| | 1 ummæli
Var að átta mig á því að auðvitað má þvo hnetur. Er yfirleitt með hnetur upp í skáp, og borða þær yfirleitt þangað til ég ég fæ ógeð af saltinu, en núna í kvöld tók ég mig til og þvoði af þeim saltið, og þær bragðast mikið betur.
Prófin eru að byrja, ætli ég læri ekki á selfossi fyrir þau, þarf að læra meira núna en áður, þar sem ég hef t.d. ekki opnað efnafræðibókina ennþá. Hef bara verið svo upptekin við samfeldraraflfræðina, og greiningu IIIB. Klára svo prófin 19. des, eins og í fyrra að ég held. Hvað langar mig í jólgjöf? Aldrei þessu vant langar langar mér ekki í neitt, alveg ótrúlegt, ekkert sem þú gætir komið með sem mig langaði í, ekki allir peningar í heiminum, ekki neitt. Langar bara að eiga róleg jól á Selfossi, fara í sund á hverjum degi, og horfa á góðar kvikmyndir.

Útrásarsaga

| | 0 ummæli
| | 2 ummæli
Ég var að uppgvöta Mammút í Kastljósinu áðan. Afhverju var enginn búinn að láta mig vita af þessari hlómsveit???
Hún er alveg að gera sig, var að kaupa Karkari plötuna þeirra, núna í þessu á iTunes Store, og er alveg stór hrifinn.
Einmitt það sem mig vantaði á iPodinn!
| | 0 ummæli
OKOKOK, ég hef ekki verið sá allra aktívasti, en núna tek ég mig á, trúið því:-D

Hvað er ég að gera???
Jú, ég er ennþá í HÍ að læra verkfræði, það gengur bara vel, maður er alveg að ná prófunum. Er kominn á Skerjagarð, með smá íbúð, þar sem ég bý einsamall. Mjög skrýtið að búa bara einn, koma heim til sín og það eina sem tekur á móti manni er uppvaskið frá því í gær. Þótt ég þurfi ekki að vaska mikið upp þar sem ég borða aðalega skyr.is, gulrætur og safa, svo kemur ein og ein pizza inn á milli. Ég er núna búinn að safna skyr.is dósum í 2 vikur, og so far samanstendur safnið af 44 dósum!
Fór að synda í kvöld til að skera aðeins af bumbuni, fór í vesturbæjarlaugina, og varð fyrir smá vonbrigðum. Sturtan (það var bara ein sturta í útiklefanum) virkaði ekki, svo þegar útí var komið var laugin frekar heit. Hélt það væri betra að hafa laugar kaldar, svona til að fólk liði vel þegar það væri að synda, en ég gat ómögulega synd í þessum hita. Ætla samt ekkert að gefast upp á þessari laug sko, fer aftur á morgun og vona það besta.
Svo er ég í vandræðum með innkaup. Ég er nebbla ekki með pott, né pönnu. Þannig að allt sem ég kaupi, þarf ég að geta borðað hrátt, eða hitað í örbylgju. Einnig get ég ekki blandað saman hlutum því ég á bara glös og diska, þannig að innkaup síðustu vikna hafa verið soldið lituð af þessum takmörkum (skyr.is hér að ofan t.d.). Einnig er ég bara með eitt handklæði sem ég nota í allt, sem gerir það að verkum að ég tek það stundum með mér í sturtuna og við þvoum hvort öðru:-D læt það svo á ofn á eftir, og viti menn, það er orðið hreynt daginn eftir!!!