| |
Aðgerðarleysið er að ná til mín. Ég horfi á dagatalið og sé fyrir mér 3 vikur af "Endurskipuleggja gamla plötusafnið hans pabba eftir lit" . Vona að ég fái eitthvað gott spil eða spennandi bók í jólagjöf. Hins vegar fæ ég ekki bækur í formi gjafa, þar sem Mamma er bókasafnstrúa og neitar að kaupa bækur ef hægt er að fá þær á bókasafninu, sem er kannski rétt sjónarmið...En góðu fréttirnar eru þær að ég fékk nýjan HENSON galla áðan merkan UMF Selfoss!

6 ummæli:

Laufey Sif sagði...

Fyrst Henson gallinn er kominn í húsið þá bjargast þetta allt!

Hjalti Rúnar sagði...

hvernig væri að kíkja á æfingu?

Magnús Kristinsson sagði...

Kemur sterklega til greina

Jóna Þórunn sagði...

Hvað varð um poser-kjellinguna?

Nafnlaus sagði...

jámms snilld að pakka inn bók frá bókasafninu og gefa hana í jólagjöf... maður les nefnilega fæstar oftar en einu sinni! en mér finnst samt alltaf gaman að fá bækur í jólagjöf

Magnús Kristinsson sagði...

Hver er þessi Anonymous:-)?