| | 0 ummæli
7 ára bið á enda.
| | 4 ummæli
í gærkvöldi labbaði ég niður í sjónvarpsholið okkar og lagðist niður. Fullur slökunnar og friðar. Andaði djúpt og naut þess að hafa klárað öll verkefni dagsinns. Í von minni um skemmtilegt sjónvarpsefni og rólegt kvöld kveikti ég á sjónvarpinu. Og þá spurja sumir hvað hafi verið á dagskrá, hvað ákvað forstjórakallinn hjá skjá einum að sýna skuli þetta kvöldið á besta tíma? FÆÐINGU Á MANNSKEPNU! Barnið var um það bil að koma í heiminn þegar myndin kom á skjáinn hjá mér og aldrei á ævinni hefur mér brugðið jafn mikið, Fyrst trúði ég ekki alveg hvað ég var að sjá, horfði gjörsamlega stjarfur í nokkrar sek áður en ég gat ekki meir og hljóp að kassanum og slökkti. Þessi þáttur heitir víst "Fyrstu skrefin" og er einhverskonar barna-þáttur, þó ekki ætlaður börnum, eins og sást í gær. Nú mundu sumir segja: "Magnús minn, þetta er nú bara eðlilegasti hlutur í heimi, svona komst þú í heiminn". En mér er sama, get ekki ýmindað mér að nokkur vilji horfa á þetta, nema þá foreldrar barnsins (þó ég telji það líka ólíklegt). Næst geng ég úr skugga hvað er verið að sýna áður en ég opna sjónvarið.

LAUGARdagur

| | 0 ummæli
Já það er ekki hægt að segja annað en það sé kominn laugardagur. Byrjaði daginn á að vakna snemma og vekja bræður mína, veit ekki alveg hvaða kendir ýta undir að ég vekji þá alltaf þegar ég vakna á undan þeim um helgar, veit fátt skemmtilegra en að hoppa upp í rúm hjá fólki og vekja það. Síðan fór ég út að hlaupa, og guð minn góður hvað ég þarf að hlaupa í sumar. Formið er bara farið, þannig ég fór ekki langt, bara 20 mín túr og svo beint í sund. Það má í raun segja að ég sé að komast í sumardúndrið, vá hvað það verður gaman að vera búinn í prófum, byrja hlaupa, vinna og spila WOW aftur. Svo fer ég kannski til útlanders, er einnig kominn með lubba, og það er óþolandi, lýður eins og Jón Ásgeir. Núna ætti ég að vera læra en ég er ekki alveg að fá mig til þess alveg strax, byrja eftir hádegi.
| | 5 ummæli
Jæja, þá fer þessari skemmtilegu önn senn að ljúka, og þar af leiðandi próf on the next leiti. Alveg semi jákvæður gagnvart prófunum, meina næ alveg Línu, GreinBurð og TölTeikn, en ekki viss með StæGrein, eiginlega bara búinn að afskrifa hana, ætla einbeita mér að hinu og sjá svo hvað setur. Núna var ég að koma af enn einum grænmetisstaðnum sem mamma dró mig á, ég spurði hvort þeir væru með eitthvað kjöt inni á staðnum, skinkubita eða í raun bara eitthvað sem kom af einhverju sem hafði heila, Neipp ekki eitt gramm, þannig ég fékk mér eitthvað sem ég kann ekki að bera fram, svo sem ágætt á bragðið. Merkilegt hvað grænmeti getur verið gott ef það er meðhöndlað nógu mikið.
| | 0 ummæli
Var að pimpa upp myspace-ið mitt. Eina sem mig vantar núna eru fleiri vinir, þannig allir að adda mér sem eru með myspace...

myspace.com/megnusmar
| | 0 ummæli
mmmmm ekki þægileg nótt, reyndar alveg hræðileg bara. Ég byrjaði á því að fá að gista hjá ömmu og afa, sem var gott og blessað. Þegar ég kom svo heim frá Einari og Marie voru amma og afi sofnuð, þannig það var ekkert að gera nema toga svefnsófan út, en þá áttaði ég mig á því að ég þyrfti að taka svefnsófann inn í stofu til ég gæti opnað hann almennilega (þetta er ný íbúð og fluttningafólkið setti húsgögnin bara einhverstaðar), það tók ekki nema 15 mín með tilheyrandi svita. Þá hélt ég að björninn væri unnin og ætlaði ég að koma mér þægilega fyrir, en nei, sængurfötin, sængin og koddin sem amma lét mig fá voru öll út í einhverju gumsi sem ég vill ekki vita hvað var. Ég gat ekki notað fötin mín sem kodda né sæng því ég varð svo sveittur við að koma sófanum inn í stofu, þannig í góðmennsku minni vöðlaði ég saman dagblöðum í bónuspoka og notaði sem kodda, svo tók ég handklæði og notaði það sem sæng. Svo þegar ég var loksins búinn að koma mér fyrir í fósturstellingunni kófsveittur í svefnsófanum á brókinni einum fata, með dagblöð undir höfðinu og handklæði ofan á mér byrjaði afi gamli að hósta upp úr svefni, hann hætti ekki að hósta fyrr en hann vaknaði morguninn eftir:-)
| | 0 ummæli
Mamma og Pabbi fóru og komu frá færeyjum, það er víst voða gaman þarna og þeim langar að fara aftur í sumar. Komu með færesku dagblöðin heim til að við getum hlegið okkur í svefn næstu daga, mjög fyndið og áhugavert að lesa þau, maður skilur alveg 90%. Það áhugaverða er samt að við íslendingar höfum alltaf horft á færeyinga sem smá kjána, svona eins og þegar smábarn segir eitthvað, þá hugsar maður bara: "hehe þú ert nú meiri kjánin". Þetta er nátturulega túngumálinu þeirra að kenna, en það sem ég vissi ekki er að Færeyjingar horfa einnig á íslendiga sem "Smá kjána" og finnst alveg rosa fyndið að heyra okkur tala saman. Svo skal viðurkenna það fúslega að ég er ekki búinn að vera nógu duglegur að læra í páskafríinu, ohh well kannski þarf ég bara á hvíld að halda. Er t.d. búinn að snúna sólarhringnum alveg við, enda klukkan að verða hálf 6 og ég bara að skoða bloggsíður og blogga, ekki vitund þreittur, B manneskja hér á ferð. Hef svo mikið um að hugsa á kvöldin að ég finn varla tíma til að sofa:-)