| | 2 ummæli
Mig var búið að hlakka geðveikt til að fá endurgreitt frá skattinum. Umslagið kom og ég hringdi sérstaklega heim til að fá að heyra töluna í gegnum símann. Vil ekki fara nákvæmlega í upphæðina en hún var undir 100 krónum (as in 100 krónur ekki 100.000).

Svo er þetta minn fyrsti dagur sem sjálfstæður karlmaður. 20 ár kominn og vonandi 80 erftir.

Núna í spilun: China Roses by Enya
| | 1 ummæli
Ég og mamma dönsum saman rigningardansa út í garði. Ég verð að fá smá skúr, þoli ekki mikin hita þegar ég er að vinna, eins og í dag. Varð svo sveittur að ég talaði varla um annað við Unni samstarfskonu. Lýsti því vandlega hvar ég væri sveittastur, og hvar ég var feignastur að vera ekki sveittur (án þess að vera með einhvern dónaskap). Tók svo rosalegan sturtu eftir vinnu, vel kalda. Svo var grill og pottur með Einari, Gunnari, Marie, Heimi og Kobba eftir sturtuna. Heimir fékk íbúð í bænum fyrir veturinn. Sem þýðir að hann verður mikið í bænum í vetur, sem þýðir að við eigum ekki eftir að hittast jafn mikið næsta vetur, sem þýðir að ég verði að hitta hann um helgar. þetta þýðir allt að nýr kafli í lífi mínu fer að taka við, háskólalærdómskafli.
| | 0 ummæli
Þá er það sem sagt endanlega komið á hreynt, er að fara til London 16 ágúst með Kobba og Heimi. Verðum á ST Giles, eins og alltaf.

Fékk mér svo myspace síðu, ekki alveg kominn með það á hreynt afhverju þetta er svona vinsælt, en það hlýtur að koma. Ælta bæta eitthvað við hana á næstu dögum, ekkert inn á henni núna...Addaði Katrin.is sem vini, svona upp á grínið, hún samþykkti mér að óvörum. Maður er bara farinn að mingalinga við fræga og fallega fólkið á íslandi:-D
| | 7 ummæli
Ég ákvað að fresta því að senda heimadæmi til kennarans míns eftir að ég kláraði þau þar sem klukkan er 5:26 AM, vill ekki að hann haldi að ég sé einhverskonar nut case...
| | 4 ummæli
Var að fara í gegnum myndir frá Króatíu og fann þessa. Hún vekur upp góðar minningar, enda tekin á góðu kvöldi. Þessum gaur brá ekkert smá mikið þegar ég settist allt í einu hliðin á honum og vildi fá mynd, meina hverjar eru líkurnar!?
Image Hosting by PictureTrail.com
| | 2 ummæli
Það var kvartað yfir útstæðum nagla í gufubaðinu í dag. Ég náttla greip eitthvað mjög þungt og stórt (skiptilykill held ég) og fór út í gufubað og lét gremju mína á óréttlæti heimsins dynja á naglanum, náði loksins að beygla hann þannig að hann mundi ekki valda neinum slysum hér eftir. Þegar ég kom inn og sagði Rúnari frá afreki mínu var mér tjáð að það hefði verið hitamælirinn sem ég hefði verið að eyðileggja (eitthvað tölvu stöff, á víst að vera mjög dýrt)...En mér til málsbótar leit þessi tittur út eins og nagli
| | 6 ummæli
Það réðst á mig hundur áðan...Var að hlupa í mínum mestu makindum upp að helli og heyri ég ekki fyrir aftan mig "Tinna, NEi! komdu aftur, NEI!". Hann beit mig reyndar ekki, en samt, ég var hræddur. Það skemmtilega er að ég var einmitt að vinna með stelpu í dag sem heitir Tinna. ótrulegar þessar tilviljanir mar. Annars fékk ég vitlaust útborgað, en það verður lagað. Öllum datt líka í hug að borga mér til baka lán, þannig að núna er ég með...mjög marga...peninga í krús í herberginu mínu.
Núna í spilun: Take A Change On Me by ABBA
| | 1 ummæli
Alveg að drepast í mallanum eftir versta mat sem ég hef smakkað á veitingastað. Fæ hroll bara við að hugsa um fiska eftir þetta. Þambaði AB mjók þegar ég kom heim og það gerði gott en ég er samt ekki búinn að jafna mig. Þeir tóku ekki einusinni roðið af, svo var einhver ostur og svona með, sem var bæði ógeðslegt á að líta og líka vont á bragðið. Það var samt sósan sem gerði útslagið, einhverskonar blanda af kókteilsósu og sinnepsósu. Skal viðurkenna að það var ekki besta ákvörðun lífs míns að fara svo út að hlaupa og prufukeyra nýju "Ultra fast 2000" hlaupasokkanna mína, rétt eftir matinn, en ég var ekki jafn slæmur þá.

Note to self: Ekki panta þér lax sem borinn er fram með sósu sem þú getur ekki borið fram.