| | 0 ummæli
Ég og mamma vorum að tala um fóbíur, hún tjáði mér að hún hafi eitt sinn verið með fóbíu fyrir kóngulóm en hafi svo sigrast á hræðslunni með að gera þær að vinum sínum. Núna er hún bara hrædd við ísbirni af því eitt sinn réðst ísbjörn á nokkra frændur hennar, tja ætli þeir séu ekki frændur mínir líka, ég spurði hvort hún ætli ekki að gera þá (ísbirnina) líka að vinum sínum svona fyrst þeir séu að deyja út, en hún var ekki viss. Páskafrí í næstu viku, svo smá skóli, svo próf og svo sumar. Þetta er ekki lengi að líða. Og til ykkar sem eruð að leita af skemmtilegum lögum til að hlusta yfir námsbókunum, eða einhverju öðru, þá mæli ég með Mika, geggjaður.

Besti Kaffibolli minnar ævi

| | 0 ummæli
Ái hvað ég var að drepast í morgun, sjaldan eða aldrei verið jafn þreyttur. Fór þess vegna á þjóðarbókhlöðuna í leit að kaffi, kom ég ekki upp á svona exspressó dæmi. Pantaði þrefaldan og saup, ógeð á bragðið en, 5 tímum síðar, ég er ennþá vakandi, glaðvakandi. Aldrei hefur kaffi haft jafn góð áhrif á mig og þess vegna vart þetta besti kaffibolli minnar ævi.
| | 3 ummæli
Shiiiii var nýja myndin með Eddi M var leiiiiðððinnleg, minnti mig frekar mikið á Big Momma's House eða hina myndina, man ekki hvað hún heitir, grínmynd um einhverja gamla konu sem er leikinn af karlmanni, sem er einmitt líka höfundur handritsins og leikstýrir henni líka. Ég vil setja þessar þrjár myndir í sérstakan flokk í kvikmyndasögunni. "Gamlar-konur-leiknar-af-karlmönnum-myndir". Stundum skil ég bara ekki bandaríkjamenn, gaurinn sem lék gömlu konuna í myndinni sem ég man ekki hvað heitir, kom í Opru og var að segja frá hvað myndin hans væri frábær og Opra var að tala um hvað myndin væri ógeðslega fyndin, frumleg og vel leikin. Svo bað hún hann um að fara með einhverja setningu úr myndinni, sem var ekki neitt fyndin, og allir dóu úr hlátri, sumir grétu af gleði. og það eina sem hann sagði var "úuuuuuu....I´m a oooooollldd lady!". Ég grét með þeim, en ekki gleðitárum. Ég sá þessa mynd um daginn og þá endalega skildi ég ekki bandaríkin, án efa leiðinlegasta mynd sem ég hef horft á, og óhemju óleikinn mynd. Hvað gerðu bandaríkin, jú þeir bjuggu til framhaldsmynd.

Sem mininr mig á að ég ætla horfa á FGump á morgun, það er sko góð mynd.
| | 6 ummæli
OK Svana, ég hef bara svo mörgum hnöppum að hneppa. Bloggið hefur þess vegna orðið soldið úti, en núna er það 3x færslur á viku, hið minnsta. (Og fyrir áhugasama er ég kominn með síma aftur, endilega sendið SMS á númerið 6901938 með nafni til ég geti haft ykkur í símaskránni minni)
Ég er stundum að læra á þessaðri blessaðri bókahlöðu, er alltaf þar sem tölfurnar eru á 2. hæð. og það er alltaf sama fólkið þarna dag eftir dag. Það er nánast hægt að segja að maður eigi sér sinn stað og kannist við flesta sem eru þarna. Einnig er nánast óþægileg þögn á þessum stað, og allir voðalega sokknir, hver í sína bók. En þar sem ég stend oft upp til að teygja á táslunum mínum veit ég að þeir sem eru með ferðatölfur með sér (sem eru flestir) eru bara á MSN og lesa á milli þess sem hinn aðilinn er að skrifa til baka. Svo gafst ég upp á Strætó. Ég geng núna heim úr skólanum, þótt það taki mig hátt í klukkutíma. Það tók mig hvort sem er allt frá 30 til 45 mín að taka strætóinn heim þannig að ég er ekki að missa af miklu, hvað tíma varðar. Svo er ekki það mikið eftir af þessari önn, ég er í prófum 3, 11 og 14 Maí, sennilega besta próftafla allra tíma, veit um fólk sem er í þrem prófum á þrem dögum...En þangað til seinna