| | 0 ummæli
Ekkert smá skemmtilegur dagur. Vaknaði klukkan 7:45 og fór á æfingu. Fór svo að vinna með Lísu og Rúnari, sem var náttla bara geggað, þau eru alltaf svo hress þótt þau séu kominn á níræðis aldurinn. Fékk svo að fara úr vinnuni um 6 til að fara í útskriftarveisluna hans Heimis. Hún var mjög góð, enda góður matur og skemmtilegt fólk sem mætti á staðinn. Svo mætti ég aftur í vinnuna í jakkafötunum en var bara vísað heim, byrjaði reyndar að þrífa í þeim en Rúnar bara "Magnús! Farðu heim, gerðu eins og Þér er sagt!" var næstum reiður...En þá fór ég bara ofan í og var til 11. Var að koma heim og ætlaði að horfa á kosningasjónvarpið en missti áhugan eftir 10 sek. Farinn að lúlla.
| | 4 ummæli
Ég er bara farinn að gleyma því hvernig það er að vera í sundi með ókunnu fólki, fer sko alltaf eftir lokun og slappa of. En ég er ennþá að jafna mig eftir hlaupið í gær (þar sem ég hlóp til Hveragerðis). Planið er að fara aftur í vikunni og þá hægar til að venja mig betur við því þetta var ótrúlega erfitt, en gaman. vantar bara betri skó og sokka, kannski iPod líka. Annars gengur lífið mitt sinn vana gang.

Núna í spilun: Little Trip to Heaven by Mugison
| | 1 ummæli
Ég er náttla byrjaður að vinna á fullu sko, og alveg kominn með lykil að sundlauginni og allt. Frekar jákvæður fyrir sumrinu þótt ég verði ekki með marga frídaga:-( En það þýðir bara meiri peningur. Annars var ég að tékka á stöðunni í heimabankanum áðan og fékk áfall. Búinn að eyða geðveikt miklu síðustu 25 daga, það miklu að ég skammast mín fyrir það. Það versta er að þeir hafa allir farið í bíó, supway og rugl (Rugl= Nammi, pizzur, coke, bensín (ég sem á ekki einu sinni bíl!)). Svo er ég búinn að eyða meira en 5000 krónum í kaffi á svo til gerðum húsum samkvæmt yfirlitinu, ég sem fer aldrei á kaffihús. Sem betur fer á ég ennþá smá sjóð og svo skuldar fólk mér þannig að ég er ekkert að fara deyja sko...Passa mig næst þegar ég fæ útborgað og legg fyrir til þess að þurfa ekki að fara með nesti í skólan á næstu önn sem samanstæði af vatnsblandaðri mjólk í gamalli tómatsósuflösku og heimabökuðu brauði með skornum gulrótum.
| | 4 ummæli
Ég byrjaði á Davinsí lyklinum áðan eftir að öll fjölskyldan var búin að leggja mig í einelti fyrir að vera ekki búinn að lesa hana. Ágætis bók sko, sofnaði samt værum svefni eftir 50 blaðsíður...Þótt það sé kannski ekki bókinni að kenna, frekar mjúku rúmi. Ég var með þvílíkar væntingar til bókarinnar, "Sko þú átt ekki eftir að geta sofnað þú bara verður að halda áfram að lesa þangað til þú ert búin með hana, svo spenndi er hún" sagði einn fjölskyldumeðlimurinn við mig en ég er búinn að afsanna þá kenningu. Og hvað er málið með suma að vilja banna bókina og myndina? Ég er alveg ennþá kristinn efir að hafa lesið þessar 50 blaðsíður. Ég veit ekki betur en bókin sé jú uppspuni frá byrjun til síðustu blaðsíðu þótt annað sé tekið fram í upphafi. Klára hana fyrir helgi og fer síðan á myndina sem verður örugglega ógeðslega góð enda með Ton Hanks (fan sko).

Núna í spilun: If You Stay by Maus
| | 1 ummæli
Mig dreymdi margt í nótt og meðal annars að ég væri beðinn um að vinna á miðvikudaginn. Vona að svo verði ekki.
| | 2 ummæli
Það var frekar skrýtið andrúmsloft heima þegar ég kom heim eftir sund. Um leið og ég kom inn var kallað úr eldhúsinu "Magnús...viltu ekki aðeins koma hérna inn og...tja fá þér kannski að borða?". Ég auðvitað gerði það, Pabbi og Friðfinnur horfðu á mig stýfu augnarráði meðan ég fékk mér á diskinn og svo tók ég fyrsta bitann. Mamma spurði "og hvernig smakkast?". Ég svaraði "tja...þetta er nú bara allt í lagi sko". Þá hróðaði Mamma "HAHAHA ég vissi það, þetta er ekki vont!". Þá höfðu Friðfinnur og Pabbi verið að æla matnum út úr sér rétt áður en ég kom inn og héldu því fram að kjötið sem var í matinn væri ónýtt. Þá hofðu þau ákveðið að láta mig skera úr um hvort svo væri. En kjötið var fínnt það voru bara Pabbi og Friðfinnur sem voru meglaðir:-D
| | 2 ummæli
Einkunnir að koma í hús. Náði öllum mínum markmiðum og gott betur. Ætla ekki að fara út í einstakar einkunnir en meðaleinkunin er slétt 8 og það finnst mér bara mjög viðunandi. Annars er sumarið obinberlega byrjað hjá mér, ekkert stress, sól, vinna og tónlist. Verð samt að viðurkenna að ég hefði alveg verið til í að vera útskrifast núna en ég get ekki breytt því sem liðið er þannig að ég sætti mig við hlutina eins og þeir eru. Ég fór og borðaði á nátturulækningahælinu í gær og ég er orðinn fan dauðans. Geðveikt hollur matur og fínu verði. Það sem betra er að hann er líka mjög góður á bragðið, ekki eins og þegar maður fær sér All-Bran eða Weetabix þar sem maður kúgast og hugsar með sér að maður sé nú samt að lenga ævina með því að borða þetta þótt maður tárist yfir því hvað þetta sé vont (ok kannski ekki alveg).

Núna í spilun: The Hardest Part by Coldplay
| | 0 ummæli
Fór á minn fyrsta starfsmannafund áðan. lagði ekki mikið til málanna en gerði samt mitt gagn eins og alltaf. Á fundinum var mér hugsi til þess hvað ég ætti eftir að sitja marga fundi í framtíðinni, ætli þeir muni ekki skipta þúsundum. Þá ákvað ég að kaupa mér PSP
| | 0 ummæli
Og svo kláruðust prófin. Mjög sáttur, örugglega þau bestu hingað til. En núna er það bara ABBA og slökun á allan dag.
| | 0 ummæli
Já og í dag fór ég þrisvar í sund. Fyrst þegar ég vaknaði klukkan 7, síðan klukkan 11 eftir prófið af því að þá var komin svo mikil sól og svo aftur um 3 af því ég fór að hlaupa með Hjalta. Er kominn með smá lit held ég eftir þetta allt saman.
| | 1 ummæli
Prófin klárast eftir 11 tíma. Léttasta prófið eftir (held ég) en örugglega það lengsta (2 tímar). Þá er lengstu prófatörn lífs míns lokið og frí (næstum því) í einn mánuð þangað til vinnan byrjar...Þannig að ef þið viljið fara út að borða með mér, í leikhús, bíó eða sækja einhverja menningartengda viðburði þá endilga senda mér SMS eða email. (megnus-HJÁ-mac.com)
| | 6 ummæli
Ég er ekki búinn að raka mig síðan prófin byrjuðu. Smá mottó hjá mér sko. En eftir síðasta prófið verður íþróttataskan og rakvélin tekin með út í sundlaug þar sem ég ætla að dekra við sjálfan mig og gera mig fínann. Svo verður farið í bæinn 17 Maí og gist í íbúðinni, slakað á og farið í sund í fjóra daga. Get ekki beðið eftir því.

| | 1 ummæli
Ég hitti einhverja gaura frá Englandi áðan...Þeir voru víst mormónar held ég. En þeir vildu endilega koma heim til mína og tala við mig um Jesú, ég í góðmennsku minni þorði ekki að segja nei af því að mér finnst það svo virðingarvert hvað þeir eru að gera. Ég veit ekki alveg hvernig þetta verður en ætli þetta verði ekki bara gaman, ég verð náttla með heitt á könnunni og sonna.

| | 0 ummæli
Eins og ég bjóst við gekk mér mjög vel í prófinu í morgun:-D
| | 2 ummæli
Mamma er núna búin að tala í símann í klukkutíma. Á þeim tíma hefur hún varla hætt að hlægja. Hún er víst að tala við einhverja æskuvinkonu sína eða eitthvað. Pabbi situr sveittur við ræðuskrif inn í stofu, Kolbeinn liggur fyrir framan sjónvarpið og þar sem ég er nokkuð vel að mér í sjónvarpsþáttum þá ætla ég að leyfa mér að giska á að hann sé að horfa á Casino. Ég sit hér uppi í herberginu mínu að hlusta á uppáhalds hljómsveitina mína og fara yfir glósur um bókmenntasögu. Svona týpíst kvöld hér á bankaveginum. Annars get ég vart beðið eftir að klára prófin og fara slaka á. Ég er í heilum 6 prófum, meira en ég hef nokkrusinni verið í:-Z Er farinn að huga að afmælinu mínu í júlí, ætla að taka klasíkina á þetta og hafa þetta í anda 1996. Afmæliskaka, pönsur, coke og appelsín. svo auðvitað verða allir með hatta. Svo förum við í bíó...En það besta er að ég ætla ekki að bjóða neinum því allir eru velkomnir! Hversu geggjað er það?. Þetta verður auglýst betur síðar.
Núna í spilun: Thank You For The Music by ABBA
| | 2 ummæli
Sá fyrsta/i til að kommenta fær senda súkkulaðiköku frá mér. Án djóks
| | 3 ummæli
Ég er ekki frá því að mig hafi aldrei dreymt jafn vel, eða alla vega það sem ég man úr draumnum var virkilega ánægjulegt. Vaknaði með bros á vör og gæsahúð. Svo get ég ekki beðið eftir að klára prófin og verða svo frjáls eins og fuglinn. Ég hef grun um að þetta sumar eigi eftir að vera það besta hingað til. En annaars er ég að læra undir próf í íslensku og það gengur bara nokkuð vel held ég

Núna í spilun: Take A Change On Me by ABBA