| | 3 ummæli
Mér finnst svo fyndið að skoða bloggsíður hjá fólki sem er með einhverja broskalla fyrir aftan flesta linka inn á bloggsíður hjá öðru fólki. Yfir leitt er :-) eða ;-) jafnvel :-D eða jafnvel ekki neitt. hver er munurinn á :-) og ;-) ? Yfirleitt eru það nú samt stelpur sem gera þetta, þannig þetta er greinilega eitthvað stelpu dæmi sem við hin (við sem erum ekki stelpur) skiljum ekki. Kannski að einhver stelpan taki sig til og útskýri þetta allt saman fyrir mér og öðrum.
Dæmi um broskalla-linka-blogg
| | 2 ummæli
Lít ég út fyrir að vera 52 ára gamall prestur? Þannig er mál með ávexti að það var bankað hérna í morgun og stóð kona við útidyrnar sem var að fara í viðtal hjá pabba. Pabbi var að klára busta í sér tennurnar og biður mig þess vegna að skutlast og opna. Ég opna og heilsa henni (hef aldrei séð hana áður). Hún heilsar á móti spyr mig hvort ég sé Séra Kristinn! Pabbi sagði að ég hefði átt að spila með og þykjast vera hann, í smá stund alla vega. Til gamans má geta að ég var í hettupeysu og gallabuxum þegar þetta gerðist.
| | 4 ummæli
Þurfti að fara aftur til tannlæknis í dag, hef ekki áttað mig á undraheimi tannþráðarins undanfarin ár en ég er kominn með þetta á hreynt núna. Enginn skemmd næst þegar ég kem, því skal ég lofa. Án efa með lengri tannaðgerðum (ef um aðgerð er hægt að tala) sem ég hef farið í, ætli ég hafi ekki eitt rúmum klukkutíma í sætinu. Fann samt aldrei fyrir sársauka sem var nýtt. Tannlæknirinn byrjaði að setja eitthvað á varirnar á mér og segja "Svona fá allir hér í dag" svo hló hún smá og aðstoðarkonan glotti, ég var viss um að hún hafi verið að setja á mig varalit, en hún sagði þetta hafi verið mýkingarefni, sem var svo satt, ég fór beint inn á klósett og tékkaði eftir "aðgerðina". Ef ég væri tannlæknir mundi ég setja varalit á alla þá sem eru að koma í fyrsta skipti, hversu fyndið væri að horfa á fólk með galopna munna með varalit, þá sérstaklega karlmenn yfir fimmtugt.
| | 0 ummæli

Anyways vaknaði snemma og gekk frá umsókn um skólavist við HÍ eftir áramót. Núna er það bara að býða og vona, geri nú samt ráð fyrir að mér verði veittur aðgangur inn í skólann... Er farinn að hlakka svo til, þótt ég kvíði því líka smá, að byrja í nýjum skóla er alltaf stórt skref. En ég þekki nú samt einhverja þarna þannig að ég verð ekki eins og álfur út úr hól. Svo útskrifast ég 22 des og þá eru gjafir vel þegnar:-D
| | 2 ummæli
Skal fúslega viðurkenna mig sekan um leti síðastliðna daga. T.d ekki hreyft mig í viku, eftir að ég kem heim úr skólanum dýfi ég ekki littlutá úr fyrir húsið. Það er bara eitthvað við þennan kulda sem fer í mig. En ég tek mér samt tak á morgun og fer og hreyfi mig og sonna (á morgin segir sá...). Núna er ég kominn með ipod og það þýðir ekkert að vera í einhverju letiríi. Helgin verður góð þar sem nýja Bondmyndin kemur í bíó. Vonandi á Selfoss, annars skreppur maður bara í bæinn.
| | 0 ummæli
Fleiri myndir frá afmælinu hennar Laufeyjar í boði Dags.
| | 0 ummæli
Vúhú! Ég fæ nýjan polla á mánudaginn, og það að kostnaðarlausu:-D. Loksins get ég farið út að hlaupa án munnhörpunnar minnar!
| | 0 ummæli
Dagarnir líða hratt og vel um þessar mundir. Littla barnið er mjööög lítið, svo lítið reyndar að ég spurðist fyrir um hvort það væri nokkuð of lítið, en svo var nú ekki. Mér var boðið að koma með á jólahlaðborð með sundlauginni 2 des, ég þáði það með þökkum, frítt og allt! Svo sendi ég mail á studentagardar.is og spurði hvort þeir væru ekki örugglega með íbúð á lausu eftir áramót, helst með hornbaðkari. En nei, 12 tl 14 mánaða bið eftir íbúðum. Ég verð þá líklega bara að vera alltaf í "heimsókn" hjá Ömmu og Afa, segist bara ætla að horfa aðeins á sjónvarpið hjá þeim þegar þau eru að fara sofa... Er núna upp í skóla að sofna úr þreytu, ég bara verð að leggja mig þegar ég kem heim á eftir, bara verð.
| | 3 ummæli
Mamma mín og Pabbi eru orðin Amma og Afi. Nei ég var ekki að eignast barn heldur systir mín og maðurinn hennar. Veit bara að það var strákur. Hef ekki séð það ennþá, kannski í kvöld. Vona það sé krúttlegt, eða, eru ekki öll smábörn krúttleg?
| | 0 ummæli
Hlynur Sigmars er einstaklingur sem gefur mér mikla gleði þessa daganna, en hann heldur úti síðunni hlynursigmars.is. Ég þarf ekki annað en að rétt kíkja inn á síðuna til að koma mér í gott skap. Hann setur markið hátt og stefnir á annað sætið á lista samfylkingar í suðurkjördæmi, metnaður í mínum manni. Ég veit ekki alveg hvað mér finnst svona fyndið við þennan aumingja mann. Kannski einhver samblanda af svipnum á honum á heimasíðunni og þeirri staðreynd að hann er órakaður á myndinni og með hneft frá skyrtunni. Þá líklega til að höfða til kvenþjóðarinnar, enda fráskilinn samkvæmt þeim upplýsingum sem hann gefur um sjálfan sig. En á hinn bogin vorkenni ég honum svolítið vegna þess að það er deginum ljósara að hann á ekki eftir að komast hátt á listann. En ég get samt lofað honum að ef ég tæki þátt í prófkjörinu mundi ég kjósa hann.
| | 0 ummæli
Ohh núna man ég hvað það var sem ég þurfti að bæta. Tannhirða. Ég busta mig alltaf þegar ég vakna og allt það en gleymi því oft á kvöldin. Var að koma frá tannlækninum og hún fann skemmd. Ég verð að koma aftur eftir 22 daga og þá í heilan klukkutíma! Hún lagaði brotna fyllingu og setti eitthvað tæki upp í mig sem ég veit ekki hvað gerði. Borgaði 4900 fyrir.