| | 6 ummæli
      Ég í nýja úber-kúla-makka-tölvuverinu á háskólatorginu
| | 3 ummæli
Loksins fékk ég þessar blessuðu einkunnir, maður var bara farinn að halda eitthvað væri í gangi hjá sumum kennurum. En úrslitin voru öll mjög jákvæð, náði öllu. Vil samt ekki fara í einstakar einkunnir, en get þó sagt að meðaltalið var 7. Sérstaklega ánæður með stærðfræðigreininguna, þar sem ég var með þeim hærri:-D Meðaleinkuninn þar var 4.77 og 30% þeirra sem voru upphaflega skráðir í námskeiðið, náðu prófinu. Jarðfræðin gekk ekki eins vel, ég var aðeins undir meðaltalinu þar, en ég las líka ekki orð í bókinni allann veturinn. Fékk samt góða einkunn fyrir ritgerðina mína (Jarðvarmi - Hagnýting og Gleði). Hin fögin gengu svo bara ok, og hef ég ekkert meira um þau að segja. Núna er það bara að tækla önnina, eins og þá fyrri. Ég tek samt bara 10 einingar vegna þess að ég byrjaði ekki á haustönn, þannig ég hef tíma til að byrja hreyfa mig aftur eftir langt hlé. Var að spá í að kaupa mér líkamsræktarkort, en þau eru bara svo dýr. Ætli maður hlaupi ekki bara, og syndi.