| | 2 ummæli
Fyrsti skóladagurinn búinn á nýrri önn, og ég er strax byrjaður að búa til forrit. Kýs að kalla það Superzonic3000, en það reiknar út sveiflutíma gorms. Annars byrjar þetta frekar rólega, þetta littla forrit mitt var eina heimaverkefnið, og þar sem það er klárað get ég tekið því rólega það sem eftir er af deginum. Ef þig langar að styrka mig í vetur í formi þess að borga fyrir mig stöð 2, þá væri það mjög vel þegið. Var nebbla að átta mig á að dagskráin hjá þeim er klikk, alla vega í vetur. Sótti einnig fría strædókortið mitt áðan, þurfti að bíða í röð í sólarhring (eða að því virðist)

Raunveruleikinn tekur við

| | 0 ummæli
Kominn heim úr ferð minni um landið. Fórum hringinn, fyrsta sinn hjá mér og kobba, en ekki pabba. Akureyri kom á óvart, gæti alveg hugsað mér að búa þar, og Eigilsstaður voru fallegri í dagsljósi en myrkri (síðast þegar ég kom þangað sá ég staðinn aldrei nema í myrkri), tókst samt ekki að segja hæ við laufey. Toppurinn var samt þegar við sigldum á lóninu með ísjökunum. Sáum seli og fengum að halda á ís, sem var yfir 1000 ára gamall. Mér fannst þetta svo magnað að túristarnir sem voru með mér á bátnum horfðu eitthvað einkennilega á mig. Set myndir hér inn fljótlega, því myndir segja meira en 1000 orð...Endaði svo á því að heimsækja Heimi í Þórsmörk. Það var mjög gaman, fórum í alveg klikkaðar gönguferðir, og svo var fólkið þarna líka svo skemmtilegt. En núna er raunveruleikinn tekinn við, skólinn byrjar á morgun og þá eru það bara námslán og núðlusúpa fram til áramóta. Hlakka til:-D
| | 2 ummæli
Farinn í ferðalag, gleymdi símanum mínum hjá Heimi, þannig að ekki hringja í mig. Skrifa hér einn ef ég er kominn með símann aftur.

Sjáumst
| | 1 ummæli
Ég veit ekki hvort myndin Next hafi komið í bíó, en eftir að hafa horft á hana geri ég ekki ráð fyrir því. Er verið að gera grín með söguþráðinn? Maður getur séð 120 sek fram í tímann, en af einhverjum sökum getur hann það bara stundum, til að hægt sé að ná honum í myndinni. CIA er á eftir honum til að láta hann spá fyrir sér um hvar kjarnorkusprengja mun springa, en hann vill ekki hjálpa þeim, af því hann vill vera frjáls. En á endanum vill hann hjálpa þeim, því hann vill líka vera góður. Eins og hann sýndi í myndinni þegar hann gaf littlum strák afmælisgjöf (???).

HA HA HA HA HA HA HA ! ! !

| | 2 ummæli
Smiður smíðar hlut. Sá sem kaupir hann notar hann ekki en sá sem notar hann veit ekki af því. Hver er hluturinn ?
| | 0 ummæli
Þvílíkur dagur. Kom heim frá vinnu um 3 og ákvað að leggjast aðeins upp í rúm og lesa lifandi vísindi. Vaknaði svo 7 tímum og 11 missed calls seinna, klukkan 22:00! Ég hef greinilega verið þreyttari en ég gerði mér grein fyrir. En ég var víst klukkaður af lufsunni, á að skrifa 8 staðreindir um sjálfan mig...

- Ég dýrka Abba, og skammast mín ekki fyrir það. Tímalaus tónlist.
- Dýrka langa og rólega göngutúra
- Uppáhalds útvarpsþátturinn minn er The Ricky Gervais Show á XFM í bretlandi. Er með um 100 klukkutíma af þeim í tölvunni minni
- Uppáhalds manneskjan mín er karl Pilkington, snillingur.
- Ég hef aldrei getað átt hjól lengur en 2 mánuði, þeim er alltaf stolið
- og þegar ég hugsa út í það...hef ég aldrei átt lás heldur
- Ég þarf að nota gleraugu, en hef ekki nennt ennþá að kaupa þau.
- Hef aldrei fengið sekt fyrir hraðakstur, enda keyri ég eins og kelling, og er stoltur af.

| | 3 ummæli
Tók þátt í mínu fyrsta hlaupi á fimmtudaginn, ásamt kobba. Bara 5 kílómetrar. Mætti ferskur til leiks, en þó ekki í mínu besta formi. Þess vegna ákvað ég að halda mig aftast við startlínuna og vinna mig upp ef ég væri að fíla mig. Þegar var svo loks kallað á okkur að koma að byrjunarlínunni labbaði ég auðvitað aftastur og lét lítið á mér bera. Sjokkið kom svo þegar kynnirinn kallaði "og allir snúa sér svo við". Ég var fremstur, og ekki séns að troða sér aftast. Þurfti að hlauða ógeð hratt fyrstu 300-400 metrana til að vera ekki fyrir, og þar með drap ég labbirnar í síru. en náði svo að hægja á mér en það var of seint, ég var búinn á því. Endaði frekar aftarlega, en kláraði þó vel, gæti örugglega bætt tímann um 5 til 6 mín næst. Mjög gaman að hlaupa um götur í RVK í lögreglufylgd. Er að spá í að skrá mig í glitnishlaupið, og fara þá 10 Km, þarf þá að vera duglegur að hlaupa næstu tvær vikurnar.
Kominn með lykil að íbúðinni "minni", flyt inn á fimmtudaginn. Ætli maður haldi ekki innflutningspartý í september, kynni það bara hérna á síðunni seinna.