| |
Dagarnir líða hratt og vel um þessar mundir. Littla barnið er mjööög lítið, svo lítið reyndar að ég spurðist fyrir um hvort það væri nokkuð of lítið, en svo var nú ekki. Mér var boðið að koma með á jólahlaðborð með sundlauginni 2 des, ég þáði það með þökkum, frítt og allt! Svo sendi ég mail á studentagardar.is og spurði hvort þeir væru ekki örugglega með íbúð á lausu eftir áramót, helst með hornbaðkari. En nei, 12 tl 14 mánaða bið eftir íbúðum. Ég verð þá líklega bara að vera alltaf í "heimsókn" hjá Ömmu og Afa, segist bara ætla að horfa aðeins á sjónvarpið hjá þeim þegar þau eru að fara sofa... Er núna upp í skóla að sofna úr þreytu, ég bara verð að leggja mig þegar ég kem heim á eftir, bara verð.

Engin ummæli: