| | 3 ummæli
Muniði þegar ég var hræddur um að falla í greiningu burðar? Ég náði, með 7. Frekar sáttur, samt ekki. Veit ég klúðraði 20% spurningu, sem ég hefði getað reiknað, fékk samt örugglega eitthvað fyrir hana. En ætli maður læri ekki bara að fara alltaf vel yfir próf áður en maður skilar þeim. 50% stóðust áfangan, meðaleinkunn 5,5. Enginn fékk 10. Þar með náði ég öllu, sem ég tók próf í. Stærðfræðigreiningin verður mössuð næsta vetur.
| | 0 ummæli
Það má færa rök fyrir því að ég sé í love/hate sambandi við hárið mitt þessa dagana. Er alltaf á leiðinni í klippingu, en næ alltaf að finna mér eitthvað skemmtilegra að gera, eða þá að ég horfi í spegil og hugsi: "hey there sexy, það fer þér kannski bara vel að vera með smá lokka". 20 mín seinna fell ég á kné og ákalla almættið gráti næst, því ég þoli ekki lengur að vera með "allt þetta" hár. Ég ætlaði að klára málið á morgun, en frétti það út í bæ (án djóks) að ég ætti að vinna á morgun. Þannig lokkarnir fá að hanga, alla vega fram yfir helgi. Hver veit hvað gerist þá, skemmtilegt hvað líf mitt er mikið ævintýri.
| | 2 ummæli
Nohh þá eru bara komnar tvær einkannir í hús. Fékk 8 (eða 8.2) í tölvuteikningu. Grín áfangi og í raun má segja að ef maður fær ekki 10 reyndi maður ekkert á sig alla önnina. Svo línuleg Algebra, falláfangi (enda kenndur bæði vor og haust), meðleinkunn var 4,3 og ég NÁÐI MEÐ 7. Var sem sagt einn af þeim 38 sem náðu af þeim 100 sem byrjuðu áfangann:-). Núna er það bara að bíða eftir Greiningu burðarvirkja, er ekki jafn bjartsýn þar, enda misskildi ég 20% spurningu og gleymdi svo að klára aðra...En sjáum hvað setur, tek þá bara endurtekningarpróf í ágúst. En á samt svo skilið á ná, er með um 8 í meðaleinkunn fyrir verkefni þannig ég kann efnið vel. Mætti svo ekki í stærðfræðigreiningarprófið, bara ekki búinn að vera nógu duglegur í henni undanfarinn mánuð, þannig ég gerðist kærulaus, læri hana bara í sumar.
| | 0 ummæli
Svona á maður að gera þetta. Hafa húmor fyrir sjálfum sér.

Af kosningum o.f.l.

| | 3 ummæli
Sumarið er komið, eins og skáldið sagði. Síðasta prófið gekk bara ágætlega, en mikið pirrar það mig hvað kennararnir eru slungnir að spurja um þau smáatriði sem ég var ekki 100% viss á (sem var nú ekki mikið), en maður nær þessu svosem, þótt ég hafi alveg verið dugló að læró, þá get ég gert mikið betur. Kaus áðan og ákvað mig í kjörklefanum. GAT bara ekki sett X við Árna Djónssen, það er bara eitthvað við samfylkinguna sem ég fíla ekki, örugglega samblanda af nafninu og merkinu þeirra (já ég veit, ég er málefnalegur), Frjálslyndir eru bara fyrir fólk sem býr út á landi (Selfoss er ekki út á landi), svo er merkið þeirra líka ljótt, og afhverju frjálslyndir?, mér finnst þeir ekkert vera frjálslyndari en aðrir. Vinstri grænir eru bara of neikvæðir fyrir mig, og þeir vilja hækka skatta, eitthvað sem ég vil EKKI, þótt Steingrímur sé minn uppáhaldsstjórnmálamaður, þá er hann ekki í framboði í mínu kjördæmi. Ég átti því bara um tvennt að velja, B og I, setti exið við B-ið núna, vegna Bjarna Harðar. Verð að viðurkenna að mér þætti það skoðandi að kjósa fremur um fólk en flokka.
| | 0 ummæli
Fann eintakið mitt af WOW eftir margra daga leit, var meira að segja búinn að ásaka Heimi um að vera með hann. Freistingar í mínu lífi eru bara of margar um þessar mundir. Ég gæti laumast til að spila hann smá í dag, eða farið í sund og sleikt sólina, eða tekið því rólega og leigt mér spólu og pantað mér pizzu, en ætti í raun að vera undirbúa mig undir næsta próf sem er eftir viku, en vika er bara svo langur tími þegar maður er í prófum.
Hlaupin áðan gengu vel, þótt ég hafi farið jafn langt og síðast var þetta mikið erfiðara. Með þessu áframhaldi hleyp ég léttilega til hveragerðis í águst.
| | 2 ummæli
prófið í dag var mikið erfiðara en ég bjóst við. Var búinn að reikna próf sem kennarinn hafði búið til í fyrra og það var ekkert mál. Geri ráð fyrir að ná, en þá verður það ekki með nema 5-u eða 6-u. En sjáum hvað setur, kannski gekk mér betur en á horfðist. Þoli ekki þegar kennarar koma með einhvern hrylling sem er ekki í neinu samræmi við það sem við vorum að gera alla önnina. En núna er það greining burðarvirkja eftir 7 daga. Byrja á því fagi á morgun.
| | 0 ummæli
Jæja, fór út að hlaupa áðan, ætli ég hafi ekki verið í hálftíma, eða ég vona það alla vega, og haldiði ekki að kallinn sé allur að koma til. Formið er samt ekki komið og ég er ennþá í sýru allt hlaupið en get þó haldið haus. Fyrsta háskólaprófið á fimmtudaginn, smá spenna í gangi, en mér á örugglega eftir að ganga vel, búinn að kynna mér efnið vel í vetur, en kannski búinn að vera heldur slakur að læra undir sjálft prófið. Svo erum við fjölskyldan að ræða um að fara til danmerkur í lok Maí, með Norrænu og taka bílinn með. Keyra um danmörk og heimsækja ættingja. Það verður örugglega geggjað. Þangað til seinna.