| | 3 ummæli
varð að vakna klukkan 4:30 í nótt til að skutla pabba út á flugvöll, hann keyrði reyndar þangað og ég sat við hliðin hans milli svefns og vöku. vorum um 25 mín í bæinn og 25 mín þaðann til Keflavíkur, ágætis meðalhraði. Kom við hjá Heimi á leiðinni heim og fórum við í morgunkaffi í kaffivagnunum við höfnina, nettur staður og einkennileg lykt þar inni, en maturinn ágætur. var svo kominn á Selfoss um 8. Hlaupin eru að koma aftur, fór um 8 km í gær og var mjög sáttur, en smá þreyttur. Þarf að vinna í dag, þannig að ég fer aftur á morgun, þá líklega aftur 8 km. Svo fer þetta að lengjast þegar ég fæ ipod-inn úr viðgerð. ætla núna að leggja mig, enda fékk ég 3 tíma svefn í nótt.

Núna í spilun: Hate to say i told you so by The Hives


| | 3 ummæli
Bjarki alltaf hress.
| | 0 ummæli
Byrjaði á því að sofa yfir mig í morgun, í fyrsta skpti á þessari önn. Fór frekar fúll á fætur um 10 og beint út í skóla, ekki einusinni með skólatöskuna. En það slapp...Komst svo loksins út að hlaupa eftir viku kvef með tilheyrandi hósta. Fór reyndar ekki langt en ég fór þó út. Kom svo við í heitapottinum. Er að reyna koma mér til að kýkja yfir söguverkefni en ætli ég láti það ekki bíða eitthvað fram eftir kvöldi...Fyrst ætla ég að horfa á þáttinn um stelpurnar sem búa saman og eru í keppni um hver sé módelust.
Núna í spilun: This Time by Starsailor
| | 4 ummæli
Ég var með þessum strák í skóla. Hann heitir Bjarki.
| | 0 ummæli
Ég er orðinn veikur, kominn með kvef. Mér finnst það samt ekkert leiðinlegt, það er ákveðinn sjarmi yfir því að vera "sá veiki" á heimilinu. drekk bara heita drykki og slappa af. Mæti samt í skólann, þótt horið renni bókstaflega úr nefinu, reyni að sníta mér en ekkert kemur. Mamma og Pabba koma heim í kvöld, eða það held ég alla vega, svo pantaði ég mér nýja tölvu áðan, hún kemur eftir tvær vikur, þá á ég tvær sem er tvöfalt betra heldur en að eiga eina.
| | 0 ummæli
Ekkert mál er geggjuð mynd. Maður fylltist bara þjóðarstolti.

Núna í spilun: Ekki Nema Von by Sálin Hans Jóns Míns
| | 2 ummæli
Amma mín er í heimsókn, blessunin. Farin að vera smá gelymin. Ég heiti "þú þarna" og svo þegar hún er að tala við mig þarf einhver annar að túlka það sem ég sagði af því ég tala svo hratt og hún skilur ekki hratt tal, en ég reyni samt að tala hægar, en hún skilur þá bara minna. Hef verið að downloada lögum með Jay Z eftir að ég sá Miami Vice og þótt ótrúlegt sé þá er ég bara að fíla kappann ágætlega, samt er ég ekki vanur að hlusta á hipphopp, en allt hefur sínar undantekningar. Vinna á morgun og chill á sunnudag.
Núna í spilun: Numb Encore by Jay Z
| | 2 ummæli
Þorsteinn kennari kallaði mig Bjarna þrisvar í röð í dag, svo um daginn spurði´ann mig hvort ég héti ekki alveg örugglega Kristján, ég sagðist vera Kristinsson en héti samt Magnús. Mamma og Pabbi fóru til Rússlands í nótt, til þess að skoða gamlar kirkjur í viku. Vona bara að þau komi með MnM heim, sem ég gæti þá tekið og flokkað eftir þyngd hverrar MnM kúlu, svona til að fylla upp í allann þennan frítíma sem ég hef. Þreyf t.d bílinn áðan.
Núna í spilun: Be Here Now by Oasis
| | 0 ummæli
Fór í mat til Tryggva áðan, honum að óvörum. Hafði hitt pabba hans daginn áður og bauð hann mér og Kobba í "velkominn heim" mat. Maturinn var góður, Tryggvi líka. En annars er verið að kjósa ungfrú og herra sundhöll selfoss, var mjög ánægður með sjálfan mig þegar ég var kominn með næst flest atkvæði, heil 4. Fór svo aðeins að glugga í niðurstöðurnar og áttaði mig á því að "gamla" fólkið á vinnustaðnum hafði fengið lang flest atkvæðin. Með öðrum orðum tók fólk þessari keppni sem gríni og ákvað því að kjósa mig eða gamla fólkið. Uppsagnarbréfið liggur á skrifborði yfirmannsins innan um tóma bensínbrúsa og eldglæringar:-D (Djók).

Núna í spilun: þú Færð Bros by Sálin Hans Jóns Míns