| | 0 ummæli
A Little Less Conversation


UFFFFFF og Púffffff, núna eru allir að fara að vinna í páskafíinu nema ég og nokkrir aðrir einstakklingar sem nenna ekki að vinna. ég hef orðið fyrir aðkasti frá "duglegu" fólki sem ætlar sko að vinna um páskanna. "Hva akkuru ertu sonna latur?" hefur þetta fólk spurt mig eins og það vilji vísindalega skýringu með heimildaskrá á minni góðu leti. Ég ætla samt ekki að sitja auðum höndum um páskanna. Ég ætla að lesa og jafnvel að synda nokkuð.

Svo keypti mamma Lucky Charms:)
| | 0 ummæli
45 ára karlmaður í leit að tilbreytingu

Er byrjaður á kvikmyndahandriti sem er byggt á lífi mínu. Það hefur fengið nafnið "Where Heroes are borne". Ég er kominn langt á leið og er búinn með um það bil 40 bls. Ekkert er gefið eftir og sagt er frá af hreinskilni, allt frá námsárum mínum í Sómalíu til hetjudáðaminna í Víetnam. Einnig svifti ég hulunni af öllum konunum í lífi mínu og rek allar sögusagnir burt um allt framhjáhald. Stór Kvikmyndafyrirtæki hafa sínt handritinu áhuga á eru nöfn eins og Leonardo Dikapríó og Judy law sem eru nefnir til þess að leika mig. tekist hefur að semja við Píter djakson (já ég veit, það er ekki skrifað svona) um leikstjórn. Ætti að vera komin í kvikmyndahús um mitt sumar 2006
| | 0 ummæli
Hvað er betra en heitar og góðar Lummur?


OK það kom ekki bara gleði út úr þessari helgi því ég er kominn með hálsbólgu:( efir að ég stryplaðist í sólinni eða frekar snjónum . Er frekar slappur og hef lítið sem ekkert borðað í allan dag, en lítum bara á björtuhliðarnar! ég grennist bara á meðan. Ég hef verið að lesa frekar mikið á ensku undanfarið og horft mikið á BBC 24 og BBC news og er ég byrjaður ósjálfrátt að hugsa á ensku við og við. Svo er ég alveg inní öllu sem er að gerast á englandi þessa stundina. Það er alveg ót´rulegt hvað brest sjónvarpsefni er vandað og mikið lagt í allt alveg hreint út sagt frábær skemmtun að horfa á þetta. Ég hef líka verið að horfa á þætti á BBC 4 þar sem farið er í gömul hús og leytað að gömlum antík munum og það er alveg ótrulegt hvað er hægt að finna á meðalháalofti!
| | 0 ummæli
Ég er kominn heim aftur


Já þá er maður kominn heim aftur eftir sumarbústaðinn. Þetta var mjög gaman og gott að vera í góðra vina hópi. Mikið kúrað og chillað. Heitapotturinn brást ekki að vanda og maturinn var svona lala bara. Ég og hjalti vorum einu strákarnir sem voru ekki á "föstu" þarna, svo við fórum saman tveir í pottinn á laugardagskvöldið með 2L af coke og rauðvínsglös og hofðum það voða "kósí" HEHEHE. Stebbi kom með konuna sína með og er hún alveg rosaleg! GEGGJU� gella mar! Toppurinn á ferðinni var að mínu mati feluleikurinn sem við fórum í...já ég veit kannski dáldið óþroskað en samt gaman.