| |
mmmmm ekki þægileg nótt, reyndar alveg hræðileg bara. Ég byrjaði á því að fá að gista hjá ömmu og afa, sem var gott og blessað. Þegar ég kom svo heim frá Einari og Marie voru amma og afi sofnuð, þannig það var ekkert að gera nema toga svefnsófan út, en þá áttaði ég mig á því að ég þyrfti að taka svefnsófann inn í stofu til ég gæti opnað hann almennilega (þetta er ný íbúð og fluttningafólkið setti húsgögnin bara einhverstaðar), það tók ekki nema 15 mín með tilheyrandi svita. Þá hélt ég að björninn væri unnin og ætlaði ég að koma mér þægilega fyrir, en nei, sængurfötin, sængin og koddin sem amma lét mig fá voru öll út í einhverju gumsi sem ég vill ekki vita hvað var. Ég gat ekki notað fötin mín sem kodda né sæng því ég varð svo sveittur við að koma sófanum inn í stofu, þannig í góðmennsku minni vöðlaði ég saman dagblöðum í bónuspoka og notaði sem kodda, svo tók ég handklæði og notaði það sem sæng. Svo þegar ég var loksins búinn að koma mér fyrir í fósturstellingunni kófsveittur í svefnsófanum á brókinni einum fata, með dagblöð undir höfðinu og handklæði ofan á mér byrjaði afi gamli að hósta upp úr svefni, hann hætti ekki að hósta fyrr en hann vaknaði morguninn eftir:-)

Engin ummæli: