| |
Núna er ég búinn að vera réttindalaus í næstum 3 mánuði...Þar að segja ekki með bílpróf. Nei ég keyrði ekki fullur (drekk ekki einusinni), og nei ég var ekki að prufa hámarkshraðann á Bensanum, og nei ég ákvað ekki að ég væri ekki hæfur að til að stjórna ökutæki og hafi þar með skilað skirteininu til yfirvalda...Ég bara hef ekki haft tíma til að endurnýja, eða ekki komist í það, alltaf ætlað en gleymt (á morgunsíus sjúkdómurinn ógurlegi). Ég skal viðurkenna að á þessum þremur mánuðum hef ég notað mér það frelsi sem felst í því að aka bíl, og ég skal fúslega viðurkenna að ég hef gert það oftar en stöku sinnum. Auðvitað er þetta óttarlegur hálfvitaskapur að drulla sér ekki upp á lögreglustöð og endurnýja, kominn með alla papríra sem þarf og allt en mér til málsbótar get ég þó sagt að aldrei á mínum stutta ferli sem ökumaður hef ég keyrt jafn varlega. Fer aldrei yfir hámarkshraða, tek aldrei sénsa neinstaðar. það liggur við að ég skrúfi niður rúður og rétti hendina út til að það sé alveg á hreinu í hvaða átt ég ætla mér að fara. Ég hef ekki hugmynd um hvað það liggur mikil refsing á bak við það að keyra réttindalaus, ekki er hægt að taka prófið af manni:-), en ég er nokkuð viss um að ég hafi ekki efni á að borga einhverja sekt...Þannig á morgun ætla ég mér að taka mér hressingargöngutúr (soldið over the top að keyra út á löggustöð) og endurnýja kortið, jafnvel þótt það þýði að ég verði hættulegri ökumaður fyrir vikið. Þetta kennir okkur að strangari löggjöf á ökubrotum bætir umferðina...

núna í spilun: Torn by Natalie Imbruglia

4 ummæli:

Jóna Þórunn sagði...

En það er rétt að geta þess að ef þú hefðir lent í árekstri/bílslysi próflaus þá fengirðu ekkert út úr tryggingunum. Sorry!

Nafnlaus sagði...

og það að endurnýja ökuskirtinið er örugglega dýrara en sekt :(

Magnús Kristinsson sagði...

Einmitt Það er það sem ég á við, hæðslan við það að lenda í árekstri hefur gert mig að betri ökumanni

Nei það er ekki dýrara að endurnýja skirtenið...kostar um 6000...sekt er örugglega um 20 til 30 þús.

Laufey Sif sagði...

Ég er líka réttindalaus.. hef bara ekki efni á því að endurnýja. Kannski við förum saman með enga peninga að endurnýja?