| | 2 ummæli
Ég vissi ekki að maður þyrfti að vera í fullri vinnu til að gera útskrifast. 10.000 kall hér, 11.000 kall þar. Ég eyði örugglega svona 30.000 kalli á morgun og þar af er 20.000 bara útskriftarrugl eins og útskriftarhattinn og einhverja múteringu sem ég á víst að klæðast síðasta daginn í skólanum. En maður útskrifast bara einu sinni úr F.Su þannig að maður sættir sig alveg við þetta. Fékk svo mail frá háskólanum, þeir eru eitthvað á báðum áttum með að hleypa fólki eins og mér (fólki sem útskrifast um áramótin) inn eftir áramót þannig að það eru smá líkur á því að ég geti ekki byrjað fyrr en næsta haust. Ef svo verður græt ég það ekkert, finn mér bara eitthvað skemmtilegt að gera í 6 mánuði. Annars var ég ræsir á sundmóti áðan. Það var gaman, þótt ég hafi stundum getað ræst betur. Fór svo í pottinn og synti smá. Stundum vildi ég að Erlingur sögukennari tækji tímanna sína upp á video og seldi. Hann er rugl skemmtilegur.
| | 6 ummæli
Vissuði að ég kannast svolítið við Lay low? Fór með henni til Svíðþjóðar (og mörgum öðrum) fyrir mörgum árum. Var að kaupa diskinn hennar og hann er geggjaður. Svo var ég að koma úr roadtripinu mínu og er mjög þreyttur. Langt síðan ég hef skemmt mér jafn vel yfir helgi. Þótt það hafi tekið um 9 tíma að keyra til Egilsstaða þá fannst manni það bara gaman. Mikið hlegið og talað. Afmælið sjálft var uppfullt af furðufuglum, t.d Duran Duran gaurinn sem væri hægt að skrifa bók um. Hann mætti með stelpu í afmælið sem var með nákvæmlega eins klippingu. Gaurinn mætti í hvítum jakka með Selfoss brúnku dauðans. Dýrka maninn. Svo var þarna líka stelp sem kallaði okkur strákana lúða af ástæðum mér ókunnum. Hún var líka alltaf að klóra sér í rassinum sem var mjög fyndið. Við leigðum okkur crib fyrir utan Egilsstaði sem var þægilegt. Vonandi gerum við þetta aftur fljótlega. Hérna eru myndir .
| | 0 ummæli
Ég
| | 1 ummæli
Ég, Heimir og Hjalti ætlum að skella okkur hringinn um landið um helgina. Leggjum af stað á eftir og verður fyrsti viðkomustaður okkar Egilstaðir, heimabær Laufeyjar. Hún er einmitt að halda upp á afmælið sitt á morgun í einhverjum bát. Verður örugglega gaman. Ég er ekki byrjaður að taka mig til, enda ætla ég að halda fast í mínar hefðir og gera það á leið út úr húsi. Ég hefði samt viljað gera þetta að smá keppni, taka bara með okkur 1000 kall á mann, fyrir utan bensínpeninga, eitt brauð, hreinar nærbuxur, og vasahníf. Þarf líka að raka mig og helst fara í klippingu áður en við leggjum af stað, klukkan 9 nota bene, sem mér finnst soldið snemma. En ekki sumum.
| | 0 ummæli
Svona syng ég...
| | 3 ummæli
Er virkilega svona kalt úti? í minninguni eru 2 gráður aðeins heitari en raun ber vitni. Nýja vetrarúlpan er þess vegna að gera góða hluti um þessar stundir. Hún hefur samt sýna galla...Verð alltaf að taka niður hettuna þegar ég labba yfir götu af því ég sé varla neitt með hana uppi, en þetta er vetrarúlpa en ekki útsýnisúlpa þannig að ég þakka bara fyrir að eiga hana.
Friðfinnur kom að mér syngjandi lagið "74-´75" og sagði að ég væri ágætis sögnvari, gaman af því....

Núna í spilun:74-'75 by The Connels
| | 0 ummæli
Eftir að hafa verið að hlusta á Bach, Mozart, Beethoven og Vivaldi í nokkra daga, vegna verkefnis í skólanum, langar mig gegt að læra á píanó, og sé eftir eftir því á sama tíma að hafa hætt tónlistarnámi forðum daga vegna íþróttaiðkunnar. En á hinn bógin væri ég feitur og ljótur í dag hefði ég lagt íþróttir upp á bátinn (hef aldrei skilið þennan frasa, hvaða bát???). you win some, you loose some....
| | 2 ummæli
Er ykkur ekki farið að hlakka til jólana? Lá yfir söguverkefni til eitt í nótt, fékk svo 10 í dag fyrir. Erlingur sögukennari hóstaði alveg rosalega mikið meðan við vorum að flytja verkefnið og ég hugsaði "nei nei nei ekki vera deyja núna, þú gefur alltaf svo hátt fyrir verkefni". En hann dó ekki, bara búinn að vera með einhverja pest í nokkra mánuði. Fór líka á Mýrina um helgina. Skrýtið að sjá pabba á tjaldinu, hann sagði meira að segja heila setninu og var í mynd þvílíkt lengi. Mæli með að fólk lesi bókina áður en það sér myndina, ég skildi alla vega takmarkað söguþráðin, svo var alltaf verið að reyna útskýra fyrir manni hver var hver og hvar hann var Þegar þetta og hitt gerðist, hvar það gerðist og hvernig. Svo var farið fram og baka í tíma aðeins of geist. Ég var alla vega mjööög ringlaður. Mamma reyndi eitthvað að útskýra fyrir mér ( hún er búin að lesa bókina) og þá varð ég bara meira ringlaður. Hefði verið best að hafa kannski þrjú eða fjögur hlé þar sem allt var útskýrt, hvaða ár var og svona...Ætla ekki að lesa bókina, á mjög erfitt með að finna mér bækur sem ég nenni að lesa, ég lá yfir grafarþögn, og feldi tár þegar ég var búin með hana, alveg geggjuð bók og Samúel var ágæt...Svo einhver bók eftir gaurinn sem var í landsliðinu í fótbolta og er núna rithöfundur, lítur alltaf út eins og ken, man ekki hvað hann heitir. Kannski maður reyni við Kleifarvatn aftur, sem ég gafst upp á af því mér fannst ekkert gerast í henni.
| | 2 ummæli
Ég kom að ís í eldhúsinu, greip hann og hljóp upp til mín og borðaði þangað til hann var no more. Svo var ég að fatta að ég er með innbyggða myndavél í tölvunni!
| | 1 ummæli
Tók einn fegurðarblundó í hádeginu og á meðan hringdi yfirkonan í mig og bað mig um að vinna, ég sagði já, eða meira "jááááaaaáaa" enda var milli svefns og vöku. Vissi svo ekki hvort þetta hafði verið draumó þegar ég vaknaði, en kom samt við í sundlauginni á leið heim úr skóló, og spurði eins og hálfviti hvort ég væri á réttum staðó, og rétt eins og mig hafði grunað átti ég að vinna...Svo var nýja þáttaröðin af Little Britain í sjónvarpó áðan, gegt fyndið.
| | 6 ummæli
maður verður að passa sig þegar kemur að tölvuleikjum, meira ávanabindandi heldur en kaffi. hlóð niður Quake 4 af netinu og er bara húkt. alveg geggjað að lökkva ljósið og dýfa sér inn í Quake heiminn, þarf reyndar stundum að taka mér hlé að því ég verð stundum svo hræddur, svo raunverulegur er hann. komst af því áðan að ef ég hreyfi mig ekki losna ég ekki við svitalyktina af mér, fór í sund í gær án þess að hreyfa mig og það var alveg jafn vond lykt af mér þegar ég kom upp úr, vaknaði meira að segja í morgun og "ojj hvaða lykt er þetta". Svo þegar ég var að vinna verkefni með einni stelpu í skólanum sat hún óeðlilega langt frá mér og þegar við vorum búin með verkefnið stóð hún upp og hálf hljóp í burtu, skil hana mjög vel ...en núna áðan, eftir að ég var búinn að taka hlaup og fara í pottinn, ylmaði ég eins og lítill sætur kleinuhringur á sólríkum sumadegi.
Núna í spilun: Seven Days In Sunny June by Jamiroquai
| | 6 ummæli
Er farin að huga að jólakortum þetta árið. Er að spá í að fara ótroðnar slóðir og hafa þetta gagnvirkt. Senda þá öllum bara slóð og aðgangsorð í pósti. Eða bara áritaða mynd af sjálfum mér, þarf að leggjast í smá breinstormíng. Ætla reyna hafa það sem allra best í dag og horfa á Apollo 13 aftur, sofnaði yfir henni í gær sko. En hafiði tekið eftir því hvað það er gott að sofa yfir bíómyndum? Sef þó sjaldan í bíó, reyndar bara einu sinni gerst og það var á Lord Of The Rings 1, samt ekkert slæm mynd.
Svo finnst mér ökumenn almennt geðveikari í RVK heldur en út á landi, hef verið að keyra smá í bænum undanfarið og það er alltaf verið að biba á mig af ástæðum mér ókunnum.


Núna í spilun: Cripple and the Starfish by Antony & The Johnsons
| | 5 ummæli
Ég áttaði mig á því áðan að ég er ekki þessi krakka týpa. Var sem sagt að þjáfa 6 ára krakka og áttaði mig á því þegar 15 mín voru liðnar af æfingunni að sum þeirra voru ekki synd. Þau voru eitthvað um 20 talsins og ég náði að halda athygli 6 þeirra, hin svöruðu mér ekki einusinni þegar ég spurði þau til nafns, litu bara undan eða fóru í kaf. Ef ég sagði "synda 4 ferðir bringusund" " heyrðu þau "Leika sér og tosa í hárið á næsta manni og láta eins og þið heyrið ekki í mér þegar ég kalla á ykkur". Svo þegar mér tókst að fá flesta að bakkanum þurfti ég að fara og sækja hin sem voru að leika sér út í laug, þegar ég kom til baka voru allir farinir að kafa eða í eltingaleik. Aldrei upplifað annað eins, þetta var meira "ég að öskra og fá enginn viðbrögð" heldur en sundæfing. Stundum var eins og ég væri ekki á staðnum. Aldrei aftur, eða jú ég á að kenna þeim aftur á mánudag, en þá verð ég vopnaður flautu. Vona það hjálpi.
| | 3 ummæli
Ég hef svo mikið að gera næstu daga að það er eiginlega óþægilegt. Maggi Tryggva bað mig um að þjálfa fyrir sig fram á mánudag, eitthvað um 7 eða 8 æfingar! Svo er ég að vinna í sundlauginni á morgun (nota bene eftir tvær æfingar í hveró). það þýðir að ég hef lítinn sem engan tíma til að eyða með nýju ástinni minni, (vá hvað ég væri sorglegur ef að nýja ástin mín væri stelpa og ég væri að tala um hana hér og kalla hana "ástina mína"). En ástin mín er tölva. Var nebbla að fá mér glænýjann 24" imac og hann er klikk, skjárinn er svo stór að ég þarf aldrei framar að skipta um ljósaperu í herberginu mínu, hann lýsir allt herbergið upp og næstum alla efri hæðina í húsinu. Fór að hlægja þegar ég tók hann úr kassanum, skjárinn er næstum jafn stór og borðið sem hann er á. En það voru hlaup áðan sem staðfestu að ég er að komast í form, Þarf bara að slaka á í sætindum og krúðeríi.

Er að hugsa um að skipta um síðu, samt ekki viss...
Hvernig er sú nýja? (í vinnslu samt)

http://web.mac.com/megnus/
| | 7 ummæli
Mig langar svo að halda vondumyndakvöld. það er nebbla alveg jafn gaman að horfa á mjög vonda mynd eins og það er að hora á góða mynd, eða það finnst mér alla vega. Santa with Muscles væri frábær kandítat, örugglga alveg hræðileg mynd. Einnig American Ninja 3: Blood Hunt
| | 0 ummæli
Helgi dauðans búin. Byrjaði á útburði fyrir sunddeildina. Ákvað að slá tvær flugur í einu höggi og hlaupa með blöðin milli húsa, og fá þar með líka hreyfingu út úr þessu. Gekk betur en ég vonaði þótt ég hafi hrætt suma þegar ég kom hlaupandi upp að húsunum í svörtum fötum með lambúshettu á hausnum...Ætlaði líka að sækja nýju tölvuna í bæinn um helgina en hún verður ekki tilbúin fyrr en á mánudag, smá bömmer. Ætlaði að enda þetta á bíóferð með Tryggva, en fékk ekki bíl í bæinn.

| | 2 ummæli
Pabbi gaf mér flotta og vandaða stílabók í gær. Ég spurði hvað ég ætti eginlega að gera við stílabók, hann sagði að ég gæti til dæmis skrifað mín eigin ljóð í hana eða búið til alskonar lista. Ég er ekki mikið að skrifa ljóð þannig að núna nota ég hana til þess að búa til lista, ekki kominn með neinn lista ennþá samt.
| | 7 ummæli
Ég varð að hemja reiði mína í dag þegar ég fékk 0 stig fyrir dæmi á prófi sem ég reiknaði rétt. Talaði við kennarann og hann neitaði að gefa mér nokkuð fyrir það vegna þess að ég notaði aðra og einfaldari aðferð en hann. Skil ekki svona pólitík, rétt lausn er rétt lausn og það á ekki að refsa fólki fyrir að vera gáfað. Hefði alveg sætt mig við að fá alla vega helming fyrir dæmið (eins og maður sem sættir sig við að vera saklaus í fangelsi í 20 ár í stað þess að vera tekinn af lífi) en nei, ég fékk jafn mikið fyrir svarið mitt og górilla hefði fengið fyrir sitt svar. Stundum skil ég ekki fólk.