| | 0 ummæli
Þá eru prófin byrjuð...Eða að byrja. Nett stress í gangi, sem er bara góðs viti held ég. Las yfir stærðfræðina áðan og áttaði mig á því að hún ég kunni hana þegar ég hló að þessu öllu saman. Búinn að ná ensku, og það með stæl! Búinn að ná jarðfræði, og það með stæl! Íslenskan verður léttari en venjulega þar sem lesefnið er svo lógíst, bókmenntasaga o.f.l. Svo er það þýskan, þar sem ég slakastur...Bara spurning um að vera jákvæður.

DC námskeiðið endaði í gær, eða byrjaði, fer eftir því hvernig mar horfir á það. Ég er búinn að læra alveg rosalega á þessu, meira en ég gerði mér vonir um. Svo er ég líka búinn að kynnast helling af skemmtilegu fólki. Ég mæli með svona námskeiði fyrir alla, sama þótt þú heitir, ok nöfn koma þessu kannski ekki mikið við...sama þótt þú teljir þig vera mjög góða/nn í manlegum samskiptum, það geta allir bætt við sig! GO DALE!
| | 0 ummæli
Eina hreyfingin sem ég fékk í dag átti sér stað milli 14:30 og 14:45 þegar ég labbaði út á Subway, annars hef ég verið að lesa og boða fagnaðarerindið. Prófin að byrja í næstu viku, frekar jákvæður fyrir þeim. Fékk samt áfall í síðustu viku þegar mér var tjá að áfangi sem ég hélt að væri próflaus væri með lokapróf!
Annars er ég byrjaður að spila jólalögin, svona rétt til að hita upp. Þarf samt að niðurhala nokkrum til að eiga "The ultimate christmas song collection". Hef nebla mikin metnað í því að eiga besta lagasafnið.
| | 0 ummæli
We go now yes?
| | 0 ummæli
Er í LÍF þessa stundina að læra um skjólbelti...Holprósentur og skjóláhrif, allt mjög intresant! Fór í matarboð í gær heima hjá Iðunni, það var mjög gaman. Mamma hennar eldaði pasta sem var mjög gott, svo voru mandarínur og piparkökur í desert. Ég hafði mjög gaman af þessu boði, þótt ég hafi kannski ekki sagt mikið. Alveg ótrulega krúttíbollulegt af Iðunni að bjóða okkur, gaman að sjá hvað allir í fjölskyldunni voru líkir í útliti. Svo ætla á tónleika með Ensími í kvöld!, hlakka til þess
| | 0 ummæli
Erum að vinna að stofnun "Málfundar- og menningarfélags F.su". Er rosalega spenntur fyrir þessu framtaki og þá sérstaklega að fá að vera einn af stofnendum. Haldin var fundur og gær og var ekki annað að sjá á fólki að mikill metnaður væri í liðinu, margar góðar hugmyndir. Vona að þetta eigi eftir að lifa eftir að maður fer frá skólanum, gaman að skilja eitthvað eftir sig...
| | 0 ummæli
Gaman verður á morgun þegar ég fer út að borða (eða heim að borða) með millihópnum mínum á námskeiðinu, mig hlakkar svo til, mig hlakkar alltaf svooo til, en það er langt og svo langt að bíða og allir dagar svo leeeeeengjað líðaaaaaaaaa. Sumar það er satt þá leið tíminn skelfing hratt en þeir flugu frá mér í snatri já fuglarnir og sólin eeeen nú er þetta breytt, það bara gerist ekki neitt og tíminn ráðskast ekkert og aldre koma jólin!!!...
| | 0 ummæli
Síðastliðna daga hef ég verið að missa mig í klassískri tónlist. Verið að leita ef einhverju gömlu og góðu, fundið fullt. Er ekki frá því að maður sé farinn að sýna smá merki um aldur þegar maður hlustar á Ave Marie og Carmina Burana í botni. Annars var ég að leita af síðunni hans Hjalta, en ég veit ekki hvernig á að stafsetja blómabeð á dönsku...Hjalti?
| | 0 ummæli
Hvernig er það, er áhugi fyrir árituðum myndum af kappanum? Get komið því í kring fyrir þá sem vilja sko...
| | 0 ummæli
Er hérna að rifja upp Oasis-skeiðið mitt, Live Forever, Supersonic, Columbia og fleiri góð lög. Man þegar ég hlustaði BARA á Oasis, kunni alla texta (og kann enn), fílaði öll lögin í botn (og geri enn) og var alltaf að pæla í hvaða lög færu á "Best of Oasis". Hugsaði með mér "bíddu, hvernig ætla þeir að gera Best-of-plötu fyrst öll lögin þeirra eru ógeð góð? Ég er með víðari smekk í dag...Má líkja þessu við Poul Oscar skeiðið hjá Laufey.

Bömmer dagsins

Þú kemur nývaknaður að eldhúsborðinu, hellir Just-Right í skál, snýrð þér að ísskápnum, og ekkert nema tilhugsunin um nýmjólk út á Just-Rightið kemst að, ekkert léttmjólkurbull, áttar þig á þeirri hryllilegu staðreynd að það er bara til undanrenna.

Þessir littlu hlutir...
| | 0 ummæli
Blue Steel
| | 0 ummæli
Muniði krakkar, það er dagur íslenskrar tungu á morgun!
| | 0 ummæli
Það eru til tvær tegundir af fólki, A. þeir sem standa upp þegar flugvélin stoppar og B. þeir sem sitja þangað A-arnir eru farnir. Ég er B
| | 0 ummæli
Ég er að pæla í afleiðingum þess að gefa MuMu kakómalt, fyndin pæling
| | 0 ummæli
Ég hef aldrei lesið bók áður þar sem mig langar frekar að flokka gamlar mjólkurfernur heldur en að lesa í bókinni sjálfri. Ertu ekki að grínast í mér? Maðurinn sem skrifaði bókina "The Woman who walked into doors" hefur virkilega þurft að einbeita sér að því að gera hana leiðinlega, hann hefur náð þessari þunnu línu þar sem bókin er leiðinleg, en þó ekki það leyðinleg að hún sé orðin skemmtileg aftur...Ætlaði mér að klára hana í dag en er ekki búinn með 20 bls, hins vegar er ég búinn að vera duglegur í STÆ og ÍSl. Fór í afmæli hjá írisi DC í gær og hitti þar fullt af fólki, meðal annars þennann gaur, sem er misskilin snillingur.
| | 0 ummæli
Jemin hvað það var gaman í gær...OK við töpuðum en samt stóðum við okkur vel, ég var alla vega mega sáttur með mínar ræður, öskraði og skammaðist. Lið MR var náttla mikið betur undirbúið, enda með gífurlega reynslu á bak við sig og þrotlausar æfingar. Við vorum hins vegar að gera þetta í fyrsta skipti og gátum alveg haldið höfði þegar við gengum út, þótt við fengum bara 750 stig (Mr 1500). Góð reynsla sem á eftir að nýtast okkur á næsta ári.
| | 0 ummæli
Er að fara að keppa í Morfís...og þess vegna smá meltingatruflanir í gangi. Umræðuefnið verður "Leitum að ævintýralöndunm". Keppnin verður haldin í ráðhúsi Reykjarvíkur kl 8 á föstudaginn næstkomandi. F.Su mælir á móti!
| | 0 ummæli
Jæja DC gekk vel í gær...held ég. Svaf yfir mig í morgun:-( vá hvað ég hata að sofa yfir mig, var alveg í rusli. Ætla svo út á bókasafn eftir skóla og læra Þýsku og Ensku. Kannski kaffihús í kvöld með DC, fer eftir veðri.