| | 3 ummæli
Ég hef verið að velta fyrir mér verslaunarferðum mínum undanfarna daga. Það hefur komið mér mikið á óvart, hver oft ég fer út í búð til að kaupa í matinn, alveg einusinni á dag. Mér skilst það sé óeðlilegt, og að fólk kaupi almennt frekar mikið í einu, og borði það hægt og rólega yfir vikuna. En þar sem ég er bara með tvær hendur, og nenni ekki að burðast með mikið heim úr búðinni, fer ég frekar á hverjum degi, og kaupi í staðinn bara lítið í einu. Í dag fór ég t.d og keypti ost, bara ost. í gær var það reyndar skinka, gúrka, tónmatar og mjólk, enda var laugardagur. Einnig finnst mér gaman að geta "átt það eftir" að fara út í búð, þegar ég kem heim úr skólanum, því mér finnst gaman að rolta rólega þangað, kannski með iPod í eyrunum, eða eitthvað skemmtilegt um að hugsa.
| | 2 ummæli
Það er ekki oft sem maður dettur í lukkupottinn, en það er nú einmitt það sem ég gerði núna áðan. Ég er sem sagt í tölvunni hans Kobba, (hann er sofandi uppi), í einfeldni minni fer ég að leika mér í Photo Booth forritinu, taka asnalegar myndir af sjálfum mér og svona, eins og maður geriri þegar manni leiðist. Tek ég ekki eftir að hann hefur verið að taka upp myndbönd með þessu forriti af sjálfum sér, sum bara ósköp saklaus, en önnur þar sem hann er að gjörsamlega gefa sig myndavélinni. Ég veit ekki alveg hvort ég ætti að gera þetta, en hann vonandi fyrirgefur mér einhverntíman. Hérna eru tvö af þessum myndböndum:

Can´t walk away, þarna gerir hann lagið algjörlega að sínu...



Takið hérna sérstaklega eftir þegar hann tekur trommusólóið, þó það séu í raun ekki ein tromma í laginu.
| | 0 ummæli
Þetta er það fyndnasta sem ég hef séð.
| | 1 ummæli
Páskafríið byrjar eftir 120 mín. Þarf bara að sitja í gegnum einn fyrirlestur, og þá er ég frjáls! Mætti í morgun í fyrirlestur í eðlisfræði II, ásamt nokkrum hræðum, ætli það hafi ekki mætt svona 15 af þeim 200 sem eru skráðir í námskeiðið, sem er ekkert skrýtið þar sem ég hef ekki skilið eitt orð af því sem maðurinn hefur verið að segja í allann vetur, þótt ég geti lesið bókina og reiknað dæmi. Það er bara eitthvað við hvernig hann setur þetta fram, að maður nær ekki að fylgja honum nema í nokkrar mínútur í einu. Held að hann sé dæmi um ofgáfaða manneskju. Planið í páskafríinu er einmitt að læra í eðlisfræði, lesa helst 10 kafla, eða rúmlega einn kafla á dag. Ég er svona temmilega bjartsýnn á að það takist, enda hef ég í gegnum tíðina alltaf haft þvílík lærdómsplön um páskanna, sem síðan nást ekki alltaf.
Svo var ég í prófi í stærðfræðigreiningu II í gær, það gekk mjög vel, enda var prófið létt og skemmtilegt.

P.s
Rak augun í það á mbl.is að Osló er dýrasta ferðamannaborgin, en hún hefur einmitt verið sú borg sem mig hefur næst síst langað til að heimsækja, á eftir Baghdad. Þar með náði hún líklega markmiðu sínu, og komst fram úr Baghdad á mínum fræga lista. Til hamingju Osló.
| | 1 ummæli
Það gerist ekki oft, en þó stöku sinnum að maður fer í bíó, og fær gjörsamlega allt fyrir peninginn. Áðan lét ég gamlan draum rætast og skellti mér á nýju RAMBÓ myndina í bíó, og guð minn góður hvað hún var geðveikislega góð. Ég hló mig mátlausan af þeim senum þar sem RAMBÓ talaði (vegna þess hve þær voru hræðilega leiknar), en þar sem hann lét kúlurnar tala, fengu hjartsláttinn til að fara af stað. Framleiðendur myndarinnar hafa greinilega gert sér grein fyrir eftir hverju fólk (þá meina ég karlmenn á aldrinum 16-67 ára) eru að leita með að fara á RAMBÓ, vonlænerarnir sem Stalone lét út úr sér meðan hann brytjaði niður heilu herfylkin, voru óborganlegir. Núna er bara að vona það komi númer 5.