Árið 2005

| | 2 ummæli
var gott ár. Skurðaðgerð, Dale, Morfís, Króatía, Slóvenía, Ítalía, Efnalaugin og Sundlaugin, nýr bíll, 19 árið í röð einstæður og barnlaus, fór út að hlaupa, áttaði mig á hvað mig langar til að læra, 12% veltuaukning á bankabókinni...En annars var árið óvenju fréttalítið, ég var bara ég, eins og venjulega og ekkert stórvæglilegt kom fyrir, vann ekki í lóttó, fékk ekki óskar. Minna stress þetta árið heldur árið þar áður, ég er afslappaðri að flestu leiti. Var duglegur að hjálpa mömmu með heimilisverkin í ár, lærði á þvottavél og fleiri tæki sem ég kann ekki nöfnin á. Skólinn gekk vel, hann var líka skemmtilegri í ár. Mörg járn í eldinum fyrir næsta ár, margt sem ég vil gera en annars er ég sáttur við mitt. Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla
| | 0 ummæli
Fór út eftir vinnu og skokkaði, eitthvað sem ég hef ekki vanið mig á í gegnum árin. Það skrýtan er að mér fannst það bara gaman, reyndar ekki með iPod sem hefði verið betra. Ég ætla að reyna að venja mig svona lagað, áramótaheit held ég bara. Sem minnir mig á hvað ég er kominn með mörg áramótaheit.
| | 0 ummæli
Tók mig til og las allar færslurnar á þessu bloggi. Hef ekki hugmynd um hvað þær eru margar, en margar þó
| | 4 ummæli
TILNEFNINGAR 2005

Fyndnasti Magnúsinn 2005
-Mamma
-Hjalti
-Heimir
-Ágústa
-Laufey

Best lyktandi Magnúsinn 2005
-Mamma
-Laufey
-Marie
-Amma ósk

Mesti Magnúsar lánarinn 2005
-Mamma
-Kolbeinn
-Friðfinnur

Besta afmælisveislan 2005
-Einar og Gunnar
-Mamma
-Heimir

Dúllulegasti Magnúsinn 2005
-Iðunn Ása
-Mamma
-Jósep

Kemur ársins 2005 (nýjung)
-Laufey
-Jóna
-Heimir

Mesti Magnúsinn 2005 fellur niður vegna tækniörðuleika
| | 0 ummæli
Feeling blue? komdu þá í sund milli 14:30 og 21:15 á Selfossi á morgun þar sem ég verð fremstu meðal jafninga og passa sundlaugargesti eins og kollegi minn gerði forðum
| | 4 ummæli
Image hosted by Photobucket.com
Við hér á megnus.blogspot.com viljum minna á Magnusinn 2005. Tilnefningar verða kunngjörðar 30. des og úrslit á nýársdag. Nokkrir flokkar hafa verið teknir af dagskrá en til að vega upp á móti hafa nokkir bæst við. Veitt verða verðlaun í eftirfarandi flokkum:

Fyndnasti Magnúsinn 2005
Best lyktandi Magnúsinn 2005
Mesti Magnúsar lánarinn 2005
Besta afmælis veislan 2005
Dúllulegasti Magnúsinn 2005
Kemur ársins 2005 (nýjung)
Mesti Magnúsinn 2005 (nýjung, aðeins þeir sem heita Magnús samkvæmt þjóðskrá geta fegnið þessi verðlaun)




| | 3 ummæli
Kallinn alltaf ferskur
| | 0 ummæli
Ég vil þakka Gunnari Orra Gröndal verkfræðingi hjá Orkustofnun fyrir alveg einstaklega skemmtilega heimasíðu. Snyrtilega sett upp og svo eru linkarnir í "Síðurnar mínar & fleira" alveg frábærir (b2 hvað!). En svona í alvöru talað held ég að þetta sé grín hjá honum...held en samt ekki viss, meina maðurinn fjallaði um Ísstíflur við Urriðafoss í Þjórsá í MS verkefninu sínu við HÍ...eða kannski er það líka bara grín hjá honum, kannski er þessi maður Andy Kaufman íslands, kannski er líf þessa manns einn stór brandari sem við eigum ekki eftir að fatta fyrr en hann deyr, eins og Andy...Hver veit
| | 0 ummæli
Ohh get ekki sofnað aftur!
núna í spilun: Ave Maria by Andrea Bocelli
| | 0 ummæli
Hvað varð um hæfileika mína í Buzz? Endaði með 0 stig tvisvar í röð...En annars ætla ég á útsölu á morgun í Dressmann með gjafabréfið mitt.
Ég átti svo erfitt með að sofa síðastliðna nótt að ég fór út klukkan 6:15 og skrapp út í laug þar sem starfsfólkið var að opna laugina...fór niður og sippaði og lyfti 30 mín og fór svo í pottinn. Það var frekar skrýtið. Sofnaði svo klukkan 10!
| | 0 ummæli
Ohh ég ætlaði í sund áðan, labbaði glaður af stað en þegar ég kom var lokað. Er ekki með ástæðuna á hreinu. Þannig að ég verð að fara í sturtu hérna heima, sem er ekki gaman af því að við erum eiginlega ekki með sturtu. Meira baðker þar sem þú getur staðið eins og fífl og sturtað þig með sturtuhaus...En annars var ég að koma af Narnia sem er alveg ágætis mynd...
| | 3 ummæli
Fékk hugmynd. Núna er ég búinn að vera í jakkafötum í 2 daga næstum. Ég hef ákveðið að vera í þeim í 6 daga í viðbót. Skipta ekki um föt (nema náttla nærföt) það sem eftir er af árinu. sem sagt, ef þið rekist á mig fyrir áramót verð ég í jakkafötum.
| | 2 ummæli
Jæja þá er ég búinn með The Office, seríu 1 og 2 sem ég gaf pabba í jólagjöf af því að mig langaði svo í þættina...eru það ekki alltaf bestu gjafirnar? Góðir þættir, mjög góðir. En annars fékk ég störnusjónaukann! Það hafa reyndar ekki sést stjörnur né tungl núna í 3 daga og hef ég þess vegna verið að fylgjast með nágrönnum mínum. Bara ef ég kynni varaslestur. Svo fékk ég líka föt, rakspíra, nærbuxur, blöð, Buzz, og eitthvað fleira. Mjög ánægður með allt, en þið?
| | 3 ummæli
Úff. Þá er Jólakapplaupið á enda. Fór með Pabba og Kobba í bæinn áðan og afgreiddi næstum allt. Byrjuðum í The Kringl þar sem ég setti heimsmet í að velja mér jólagjöf, Attack and destroy er mitt mottó þegar kemur að búðum. Fer inn, tek eitthvað sem lítur ekki út eins og jólapappír. máta. og ef ég passa í flíkina og ef hún er ekki úr pappír og er í raun jólappapír þá kaupi ég hana eða læt taka hana frá, yfirleitt á einhverju fáránlegu erlendu nafni, Mesterson eða Destenson. Allt þetta er gert á innan við 4 mín. Svo labba ég bara um The Kringl glaður í bragði. Beið í heilar 40 mín eftir Kobba og Pabba sem kom til baka með RIIISA kassa með einherju sem ég hef ekki hugmynd hvað er. Svo var farið á MCdónalds þar sem ég ákað að stækka ekki máltíðina upp í Humongous-Colossal-Meal. Ég ætla aldrei á MCdónalds aftur, of mikið sull...Svo fórum við á laugarveginn þar sem allt var mikið skemmtilegra og jólalegra en í The Kringl...En núna VERÐ ég að fara að sofa!
| | 3 ummæli
Jæja þá er ég búinn með öll kortin fyrir þetta ár, eða þetta eru raunar bara vélrituð jólabréf sem allir fá. Til gamans má geta að það bætust 3 á jólakortalistann í ár!
| | 3 ummæli
Jæja ég er að fela mig hérna í herberginu mínu nývaknaður. Nenni ekki að fara niður því nýja kærastan hans Friðfinns er niðri og ég er feiminn. Þarf samt á klóstið...
| | 0 ummæli
Þá er jólainnkaupin að hefjast. Fórum saman fjölskyldan (eða alla vega þeir sem ekki eru farnir að heiman) að leita að gjöf handa Skúla og líta á heimabíókerfi sem Pabbi heldur ekki vatni yfir. Fórum líka í Húsasmiðjuna að líta á blandara (?). Svo er það jólaferðin okkar Kolbeins og Pabba á föstudag þar sem öllu verður reddað á 12 tímum eins og venjulega. Mér finnst þorláksmessa svo geggjuð, jafnast næstum á við jólin. Allt er orðið hreint hérna heima, seríur, ljóskasstari á húsið eins og venjulega. Mamma leigði meira að segja Famlily Man til þess að horfa á í kvöld, ef þetta eru ekki jólin þá veit ég ekki hvað.
| | 2 ummæli
OK þá er komið að jólagjafalistanum 2005...

1. Falleg jólakort frá vinum og kunningjum
2. stjörnusjónauki
3. Gallabuxur
4. Hettupeysa
5. Úlpa
6. Árskort í bíó (kannski í næsta lífi)
7. Einhverja góða bók

Annars er ég búinn að vera að taka til frá því ég vaknaði í draslherberginu. Alveg ótrúlegt hvað maður finnur við svona dúttlerí. 30 Lifandi Vísindi og örugglega 5 ritgerðir! Ætla að flokka þetta allt núna...

| | 9 ummæli
Og ég held áfram að fá í skóinn...Fékk Nissa í morgun sem kom sér vel þegar leið á daginn. Gaman hvað hann pabbi er ekki neitt að hætta að gefa okkur í skóinn þótt við komumst til vits og ára (ég er að komast á mitt 20 aldursár). Sem betur fer er hann ekki eins og sumir prestar sem neita því alfarið að jólasveinninn sé til. Aðeins meira áfall fyrir 5 ára dúllu að fá það eins og blauta tusku í andlitið að eitt það mest spennandi við jólin, jólasveinarnir, séu ekki til! Ég ætla að verða eins og pabbi og gefa börnunum mínum í skóinn for live!
| | 3 ummæli
Jæja þá er bústaðarferðin farin. Það var mjög gaman, sá brjóst og allt...Sem var kannski eftir á að hyggja ekki beint gaman, samt ekki leyðinlegt sko, eða sko þau voru alveg flott og allt það en skildu ekkert eftir sig, eins og þegar mar les bók þá eftir að hafa lesið hana leggur maður hana frá sér og hugsar "já ok" og fer svo aftur út í lífið reynsluni ríkari. Hefði ég ekki verið þarna hefðu þau samt verið ber þannig að ég kom málinu lítið sem ekkert við og þar með var ég bara vitni...Sem er kannski ekki neitt stótmál

Var mikið í pottinum og borðaði mikið af skrýtnum mat sem Bónus selur sem "Pizza", en ég hef smakkað "pizza" oft um ævina og þetta var ekki einu sinni svipað "Pizza", meira út í ristað brauð með osti og pepparóní dæmi. Svo læri ég spil sem heitir Kani og ég fatta ekki alveg ennþá en samt vann ég (held ég) nokkrum sinnum, ótrúlegt spil. Uppplifði misskilning lífs míns með Halldóri Berg í Pakki, sem er enn eitt spilið, komst að því hvað ég vil, en ofan á allt annað átti góða helgi með frábæru fólki!
núna í spilun: Champagne Supernova by Oasis
| | 0 ummæli
Kolbeinn kominn með blogg!
| | 3 ummæli
Eftir að ég fékk iPodinn minn aftur frá Herði hef ég rétt svo slökkt á honum meðan ég fer á klósetið. Elska tónlist. Alla tónlist
| | 0 ummæli
Tók upp morgunblaðið um daginn og blasti ekki við mér ristastór mynd af pabba mínum framan á blaðinu að messa í kirkjunni á árbæjarsafninu! Hann tjáði mér áðan að hann hafi ekki tekið eftir þegar myndin var tekin og það hafi komið honum í opna skjöldu að sjá sjálfan sig framan á morgunblaðinu þegar hann vaknaði morguninn eftir, skemmtilegt það.
| | 4 ummæli
Núna er ég búinn að vera réttindalaus í næstum 3 mánuði...Þar að segja ekki með bílpróf. Nei ég keyrði ekki fullur (drekk ekki einusinni), og nei ég var ekki að prufa hámarkshraðann á Bensanum, og nei ég ákvað ekki að ég væri ekki hæfur að til að stjórna ökutæki og hafi þar með skilað skirteininu til yfirvalda...Ég bara hef ekki haft tíma til að endurnýja, eða ekki komist í það, alltaf ætlað en gleymt (á morgunsíus sjúkdómurinn ógurlegi). Ég skal viðurkenna að á þessum þremur mánuðum hef ég notað mér það frelsi sem felst í því að aka bíl, og ég skal fúslega viðurkenna að ég hef gert það oftar en stöku sinnum. Auðvitað er þetta óttarlegur hálfvitaskapur að drulla sér ekki upp á lögreglustöð og endurnýja, kominn með alla papríra sem þarf og allt en mér til málsbótar get ég þó sagt að aldrei á mínum stutta ferli sem ökumaður hef ég keyrt jafn varlega. Fer aldrei yfir hámarkshraða, tek aldrei sénsa neinstaðar. það liggur við að ég skrúfi niður rúður og rétti hendina út til að það sé alveg á hreinu í hvaða átt ég ætla mér að fara. Ég hef ekki hugmynd um hvað það liggur mikil refsing á bak við það að keyra réttindalaus, ekki er hægt að taka prófið af manni:-), en ég er nokkuð viss um að ég hafi ekki efni á að borga einhverja sekt...Þannig á morgun ætla ég mér að taka mér hressingargöngutúr (soldið over the top að keyra út á löggustöð) og endurnýja kortið, jafnvel þótt það þýði að ég verði hættulegri ökumaður fyrir vikið. Þetta kennir okkur að strangari löggjöf á ökubrotum bætir umferðina...

núna í spilun: Torn by Natalie Imbruglia
| | 2 ummæli
Var að átta mig á því að ég á alveg ótrúlegt safn af rómantískri tónlist, Nefnið eitthvað frægt rómantíst lag og ég get lofað ykkur að ég á það!
| | 6 ummæli
Aðgerðarleysið er að ná til mín. Ég horfi á dagatalið og sé fyrir mér 3 vikur af "Endurskipuleggja gamla plötusafnið hans pabba eftir lit" . Vona að ég fái eitthvað gott spil eða spennandi bók í jólagjöf. Hins vegar fæ ég ekki bækur í formi gjafa, þar sem Mamma er bókasafnstrúa og neitar að kaupa bækur ef hægt er að fá þær á bókasafninu, sem er kannski rétt sjónarmið...En góðu fréttirnar eru þær að ég fékk nýjan HENSON galla áðan merkan UMF Selfoss!
| | 1 ummæli
ég fann ógeeeeððððslega fyndið myndband á netinu. Mynndbandið fjallar um mann sem var einu sinni með þátt eins og "Fólk með Sirrý" en var rekin eftir að hafa fjallað um læknamistök í einum þættinum. Jafnvel þótt þið skiljið ekki hvað sagt er þá er þetta samt ógeðslega fyndið! Hlustið vel

(Heimild anna.is)

Myndbandið
| | 0 ummæli
Ef ég ætti að velja fyndnasta mann í sjónvarpi í dag, þá væri það þessi hérna.
| | 0 ummæli
Þá er síðasta prófið á morgun, Stuð í stæ nánar til tekið. Var með Jónasi í dag að læra stæ, alveg ótrúlegt hvað maður lærir mikið meira svona saman heldur en hitt. Þegar ég er búinn með prófið á morgun ætla ég beint á Subway og verðlauna mig með einum sveittum. Svo er það bara slökun í 3 vikur þar sem ég er sá einu á heimilinu sem er ekki að vinna í jólafríinu, Er að byrgja mig upp af Prison Break og Top Gear þáttum til þess að ég hafi eitthvað að gera...Svo er ég buinn að lofa mömmu að sjá um húsverkin að mestu. Get ekki beðið eftir jólunum.
| | 0 ummæli
Hjalti
1. áður en við urðum vinir hafði ég vitað um þig í mörg ár, og þú örugglega um mig. Mér fannst þú alltaf svo skrtýtin en það var örugglega bara ég sem var sá skrýtni...
2. Hey Ya með Outkast
3. Cokebragð
4. Þú í klefanum í sundlauginni upp á velli að tala við Inga þór
5. ísbjörn
6. fannst þér gaman að vera í náttkjólnum hennar mömmu?
| | 0 ummæli
Ð og Þ eru sumstaðar soldið skrýtnir hérna fyrir neðan...Tæknin aðeins og strýða mér...En þið sem eruð ekki á listanum, það er ekki of seint að komast á hann bara að kommenta hérna
| | 0 ummæli
Heimir
1. 10 ár og þú kemur mér ennþá á óvart:-)
2. Jesu, Joy Of Man's Desiring með Bach
3. Kókómjólkbragð…
4. uuu…Við saman að púsla áður en X ára afmælið þitt byrjar…
5. Gamla froskinn minn hann Guðmund
6. Hvað eyðirðu mikið í bíóferðir á ári?

Jóna
1. Hestar fyrir flér eru eins og bílar fyrir mér, mjög spennandi vi›fangsefni
2. Starman me› Ziggy stardust (David B)
3. Mjólkurbragð (sko bóndastelpa og allt þa')
4. Fyrsti tími í 2 bekk “ er jóna mætt” þú svarar “já”
5. Hestar (sko bónda stelpa og allt það)
6. Hvað er þetta gula þarna á Þessu græna þarna??

Iðunn ása
1. Þú ert dúlla (Krúttíbolla)
2. Come Fly With Me me› Frank Sinatra
3. Jarðaberjabragð
4. Á kynningar fundi fyrir DC, þar sem þú helst ræðu
5. Póny hest
6. Hvenar gekkstu í KFMK?

Stebbi
1. Þú færð mjög klikkaðar hugmyndir sem flú oftar en ekki hrindir í framkvæmd, sem er bara geggjað
2. Do You Want To? Með Franz Ferdinand
3. Súkkulaðibragð
4. Í gæslu hjá Stellu eftir skóla
5. Mannapa
6. Ertu búinn að selja Escortin?

Laufey
1. fiú getur látið allt líta út fyrir að vera kúl, jafnvel plástra á tám:-)
2. Ice Ice Baby með Vanila Ice
3. Grænn hlunkur bragð
4. þegar við fjölskyldan komum að líta á nýja húsuið okkar á Selfossi, þar varst þú inn í stofu að horfa á sjónvarpið
5. Beiki Pardusinn
6. Er kakktusinn lifandi?

Fúsi
1. Fyndin og alltaf í stuði!
2. Master of puppets með Metallica (hva› anna›?)
3. Bananabragð
4. þegar þú komst á æfingu í fyrsta sinn fyrir 100 árum
5. Gírafi
6. Hvar er kejllinn?

Birna
1. Alltaf í góðu skapi!
2. Úti Í Eyjum með Stuðmönnum
3. Ananasbragð
4. Fyrsti Amokka hittingurinn
5. Ugla
6. Hvað tekurðu í bekk?

Ágústa
1. fiú ert með mest smitandi hljátur sem ég veit um
2. Feel Good Inc. með gorillaz
3. Eplabragð
4. uuu…fiegar við gistum í skátaheimilinu fyrst fyrir 100 árum
5. Strumpadýr!
6. Ertu strumpur?

Ágúst
1. hefur lúmskan húmor
2. Waterloo með Abba
3. Piparminnta
4. Fyrsti DC fundurinn þar sem þú lékst nafnið þitt
5. íkorna
6. Hvað áttu í spjótkasti?

Kolbeinn (last but not least)
1. My own personal bank!
2. Stairway To Heaven með Leddaranum
3. Smákökubragð
4. …uuu…Man ekki eftir að hafa hitt þig í fyrsta skipti, hefur alltaf verið hérna
5. Gullfisk
6. Hvað er ég gamall?:-)
| | 0 ummæli
Jæja Icelandic gekk vel...Þá er það Germaninn!
| | 0 ummæli
Búinn að vera lesa í allan dag. Þegar ég loka augunum sé ég bara textan fyrir mér, svart á hvítu. Er alveg gegnsósa af fróðleik um skáld, stefnur í ljóðlist og fullt af fólki sem ég vissi ekki að hefðu verið til! Sé fyrir mér að lesa alla vega til 12 eða 1...Reyna svo að sofa eitthvað fyrir prófið, eða prófin. Þau eru víst 2 á morgun. Icelandic and German. Svo er það Math on Monday, sem verður bara gaman. Ef ég kvíði enhverju þá er það Germaninn. Ég á svo óendanlega erfitt með að læra nýtt tungumál að það er sorglegt. Jæja sjáum hvað setur, hlít að ná þessu, er búinn að læra eins og Motherf####r.
| | 1 ummæli

Settu nafnið þitt í kommentakerfið og..

1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig.

2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig.

3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig.

4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér.

5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á.

6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig.
| | 0 ummæli
Æj æj...er hérna á fullu að klára ritgerð í stjörnufræði sem ég á að skila í dag, alltaf að finna mér eitthvað annað að gera, fá mér Cocoa Puffs, kíkja í Moggann, taka til, Blogga um hvað ég nenni þessari ritgerð ekki! Það eina sem heldur mér gangadi er sú tilhugsun að eftir aðeins 7 daga verð ég frjáls. En talandi um góðar hryllingsmyndir, horfði á Saw II í gær og kom hún bara á óvart, kannski ekki alveg jafn góð og Saw I en samt nokkuð þétt.

Hvað er aftur raunbirta á ensku?
| | 0 ummæli
Vá hvað misskilningur getur bæði verið skemmtilegur og, eins og ég komst að áðan, ógeðslega leiðinlegur!
| | 0 ummæli
Ok...Eftir margra tíma lestur um Gísla Magnússon og fleiri frömuði langar mig að æla! Próf eftir 6 tíma. Best að fara að lúlla og hugsa um gardínur
| | 0 ummæli
Sem betur fer erum við ekki öll eins....