreldrar barnsins (þó ég telji það líka ólíklegt). Næst geng ég úr skugga hvað er verið að sýna áður en ég opna sjónvarið.

LAUGARdagur

| | 0 ummæli
Já það er ekki hægt að segja annað en það sé kominn laugardagur. Byrjaði daginn á að vakna snemma og vekja bræður mína, veit ekki alveg hvaða kendir ýta undir að ég vekji þá alltaf þegar ég vakna á undan þeim um helgar, veit fátt skemmtilegra en að hoppa upp í rúm hjá fólki og vekja það. Síðan fór ég út að hlaupa, og guð minn góður hvað ég þarf að hlaupa í sumar. Formið er bara farið, þannig ég fór ekki langt, bara 20 mín túr og svo beint í sund. Það má í raun segja að ég sé að komast í sumardúndrið, vá hvað það verður gaman að vera búinn í prófum, byrja hlaupa, vinna og spila WOW aftur. Svo fer ég kannski til útlanders, er einnig kominn með lubba, og það er óþolandi, lýður eins og Jón Ásgeir. Núna ætti ég að vera læra en ég er ekki alveg að fá mig til þess alveg strax, byrja eftir hádegi.
| | 5 ummæli
Jæja, þá fer þessari skemmtilegu önn senn að ljúka, og þar af leiðandi próf on the next leiti. Alveg semi jákvæður gagnvart prófunum, meina næ alveg Línu, GreinBurð og TölTeikn, en ekki viss með StæGrein, eiginlega bara búinn að afskrifa hana, ætla einbeita mér að hinu og sjá svo hvað setur. Núna var ég að koma af enn einum grænmetisstaðnum sem mamma dró mig á, ég spurði hvort þeir væru með eitthvað kjöt inni á staðnum, skinkubita eða í raun bara eitthvað sem kom af einhverju sem hafði heila, Neipp ekki eitt gramm, þannig ég fékk mér eitthvað sem ég kann ekki að bera fram, svo sem ágætt á bragðið. Merkilegt hvað grænmeti getur verið gott ef það er meðhöndlað nógu mikið.
| | 0 ummæli
Var að pimpa upp myspace-ið mitt. Eina sem mig vantar núna eru fleiri vinir, þannig allir að adda mér sem eru með myspace...

myspace.com/megnusmar
| | 0 ummæli
mmmmm ekki þægileg nótt, reyndar alveg hræðileg bara. Ég byrjaði á því að fá að gista hjá ömmu og afa, sem var gott og blessað. Þegar ég kom svo heim frá Einari og Marie voru amma og afi sofnuð, þannig það var ekkert að gera nema toga svefnsófan út, en þá áttaði ég mig á því að ég þyrfti að taka svefnsófann inn í stofu til ég gæti opnað hann almennilega (þetta er ný íbúð og fluttningafólkið setti húsgögnin bara einhverstaðar), það tók ekki nema 15 mín með tilheyrandi svita. Þá hélt ég að björninn væri unnin og ætlaði ég að koma mér þægilega fyrir, en nei, sængurfötin, sængin og koddin sem amma lét mig fá voru öll út í einhverju gumsi sem ég vill ekki vita hvað var. Ég gat ekki notað fötin mín sem kodda né sæng því ég varð svo sveittur við að koma sófanum inn í stofu, þannig í góðmennsku minni vöðlaði ég saman dagblöðum í bónuspoka og notaði sem kodda, svo tók ég handklæði og notaði það sem sæng. Svo þegar ég var loksins búinn að koma mér fyrir í fósturstellingunni kófsveittur í svefnsófanum á brókinni einum fata, með dagblöð undir höfðinu og handklæði ofan á mér byrjaði afi gamli að hósta upp úr svefni, hann hætti ekki að hósta fyrr en hann vaknaði morguninn eftir:-)
| | 0 ummæli
Mamma og Pabbi fóru og komu frá færeyjum, það er víst voða gaman þarna og þeim langar að fara aftur í sumar. Komu með færesku dagblöðin heim til að við getum hlegið okkur í svefn næstu daga, mjög fyndið og áhugavert að lesa þau, maður skilur alveg 90%. Það áhugaverða er samt að við íslendingar höfum alltaf horft á færeyinga sem smá kjána, svona eins og þegar smábarn segir eitthvað, þá hugsar maður bara: "hehe þú ert nú meiri kjánin". Þetta er nátturulega túngumálinu þeirra að kenna, en það sem ég vissi ekki er að Færeyjingar horfa einnig á íslendiga sem "Smá kjána" og finnst alveg rosa fyndið að heyra okkur tala saman. Svo skal viðurkenna það fúslega að ég er ekki búinn að vera nógu duglegur að læra í páskafríinu, ohh well kannski þarf ég bara á hvíld að halda. Er t.d. búinn að snúna sólarhringnum alveg við, enda klukkan að verða hálf 6 og ég bara að skoða bloggsíður og blogga, ekki vitund þreittur, B manneskja hér á ferð. Hef svo mikið um að hugsa á kvöldin að ég finn varla tíma til að sofa:-)
| | 0 ummæli
Ég og mamma vorum að tala um fóbíur, hún tjáði mér að hún hafi eitt sinn verið með fóbíu fyrir kóngulóm en hafi svo sigrast á hræðslunni með að gera þær að vinum sínum. Núna er hún bara hrædd við ísbirni af því eitt sinn réðst ísbjörn á nokkra frændur hennar, tja ætli þeir séu ekki frændur mínir líka, ég spurði hvort hún ætli ekki að gera þá (ísbirnina) líka að vinum sínum svona fyrst þeir séu að deyja út, en hún var ekki viss. Páskafrí í næstu viku, svo smá skóli, svo próf og svo sumar. Þetta er ekki lengi að líða. Og til ykkar sem eruð að leita af skemmtilegum lögum til að hlusta yfir námsbókunum, eða einhverju öðru, þá mæli ég með Mika, geggjaður.

Besti Kaffibolli minnar ævi

| | 0 ummæli
Ái hvað ég var að drepast í morgun, sjaldan eða aldrei verið jafn þreyttur. Fór þess vegna á þjóðarbókhlöðuna í leit að kaffi, kom ég ekki upp á svona exspressó dæmi. Pantaði þrefaldan og saup, ógeð á bragðið en, 5 tímum síðar, ég er ennþá vakandi, glaðvakandi. Aldrei hefur kaffi haft jafn góð áhrif á mig og þess vegna vart þetta besti kaffibolli minnar ævi.
| | 3 ummæli
Shiiiii var nýja myndin með Eddi M var leiiiiðððinnleg, minnti mig frekar mikið á Big Momma's House eða hina myndina, man ekki hvað hún heitir, grínmynd um einhverja gamla konu sem er leikinn af karlmanni, sem er einmitt líka höfundur handritsins og leikstýrir henni líka. Ég vil setja þessar þrjár myndir í sérstakan flokk í kvikmyndasögunni. "Gamlar-konur-leiknar-af-karlmönnum-myndir". Stundum skil ég bara ekki bandaríkjamenn, gaurinn sem lék gömlu konuna í myndinni sem ég man ekki hvað heitir, kom í Opru og var að segja frá hvað myndin hans væri frábær og Opra var að tala um hvað myndin væri ógeðslega fyndin, frumleg og vel leikin. Svo bað hún hann um að fara með einhverja setningu úr myndinni, sem var ekki neitt fyndin, og allir dóu úr hlátri, sumir grétu af gleði. og það eina sem hann sagði var "úuuuuuu....I´m a oooooollldd lady!". Ég grét með þeim, en ekki gleðitárum. Ég sá þessa mynd um daginn og þá endalega skildi ég ekki bandaríkin, án efa leiðinlegasta mynd sem ég hef horft á, og óhemju óleikinn mynd. Hvað gerðu bandaríkin, jú þeir bjuggu til framhaldsmynd.

Sem mininr mig á að ég ætla horfa á FGump á morgun, það er sko góð mynd.
| | 6 ummæli
OK Svana, ég hef bara svo mörgum hnöppum að hneppa. Bloggið hefur þess vegna orðið soldið úti, en núna er það 3x færslur á viku, hið minnsta. (Og fyrir áhugasama er ég kominn með síma aftur, endilega sendið SMS á númerið 6901938 með nafni til ég geti haft ykkur í símaskránni minni)
Ég er stundum að læra á þessaðri blessaðri bókahlöðu, er alltaf þar sem tölfurnar eru á 2. hæð. og það er alltaf sama fólkið þarna dag eftir dag. Það er nánast hægt að segja að maður eigi sér sinn stað og kannist við flesta sem eru þarna. Einnig er nánast óþægileg þögn á þessum stað, og allir voðalega sokknir, hver í sína bók. En þar sem ég stend oft upp til að teygja á táslunum mínum veit ég að þeir sem eru með ferðatölfur með sér (sem eru flestir) eru bara á MSN og lesa á milli þess sem hinn aðilinn er að skrifa til baka. Svo gafst ég upp á Strætó. Ég geng núna heim úr skólanum, þótt það taki mig hátt í klukkutíma. Það tók mig hvort sem er allt frá 30 til 45 mín að taka strætóinn heim þannig að ég er ekki að missa af miklu, hvað tíma varðar. Svo er ekki það mikið eftir af þessari önn, ég er í prófum 3, 11 og 14 Maí, sennilega besta próftafla allra tíma, veit um fólk sem er í þrem prófum á þrem dögum...En þangað til seinna
| | 5 ummæli
bíddu, núna veit ég ekki alveg hvað ég á að gera sko. Ég fór inn á þetta myspace dæmi, og fyllti út fullt af formun og allt það, en var ekki beðinn um að velja mér neitt sérstakt notendanafn...Þannig núna er ég Mr.159805608 á myspace, átti maður ekki að geta valið þetta eittvað?

http://www.myspace.com/159805608
| | 0 ummæli
Jæja, ætli maður verði ekki að fullnýta daginn á morgun undir lærdóm. Gerði lítið í dag, en ætlaði að gera mikið. Þið vitið hvernig þetta er, maður er duglegur við að finna sér eitthvað að gera þegar maður á að vera gera eitthvað allt annað. Kýkti á Rocky áðan og hún var svo sem ágæt sem Rockymynd, en að sjá Stalón gráta er eitthvað sem ég hélt ég mundi aldrei sjá. Hann lék það svo hræðilega að maður grét með honum. En Rockylagið og allt það kveikti í manni, ég ætla alla vega að finna mér tíma til að fara út að skokka á morgun með lagið í ipodnum. Sem minnir mig einmitt á það hvað ég er ekki búinn að hreyfa mig í langan tíma, en á morgun byrjar það, sleppi því að horfa á sjónvarpið í bænum og fer út að hlaupa í staðinn. Ekki hafa hátt um það en ég held við séum að tala um 3 kíló eftir að ég "flutti" í bæinn, og það í plús. Annars er skólinn alveg að gera sig, stægreiningin er sick erfið og hitt lala, er samt bara í 12 einingum en hef nóóóg að gera, hvernig verða þá 15 einingar á næstu önn?
| | 4 ummæli
Já það er sko mikið að gera hjá mér. Er að byrja hreyfa mig aftur á morgun, þetta snýst allt um að skipuleggja sig vel. Vakna 07:00 skóli til 13:00, þjóðarbókhlaða til 18:00, hreyfing til 19:00, matur 19:30, sjónvarp og slökun til 20:30, lærdómur til 22:00. Sofa 22:10. Svona verða næstu dagar og vikur, ætla ekki einusinni að koma heim um næstu helgi. Ég bara nýti ekki tímann hérna heima nógu vel, geri það örugglega betur í bænum. En annars er háskólalífið að venjast, og þótt mér gangi "allt í lagi" þá gæti gengið betur í stærfræðigreiningu, hin fögin eru skárri, og skemmtilegri. Er farinn að huga að sumarvinnu, sundlauginn kallar, en maður er yfirleitt búinn um hádegi hjá póstinum...Allt spurning um hvort ég vilji eiga pening eða tíma í sumar. Kannski er tími verðmætari. Síminn minn er ennþá dáinn og jarðaður, ætlaði að kaupa nýjan í dag en fann mig ekki knúinn til þess. Kannski í næstu viku, hver veit....
| | 4 ummæli
Hey, hvað með að stofna nýja sjónvarpsstöð sem sérhæfir sig í að fjalla um Birgið til þess að við hin sem höfum bara ekki áhuga á Birginu og málefnum þess getum horft á fréttirnar?
| | 0 ummæli
Jæja, klukkan 18:15 og ég var að koma heim úr skóla lífsins, eins og ég kýs að kalla hann. Ég er ekki farinn að geta setið í klukkutíma við lestur án þess að standa upp, en það kemur vonandi. Þarf alltaf að standa upp á 20 til 30 mín fresti og labba um bókasafnið og slaka á. Ég er, svo ég viti til, sá eini sem gerir þetta af þeim eru eru þarna inni á daginn, sem mér finnst skrýtið. Ég komsta annars í bobba í dag þegar ég var að skila dæmum í læst hólf hjá kennara. Reyndi að kýkja inn um gatið á hólfinu (smá rifa) til að sjá hvernig hinir hefðu tæklað dæmin, hefði alveg gengið ef hólfið hefði ekki verið 10 sm frá gólfinu og ég ekki þurft að vera á fjórum fótum með nefið nánast inni í rifunni, einnig hefði verið hentugt ef kennarinn hefði ekki komið að mér á meðan ég var að framkvæma þetta allt saman. En sem betur fer er hann léttur í lund og fannst þetta bara skondið:-D
| | 3 ummæli
Gaman að sjá myndina af okkur Hjalta þegar við erum að afhenda Laufey málverkið sem við máluðum handa henni. Okkur finnst þetta svo fyndið, enda málverkið sorglega ljótt og allt of stórt til þess að fólk geti haft það á stað sem lítið ber á. Hvar ætli þetta málverk endi í framtíðinni? Sé Laufey ekki fyrir mér henda því. Lalli vildi hengja það upp í stofunni en Aldís tók það ekki í mál. Niðurstaða: Lalli er húmoristi og Aldís er skynsöm

Muniði eftir því þegar ég skrifaði um Duran Duran gaurinn? Alla vega, hann las það sem ég skrifaði og sárnaði eitthvað. Ég las það aftur yfir og fannst það alls ekki móðgandi, enda var áætlunin alls ekki að særa einn né neinn. Mér finnst hann bara fyndinn gaur sem ég væri alveg til í að kynnast. þannig ef þú ert að lesa þetta kæri Duran Duran, þá byðst ég afsökunnar...
| | 5 ummæli
Núna veit ég hvar gamla fólkið heldur sig þegar það er ekki í strætó, sundi eða að horfa á spaugstofuna. Það er auðvitað á þjóðarbókhlöðunni. Hérna er allt morandi í þessu (gömlu fólki) og ekki sýnist mér það vera gera eitthvað sérstakt. Gengur milli bókahillna og skoðar, situr með tímarit og les. Svo er alltaf hópur í matsölunni. það mætti segja að aldur þeirra sem sækja hingað, strankt til tekið sé frá 18 upp í 27 og svo frá 67 og upp úr. Annars er ég geðveikt duglegur eftir að ég gerðist háskólamaður, ég vaknaði t.d klukkan 7 í morgun, þótt ég þyrfti ekki að mæta fyrr en 11:40. Mættur upp á bókasafn klukkan 10:00. Fer að sofa um 23 á kvöldin...Annars er ég farinn að læra
| | 3 ummæli
Klukkutími og korter tók mig að taka strætó frá Hí og heim til afa og ömmu, ég hefði gengið þetta á klukkutíma. Annars eru fyrstu dagarnir sem verkfræðinemi búnir að vera skemmtilegir. Þetta er ekki alveg komið á fullt en maður fer nú samt upp á bókasafnið og lærir þangað til það lokar eftir skóla, sem er búinn um hádegi á má, þri og mi. Þetta er mjög erfitt en þó skemmtilegt. Svo lærir maður eftir kvöldmat þangað til maður nennir því ekki lengur svona 10. Sumir kennarnir eru samt ekki alveg að átta sig á því að maður var bara að byrja því í greiningu burðarvirkja talaði kennarinn um hvað við værum öll orðin góð í forritun eftir síðustu önn og hann ætlaði að hafa eitthvað þannig verkefni í áfanganum. Það verður skemmtilegt að sjá hvað kemur frá mér þá...Ég ætla pottþétt að koma heim um helgar, því maður saknar sundlaugarinnar og náttla Pulló. Markið annarinar er að ná öllu, og helst að ná því eins og Gummi matt gerði, 8 í meðaleinkunn.
| | 2 ummæli
Klukkan er hálf sjö að morgni 6 janúar og Magnús er vakandi. Er kominn með allar bækurnar og byrjaður að lesa í sumum þeirra. Meira að segja búinn með tvö kafla í Calculus-A complete course og þar með ekki alveg jafn stressaður fyrir þessu öllu saman. Ég verð sem sagt hjá ömmu og afa þangað til í Mars, svo fer ég...eitthvert. En það bjargast. Hélt smá partí áðan og það tóks vel, fékk flottar gjafir og allt. Það var orð á mönnum að þetta hefði verið mjög sérstakt partí þar sem við byrjuðum á því að drekka heitt kakó og borða súkkulaði kökur, síðan í sund, og svo Pizza og spjall inn í stofu. Þetta tók um 7 tíma. En núna veeeerð ég að fara sofa, búinn að snúa sólarhringnum aftur við.

Nokkrir þeirra sem mættu.
| | 0 ummæli
Þetta myndband er það fyndnasta sem ég hef séð.
| | 1 ummæli


Hef verið að stúdera nýju stundatöfluna mína. Ég er bara í tveim tímum á Mán og einum á Þri. Gamanið heldur áfram á Mið því þá er ég, you guest it, einum tíma. Ég verð svo að halda vel á spöðunum á Fim því þá er ég í heilum þrem tímum:-O. Svo eru það aftur tveir tímar á FÖ. En þetta eiga víst bara að vera drög þannig ég er ekki farinn að hoppa hæð mína ennþá. En þetta verður erfitt, það veit ég.
Svo náði ég að snúa sólarhringnum aftur við (Hann er sem sagt orðinn réttur aftur, eða næstum)