| | 1 ummæli


mmm fékk mér jólabuxur. Fór með Hjalta til húrígúrí til tuska (álnavörubúðina) og fann þar þessar yndislegu rauðu sweatpants. Það er eins og þær séu hannaðar sérstaklega fyrir mig. Þær eru mjög víðar og þægilegar, og líka með teygju um mittið, þannig að maður svífur um húsið í draumi þegar maður er í þeim. Mundi samt aldrei láta sjá mig úti í bæ í þeim, en hérna heima verður þetta bara standartinn sko.
| | 1 ummæli
Klukkan er að ganga 10 og ég er vaknaður, á selfossi. Prófin byrjuð, en ég er ekki búinn að vera mikið við bækurnar. Þetta bjargast samt allt, eins og alltaf. Fer í auðvelt próf á mánudag, svo þyngist það aðeins. Það verður gaman í des, því það eru allir að koma heim úr námi frá útlöndum, loksins nú bara. Það er farið að vera aðeins of óþægilegt að vera einn alla virka daga í bænum, þannig að fá félagsskap í des verður alveg frábært (þótt Hjalti og Tvíburarnir séu frábærir um helgar). Ég er farinn að taka eftir því hvað allt er byrjað að hækka í verði, fer varla út í búð án þess að kaupa fyrir 2000 kall, sem stundum dugar mér ekki í nema 1 dag. Og þá borða ég ekkert sérstaklega mikið. Kannski er ég of pjattaður, eins og að vilja graflax, og sódavatn. Vill heldur ekki neitt sem heitir Euroshopper. Kannski þarf að fara verða breyting þar á. Svo hefur leigan hækkað í 57 þús, sem er of mikið fyrir svona littla íbúð. Það er varla að peningarnir dugi mér út mánuðinn. En það er holt fyrir mann að láta sig vanta hluti, ég er svo vanur því að eiga peninga, og kaupa mér það sem ég vil, þegar ég vil fá það. (3 utanlandsferðir á 4 síðustu mánuðum)
Svo er ég að vinna í því að komast í skiptinám til danmerkur, en það er hægara sagt en gert. Flestir áfangar kenndir á dönsku, en ætli maður taki ekki bara Þá áfanga sem kenndir eru á ensku, þótt maður fái þá ekki mettna hérna heima. Maður er nú í námi til að mennta sig, en ekki til að fá háskólagráðu. En það þýðir að ég geti væntanlega ekki klárað úti, yrði að koma heim og klára, sem er líka fínnt.

Annars datt ég niður á ljóð eftir Stein Steinar, og fór eftir það að lesa fleiri ljóð eftir hann, get ekki sagt annað en að gaurinn sé snillingur! Aldrei hélt ég að það væri hægt að lesa sér ljóð til skemmtunar.