| | 1 ummæli
Fór í karlmennskuhlaup með Hjalta áðan og er að drepast núna í hægri fætinum! Ég held ég sé kominn með ástæðu fyrir smá innkaupum fyrst ég er alveg að nenna þessu hlauperíi, nýja skó og kannski hlaupabuxur.
Heimir, Einar og Marie voru að fara eftir idol kvöld. Ég skil ekki afhverju maður nennir alltaf að horfa á það, alltaf jafn leyðinlegt. Ég er farinn að yfirgefa sjóvarpsherbergið í byrjun hvers þáttar þegar þau standa öll upp á sviði og syngja og dansa saman, ég bara skammast mín fyrir þeirra hönd, fæ kjánahroll. Fæ þennan sama hroll þegar Eiríkur singur, örugglega ágætis náungi, en ég skammtast mín bara of mikið fyrir hans hönd. Fá fleiri svona kjánahroll þegar horft er á idol? Svo grilluðum við Banana.

Núna í spilun: Goodnight Moon by Shivaree
| | 1 ummæli
Ég verð alltaf svo parónója þegar einhver á heimilinu fær flensu. As we speak er t.d. Kolbeinn að æla...og ég er hérna niðrí kjallara, vil ekki koma of nálægt honum. í hvert sinn sem ég finn fyrir einhverjum verk einhverstaðar í líkamanum þá er mín fyrsta hugsun "ha? er ég að verða veikur? hvað er að gerast?".
| | 0 ummæli
Jæja ræðukeppnin fór vel og ég náði að samfæra salinn um að hitt liðið væri andsetið:-D. En hvorugt liðið var lýst sigurvegarar. En annars var gaman á kátum dögum, vona að flóafárið á morgun verði skemmtilegt líka.
| | 0 ummæli
Til hamingju Heimir

Já hann Heimir átti afmæli í gær og vegna veikinda sem hann hefur átt við að stríða undan farið (einhver flensa) og vegna þess hefur hann verið upp í rúmi alla vikuna, þá alveg stein gleymdi ég að óska honum til haminju með daginn. TIL LUKKE MEÐ DAGINN HEIMIR. Ég vona að hann eigi eftir að halda afmæli um helgina, og ef hann heldur það þá vona ég að hann eigu eftir að bjóða mér, því alltaf er gaman í afmælum hjá Heimi Thor. Já hann heimir er algjör sniller, hann er fyndinn, skemmtilegur, góður vinur, gáfaður, og um fram allt bestur. Þið sem gleymduð líka að óska honum til hamingju endilega senda á hann SMS, því af eigin raun þá veit ég hvað það er gott að fá SMS þegar maður er veikur og liggur heima með 6 seríur af "Sex and the city"...Lengi lifi Heimir
| | 5 ummæli
Þá eru kátir dagar að byrja á morgun þar sem málfundarfélagið verður með ræðukeppni á fimmtudag, það verður gaman og fyndið. Er að leggja lokahönd á ræðuna mína og er hún nokkuð súr, en það er bara skemmtilegra fyrir þá sem horfa á. Svo keppi ég í stærðfræði fyrir liðið mitt í flóafárinu, ég sem ætlaði að reyna að sleppa við að gera eitthvað. Annars var ég að koma úr sundi, hljóp líka.
| | 2 ummæli
Það er svo fyndinn kall í heimsókn hjá okkur núna. Hann er ættfræðingur og þar að auki skildur okkur. Rekur sjálfur ættfræðifyrirtæki. Hann lifir fyrir ættfræðina.
| | 10 ummæli
FÓLK SEM KANN EKKI NEITT, SKILUR EKKI NEITT OG VEIT EKKI NEITT Á EKKI A? HAFA BÍLPRÓF!

Nei ég er kannski ekki alveg svona pirraður en hvað samt málið hjá sumum? það var bakkað á mig í dag af ungri konu. Ég auðvitað fer út úr bílnum, tékka á skemmdum og kem auga á dæld í hurðinni sem var augljóslega eftir bílinn hennar. Ég hef nú ekki mikla reynslu af svona tjónaveseni þannig að ég spyr hana bara um Símanúmer sem hún neitar mér um(?) þannig ég spyr um heimilisfang og tek niður bílnúmerið hennar. Seinna um daginn ætlað égi að tala við hana en þá kom maðurinn hennar út og var greinilega að undirbúa sig undir einhverskonar átök...En ég var pollrólegur að vanda og var ekker að æsa mig þótt hann væri æstur. Benti honum á skemmdirnar, hann neitaði þær væri henni að kenna...ég brosti...hann sagðist vinna við að gera við bíla og vissi alveg hvað hann væri að tala um....Ég sýndi honum þá aftur brotinn lista og dældina á hurðinni...Hann endurtók allt afur...Ég útskýrði fyrir honum að þetta hafi nú verið soldið högg og líkurnar á að ekkert hafi komið fyrir bílinn séu hverfandi, auk þess sem það séu dæld í hurðinni sem ég hafði aldrei séð áður. En hann hristi bara hausinn... þannig að ég þakkaði honum bara fyrir og fór. En málið er ekki búið, bílinn fer í tjónaskoðun(held ég að það heiti) eftir helgi og þá fáum við þetta bætt.
| | 4 ummæli
I am worth $1,664,000 on HumanForSale.com
| | 0 ummæli
En annars var ég að koma af ritráðsfundi þar sem megnið af tímanum var nýtt í að skoða og skera niður 300 ljósmyndir af sætum stelpum og strákum sem eiga að fara í blaðið. Ég hafði enga skoðun á myndunum og sagði stelpunum það.
| | 0 ummæli
What?. Ég hélt ég væri í stórum hópi fólks sem skyld ekki tilganginn með Myspace, en svo er greinilega ekki.

Til gaman má geta að ég nota Google um 20 til 30 sinnum á dag.
| | 3 ummæli
Hvernig er hægt að lenda í ritstíflu þegar maður er með heimildir upp á 700 bls fyrir framan sig? Mér hefur alla vega tekist það og ég á að skila eftir 90 mín og er alveg tómur. Ætli ég þurfi ekki bara að fara í gegnum textann og bæta inn orðum hér og þar. Gummi Matt tjáði mér að hann hafi skrifað 13 bls, ég er að rembast við 4. Enda er ritgerðin um hvalveiðar við ísland. Geðveikt spennandi.

Núna í spilun: Hung Up by Madonna
| | 2 ummæli
jæja klukkan að verða 5 og ég er ennþá hérna við tölvuna að vinna grein fyrir Notabene. gengur frekar hægt. Síðustu þrír sunnudagar hafa allir einkennst af ritgerðasmíðum (sem ég þoli ekki) og heimadaæmareikningi (sem ég þoli). Held að dagurinn á morgun/eftir verði engin undantekning.

P.s Ég er svo sibbinn núna að ég á örugglega ekki eftir að muna eftir þessari færslu á morgun.

Núna í spilun: Submarines (Pendulum Remix) by Fresh
| | 0 ummæli
vaknaði við að fá sólargeisla í augun. Ekkert smá gott veður hérna á Selfossi. Skrapp út til Guðna bakara og náði í rúmstykki fyrir fjölskylduna og hef síðan verið að slappa af. Hjalti hringdi og við erum ásamt Heimi og Kolbeini að fara í sund til Hveragerðis, það verður gaman. Ritgerð, heimadæmi og skokk á morgun. Fór í gær með strákunum í bæinn. Hittum Einar og Marie og fórum á Eldsmiðjuna þar sem við fegnum alveg rosalega góðar pizzur. Svo var spilaður póker til 1. Good times:-D

núna í spilun: Advertising Space by Robbie Williams
| | 9 ummæli
Ég var virkilega þreyttur í skólanum í dag. Vissi varla hvar og hver ég var í tölfræði og íslenskutíminn er í þoku. Ipollinn er á sjúkrahúsi, hringdi áðan og þeir eru ekki byrjaðir á honum eins og ég bjóst við, þannig að ég verð bara að taka gítarinn með mér út að hlaupa og tralla fyrir sjálfan mig meðan ég hleyp! En núna er það bara hommalegasta lag allra tíma í spilun og svo Rumor has it.

Núna í spilun: A Whole New World by Aladin (movie version)
| | 2 ummæli
Þóttist vera þjálfari fyrir Sigurlín áðan. Var alveg að fíla það. Sótti "peyjana" inn í sturtu og allt! Labbaði svo um með kaffibolla í úlpu, ekki blárri þó. Tók millitíma og sagði strákunum til. Vantaði bara nýtt föðurnafn og ég hefði verið Magginn endurfæddur.
| | 3 ummæli
úff ég get ekki sagt að Munich sé rosalega góð mynd, alveg 800 krónu virði samt. Fannst hún bara of væmin. Gat til dæmis ekki annað en hlegið þegar gaurinn var að tala við dóttur sína í símann grenjandi. En hún var vel leikin og flottar tökur. 3.5 af 5
| | 6 ummæli
Vá hvað þol er fljótt að koma. Fór út í dag og hljóp stóran hring með iPod, sem reyndar varð batteríslaus eftir 15 mín! Planið er að fara aftur út á morgun og sunnudag. En annars er ég létt nettur. Mikið að gera þessa helgi, lesa bók, reikna heimadæmi, klára efnafræðiverkefni, klára tölfræðiverkefni, hlaupa...Held að það sé líka hópferð á Munich. Er farinn að huga að sumarvinnu. Mörg járn í eldinum, mis heit reyndar...
| | 0 ummæli
Það er svo skemmtilegt þegar kennarar meta það sem maður gerir...í dag var t.d verkefni sem ég skrifaði lesið upp fyrir alla í bekknum:-).