| |
Þurfti að fara aftur til tannlæknis í dag, hef ekki áttað mig á undraheimi tannþráðarins undanfarin ár en ég er kominn með þetta á hreynt núna. Enginn skemmd næst þegar ég kem, því skal ég lofa. Án efa með lengri tannaðgerðum (ef um aðgerð er hægt að tala) sem ég hef farið í, ætli ég hafi ekki eitt rúmum klukkutíma í sætinu. Fann samt aldrei fyrir sársauka sem var nýtt. Tannlæknirinn byrjaði að setja eitthvað á varirnar á mér og segja "Svona fá allir hér í dag" svo hló hún smá og aðstoðarkonan glotti, ég var viss um að hún hafi verið að setja á mig varalit, en hún sagði þetta hafi verið mýkingarefni, sem var svo satt, ég fór beint inn á klósett og tékkaði eftir "aðgerðina". Ef ég væri tannlæknir mundi ég setja varalit á alla þá sem eru að koma í fyrsta skipti, hversu fyndið væri að horfa á fólk með galopna munna með varalit, þá sérstaklega karlmenn yfir fimmtugt.

4 ummæli:

Ágústa Arna sagði...

varstu bara í klukkutíma?? ég hef verið í alveg 2 tíma í stólnum hjá tannza:)

Nafnlaus sagði...

Vonandi eru flestir ekki að fara í fyrsta sinn til tannlæknis um 50 úff vildi ekki sjá uppí þá;) En allavega tannþráður getur gjörsamlega bjrgað manni þá safnast ekki tannsteinn þekki þetta kall;)

Nafnlaus sagði...

OG þetta var ég svana svo skrítið að kommetna hérna kann það ekki skiluru;)

Hjalti Rúnar sagði...

Klöppum fyrir manninum sem að sagði nei takk við tannlækninn!