| | 4 ummæli
hef verið í sumarfríi andlega, frá því ég kom frá Róm og einkennist líf mitt þar af leyðandi af andstæðum um þessar mundir. Ég svaf til 16:00 í dag, en fór út að hlaupa þegar ég vaknaði, með Gunna Gunn. Þreyf bílinn og vaskaðu upp. Þarf svo að vakna um 06:00 á morgun. Róm var flott, allt mjög gamalt, fólkið líka og stundum maturinn. Vatikanið var flottast, og söfnin sem eru þar, OG PÉTURSKIRKJAN MAR. En hitinn var yfirþyrmandi, upplifði meira segja svona kast þar sem ég bara varð að komast í smá kulda. Fer næst um vetur. Sýni kannski myndir á næstunni. Er alltaf að vinna í sundlauginni ef einhver hefur áhuga á að heimsækja mig, eins og laufabrauðið o.f.l gerðu um daginn.
| | 6 ummæli
Fór með sundlauginni (starfsfólki) í vísindaferð til keflavíkur í gær, skoðuðum einhverja sundlaug, sem var ekkert sérstakt, hitti samt Hjalta smá, það var gaman. Fórum svo í bláalónið, sem var geggjað. Sá ekki neinn íslending og mun pottþétt koma þarna aftur, þótt það sé verið að nauðga manni smá, 1400 kall fyrir eitt skipti er blóðugt. Enduðum svo á að fá okkur að borða á Menam, sem er alltaf gott. Svo erum við að undirbúa okkur undir Róm, eða Kolbeinn og Pabbi eru að því, eru með fuuulllt af DVD diskum og bókum sem þeir eru að stúdera, pabbi er meira segja með disk þar sem ítalska er kennd, ætlar greinilega að læra hana á 3 dögum. Þeir ætla sko að nýta tímann til fulls. Ætli ég elti þá ekki bara þarna úti, og kinka kolli.