| |
Og geðveikin heldur áfram. Er loksins farinn að fá arð af hlaupinu, viktaði mig áðan og var ég ekki nema 85700 grömm sem er alveg 2500 gramma missir. Annars er rosalega mikið að gera í skólanum, kannski of mikið.
fékk miðannarmatið í dag og aldrei á ævinni hef ég verið jafn hissa. Fékk C fyrir líffræði, sem þýðir að ég verð að "taka mig á", TAKA MIG Á?! Er ekki nógu gott að vera með 7 í meðaleinkun úr verkefnum og prófum, glósa alltaf og hafa gaman af áfanganum? Fékk ég A í efnafræði, þar sem ég nenni varla að mæta og sýni 0 áhuga og svo B fyrir tölfræði þar sem ég er alltaf á undan og hlæ að námsefninu! En þar sem þetta mat þýðir nákvæmlega ekki neitt, nema þá hvort kennaranum líkar við mann eða ekki, þá skiptir þetta littlu máli.

Svo er ég byrjaður í leit að vinnu fyrir sumarið og ef þú veist um góða stöðu, helst stjórnunarstöðu, sem gefur vel af sér og er með sveiganlegan vinnutíma. Endilega hafa samband og við getum talað saman.

Núna í spilun: Bleed From Within by The Music

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hef vinnu við hreingerningu á svalarhurðum mjög lekkert ræður þér sjálfur...