Af kosningum o.f.l.

| |
Sumarið er komið, eins og skáldið sagði. Síðasta prófið gekk bara ágætlega, en mikið pirrar það mig hvað kennararnir eru slungnir að spurja um þau smáatriði sem ég var ekki 100% viss á (sem var nú ekki mikið), en maður nær þessu svosem, þótt ég hafi alveg verið dugló að læró, þá get ég gert mikið betur. Kaus áðan og ákvað mig í kjörklefanum. GAT bara ekki sett X við Árna Djónssen, það er bara eitthvað við samfylkinguna sem ég fíla ekki, örugglega samblanda af nafninu og merkinu þeirra (já ég veit, ég er málefnalegur), Frjálslyndir eru bara fyrir fólk sem býr út á landi (Selfoss er ekki út á landi), svo er merkið þeirra líka ljótt, og afhverju frjálslyndir?, mér finnst þeir ekkert vera frjálslyndari en aðrir. Vinstri grænir eru bara of neikvæðir fyrir mig, og þeir vilja hækka skatta, eitthvað sem ég vil EKKI, þótt Steingrímur sé minn uppáhaldsstjórnmálamaður, þá er hann ekki í framboði í mínu kjördæmi. Ég átti því bara um tvennt að velja, B og I, setti exið við B-ið núna, vegna Bjarna Harðar. Verð að viðurkenna að mér þætti það skoðandi að kjósa fremur um fólk en flokka.

3 ummæli:

Laufey Sif sagði...

Nohh og ég sem hélt að það væru bara austfirðingar sem kysu XB :)

Jóna Þórunn sagði...

"Fyrirgefiði krakkar mínir hvað ég var fullur!" er eina sem ég hef heyrt Bjarna Harðar segja að viti.

Magnús Kristinsson sagði...

ÚFF var búinn að gleyma því:-/