| |
Það er ekki oft sem maður dettur í lukkupottinn, en það er nú einmitt það sem ég gerði núna áðan. Ég er sem sagt í tölvunni hans Kobba, (hann er sofandi uppi), í einfeldni minni fer ég að leika mér í Photo Booth forritinu, taka asnalegar myndir af sjálfum mér og svona, eins og maður geriri þegar manni leiðist. Tek ég ekki eftir að hann hefur verið að taka upp myndbönd með þessu forriti af sjálfum sér, sum bara ósköp saklaus, en önnur þar sem hann er að gjörsamlega gefa sig myndavélinni. Ég veit ekki alveg hvort ég ætti að gera þetta, en hann vonandi fyrirgefur mér einhverntíman. Hérna eru tvö af þessum myndböndum:

Can´t walk away, þarna gerir hann lagið algjörlega að sínu...



Takið hérna sérstaklega eftir þegar hann tekur trommusólóið, þó það séu í raun ekki ein tromma í laginu.

2 ummæli:

Unknown sagði...

HAHAHAHAHAHAHAHA :D

Þú myndir ekki trúa því hvað það er gaman að gera þetta þegar enginn sér til mans ;)

Þú misstir samt af besta myndbandinu en þá tók ég Ljúfa líf með Páli Óskari og var gjörsamlega on fire... held að ég hafi eytt því út?

Alltaf gaman að eiga svona góðan bróður sem upplýsir manns myrkrustu leyndarmál þegar maður liggur uppi í rúmi ælandi með 39 stiga hita.

Laufey Sif sagði...

You like Lars?! Da da