| | 4 ummæli
Hver er hommalegasta flík sem ég hef keypt? Jú auðvitað hlaupabuxurnar sem ég keypti áðan. Líður mjög undarlega í þeim, veit eiginlega ekki hvort ég á að vera í nærbuxum, sundskýlu eða nakinn undir þeim. En hommalegar eru þær.
| | 3 ummæli
Fór og skokkaði áðan og lyfti síðan með Heimi, ekkert smá sáttur við hvað þolið er orðið þolanlegt, alveg að ná góðum hraða. Svo fékk obinberlega vinnu í sundlauginni í sumar í dag. Ætli ég eyði ekki öllum dögum þar í sumar, annað hvort að vinna eða lyfta og hlaupa. Annars fékk ég ókeypis klippingu hjá Kolbeini um helgina, sem var kannski ekki alveg þess virði. Hún er það ójöfn að fólk á það til að hlægja og benda þegar það sér mig, sérstaklega lítil börn. En mér er sama, þetta vex úr.

Núna í spilun: Don't Know Why by Norah Jones
| | 1 ummæli
Við erum að tala um að ég verð að vinna alla helgina. Sem þýðir að ég verð að læra í vinnuni. Sem þýðir að ég einhver gæti druknað á meðan ég er ekki fylgast með. En endilega senda mér sms um helgina og ég mun svara, hef lítið annað að gera...
| | 4 ummæli
Maður er í hálfgerði tilvistarkreppu þessa daganna. Ef ég geri eitt þá særi ég einn og ef ég geri annað særi ég aðra...En ég tek ákvörðun á morgun. Vonandi
| | 4 ummæli
10 hlutur sem ég geri áður en ég verð 40 ára.

1. Eignast draumakonuna og eignast með henni börn
2. Keyra E39M5 E60M5, Diablo, Tuscan, 360 eða F430, 550, 575, 599 og 959. 993TT og 996TT, EVO FQ400 og Elise 190.
3. Fara The Nuerburgring
4. Stofna fyrirtæki og auðgast
5. Ferðast um Evrópu í 2 til 3 mánuði á bíl
6. Hlaupa maraþon
7. Eiga heima í útlöndum
8. Komast á forsíðu Moggans
9. Leika í kvikmynd
10. Heimsækja Egilstaði...
| | 0 ummæli
Frábært. Ráderinn okkar er dáinn og það þýðir að ég kemmst ekki á netið heima í "ég veit ekki hvað" langan tíma. Þetta leiðir svo af sér að ég verð að tríttla út í skóla um helgina til þess að geta skilað verkefnum á netinu...Annars er stefnan sett á chil um helgina og kannski smá bíó og hlaup, jafnvel póker ef veður leyfir.
| | 0 ummæli
Gekk klökkur úr sögutíma í dag eftir að hafa verið að horfa á mynd um fjöldamorðin í Rwanda. Ætla ég að lesa þessa bók í framhaldinu.
| | 1 ummæli
Þá er littla prófatörnin búin. Ætlaði að slappa af í kvöld en ég fór frekar út í sundlaug og tók ein "vaktara" eins og við atvinnumennirnir segjum. Mér finns svo gaman þegar ég er að vinna svona yfirvinnu að telja í huganum hvað ég er búinn að græða mikið. Gaman að eiga næga peninga, þá getur maður fengið sér iPod, tekið leigubíl í skólan og fengið sér Supway á hverjum degi, og ekkert kafbátur mánaðarins neitt, heldur eðalbát á 900 kjéll.
Núna í spilun: Good vibrations by Beach Boys
| | 5 ummæli
Var ég búinn að minnast á að systir mín er ófrísk?! Við vitum ekki ennþá eftir hvern en....nei það er nú reyndar grín. Hún og Skúli alveg að deyja úr gleði. Man reyndar ekki hvenar það á að koma í heiminn en það skiptir kannski ekki máli...Á mjög erfitt með að sætta mig við þá staðreynd að mamma og pabbi eru að verða amma og afi, ég sem læt næstum því ennþá mata mig. Svo er líka skrýtið að systir manns sé að verða mamma einhvers og ég sé að verða frændi einhvers. Svo er líka skrýtið að ég er að verða 20 og áðan hló ég mig máttlausan þegar Einar prumpaði...Þau eru ekkert búinn að ákveða með nafn ennþá en ég stakk upp á Magnús (eins og ég geri alltaf þegar einhver er ófrísk(ur?) og er ekki búin(n?) að ákveða með nafn) en því var tekið með þögn og skiptingu á umræðuefni.

Núna í spilun: Slide by Goo Goo Dolls
| | 3 ummæli
Var klukkaður af Iðunni:-D

4 störf sem ég hef unnuð við æfina
Unglingavinnan
Málari
Sundlaugavörður
sendibílstjóri

4 kvikmyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur
Juragarðurinn I
Love Actually
Dumb & Dumber
???????????

4 staðir sem ég hef búið á
Reykjavík-Tómasarhagi
Selfoss-Bankavegur
------
------

4 sjónvarpsþættir sem mér líkar
Top Gear
Friends
?
?

4 staðir sem ég hef heimsótt í fríi
Kaupmannahöfn
London
Króatía
Svíþjóð

4 síður á netinu sem ég heimsæki daglega
Bloggsíður
mobile.de
timesonline.co.uk
mbl.is

4 matarkyns sem ég held uppá
Allt á Supway
grjónagrautur
Soðin ýsa
Pizza

4 staðir sem ég vildi heldur vera á núna
Bílabúð Benna á frumsýningu á nýjum 911
London
Annars langar mig bara að vera heima hjá mér sko...

4 aðilar sem ég klukka
Águsta, Hjalti, Aldís og Davíð Oddson
| | 0 ummæli
Bíddu...Kemur síðan mín eitthvað asnalega út hjá ykkur sem nota Explorer?
| | 0 ummæli
You scored as Mathematics. You should be a Math major! Like Pythagoras, you are analytical, rational, and when are always ready to tackle the problem head-on!

Mathematics

100%

Engineering

75%

Journalism

75%

Art

67%

Philosophy

67%

Biology

50%

Sociology

42%

Dance

42%

Theater

42%

Psychology

42%

English

42%

Anthropology

33%

Linguistics

33%

Chemistry

25%

What is your Perfect Major? (PLEASE RATE ME!!<3)
created with QuizFarm.com
| | 0 ummæli
Ég bý það vel að ég þarf ekki að gera skattaskýrsluna mína sjálfur. Læt endurskoðandann um það.
| | 3 ummæli
Og við unnum ekki versló. En samt var ég stoltur af mínum mönnum. Við vorum t.d. með miiiiikið betra klapplið, kannski ætti að endurskoða stigagjöfina og gefa einnig fyrir klappið? Ég varð svo heppin að andlit mitt sást í um 3 sek, tók einhver eftir því?
| | 0 ummæli

Shheu

Ég hló mikið í stærðfræði í gær (innra með mér). Þannig er mál með vexti að kennarinn er frá Póllani og talar þar með bjagaða íslensku. Hún getur t.d. ekki sagð sje (C) "rétt". Segjir allaf shheu og þykir mér og Jónasi gaman að hlusta á hana tala. En það fyndna er þó þegar sleikjan í áfanganum var að spurja um dæmi C, og ég tek fram að hann er innfæddur íslendingur. í stað þess að segja "en hvað með dæmi sje" þá sagði hann" en hvað með dæmi shheu", og hann var ekki að gera grín af henni. Þetta er bara orðið svona innprentað í hann.
| | 0 ummæli
Stundum velti ég því fyrir mér hvort Örn Óskars sé að grínast með hvað hann veit mikið. Hann veit nákvælega allt um allt, eða næstum.
| | 0 ummæli
Ég uppgvötvaði undraefni the other day. Ég kýs að kalla efnið anfetamínstera en í raun er þetta bara grænt te með kofeini. Drekk þetta á morgnanna áður en lagt er af stað út í lífið og finn ég þvílíkan mun á mér. Er mun betur vakandi og tek betur eftir. Spurðist til um teð og þetta á víst alveg að vera save.
| | 0 ummæli
Og pabbi kom heim með fokking 10 kíló (5 X 2000 grömm) af MnM. Ég sendi honum email þegar hann var úti og sagði honum að hann yrði að koma með MnM annars afneitaði ég honum sem föður, sem var nú meira sagt í gríni og var að búast við kannski smá MnM en ekki svona miklu. En núna sit ég uppi með ógeðslega mikið af MnM, hálft kíló af hnetusukkulaði, 250 grömm af venjulegu súkkulaði og EVO blað. Þeim sem langar í nammi endilega banka upp á og ég skal glaður gefa ykkur smá í poka, og kannski ljósritaðar greinar úr EVO með
| | 5 ummæli
ohh ég nenni ekki að byrja á Sjálfstæðu fólki, bara hef ekki nennu.
| | 0 ummæli
Og Pabbi tjáði mér að hann væri að fara til Danmerkur til þess að ræða við einhvern æðstaprest hjá múslimum þar í landi, teiknimyndamálið sko. En það skrýtna var að hann var ekkert að segja manni frá því fyrr en nokkrum klukkutímum fyrir brottför.
Annars var ég að koma úr bænum með Heimi og Díönu (systir of Heimir), fórum á þessa, rosaleg mynd mar.
| | 0 ummæli
Fyrir þá sem eru að leita af mynd af táslingunum mínum þá lak þetta út á netið. Mæli með þessu sem desktopmynd.
| | 8 ummæli
Veðrið hinn fræga dag, 19 Júlí 1986.
| | 1 ummæli
Og geðveikin heldur áfram. Er loksins farinn að fá arð af hlaupinu, viktaði mig áðan og var ég ekki nema 85700 grömm sem er alveg 2500 gramma missir. Annars er rosalega mikið að gera í skólanum, kannski of mikið.
fékk miðannarmatið í dag og aldrei á ævinni hef ég verið jafn hissa. Fékk C fyrir líffræði, sem þýðir að ég verð að "taka mig á", TAKA MIG Á?! Er ekki nógu gott að vera með 7 í meðaleinkun úr verkefnum og prófum, glósa alltaf og hafa gaman af áfanganum? Fékk ég A í efnafræði, þar sem ég nenni varla að mæta og sýni 0 áhuga og svo B fyrir tölfræði þar sem ég er alltaf á undan og hlæ að námsefninu! En þar sem þetta mat þýðir nákvæmlega ekki neitt, nema þá hvort kennaranum líkar við mann eða ekki, þá skiptir þetta littlu máli.

Svo er ég byrjaður í leit að vinnu fyrir sumarið og ef þú veist um góða stöðu, helst stjórnunarstöðu, sem gefur vel af sér og er með sveiganlegan vinnutíma. Endilega hafa samband og við getum talað saman.

Núna í spilun: Bleed From Within by The Music