| |
Vissuði að ég kannast svolítið við Lay low? Fór með henni til Svíðþjóðar (og mörgum öðrum) fyrir mörgum árum. Var að kaupa diskinn hennar og hann er geggjaður. Svo var ég að koma úr roadtripinu mínu og er mjög þreyttur. Langt síðan ég hef skemmt mér jafn vel yfir helgi. Þótt það hafi tekið um 9 tíma að keyra til Egilsstaða þá fannst manni það bara gaman. Mikið hlegið og talað. Afmælið sjálft var uppfullt af furðufuglum, t.d Duran Duran gaurinn sem væri hægt að skrifa bók um. Hann mætti með stelpu í afmælið sem var með nákvæmlega eins klippingu. Gaurinn mætti í hvítum jakka með Selfoss brúnku dauðans. Dýrka maninn. Svo var þarna líka stelp sem kallaði okkur strákana lúða af ástæðum mér ókunnum. Hún var líka alltaf að klóra sér í rassinum sem var mjög fyndið. Við leigðum okkur crib fyrir utan Egilsstaði sem var þægilegt. Vonandi gerum við þetta aftur fljótlega. Hérna eru myndir .

6 ummæli:

Jóna Þórunn sagði...

Þið hefðuð nú alveg mátt koma við hjá mér, ég bít ekki.

Magnús Kristinsson sagði...

Fórum ekki hringinn, komum bara sömuleið til baka:-(

Jóna Þórunn sagði...

Ah, ok.

Nafnlaus sagði...

Þið voruð fyndnir....ég var bara fullur...takk fyrir kvöldið!!!

Laufey Sif sagði...

Hehe!! :D Snilldarhelgi í alla staði.

Nafnlaus sagði...

er það bara ég eða lít ég hræðilega út á öllum myndunum :D