| |
Það var frekar skrýtið andrúmsloft heima þegar ég kom heim eftir sund. Um leið og ég kom inn var kallað úr eldhúsinu "Magnús...viltu ekki aðeins koma hérna inn og...tja fá þér kannski að borða?". Ég auðvitað gerði það, Pabbi og Friðfinnur horfðu á mig stýfu augnarráði meðan ég fékk mér á diskinn og svo tók ég fyrsta bitann. Mamma spurði "og hvernig smakkast?". Ég svaraði "tja...þetta er nú bara allt í lagi sko". Þá hróðaði Mamma "HAHAHA ég vissi það, þetta er ekki vont!". Þá höfðu Friðfinnur og Pabbi verið að æla matnum út úr sér rétt áður en ég kom inn og héldu því fram að kjötið sem var í matinn væri ónýtt. Þá hofðu þau ákveðið að láta mig skera úr um hvort svo væri. En kjötið var fínnt það voru bara Pabbi og Friðfinnur sem voru meglaðir:-D

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þessi Fjölskylda... !!! fór að spá í ykkur hitti hana ömmu ykkar í glæsibæ og hún þekkti mig ekki en ég náði að sannfæra hana um að þetta væri Ég... ( sko ósk ömmu þína) ætla rétta að vona að Anna amma muni enþá eftir mér...???

Magnús Kristinsson sagði...

Já hún Amma ósk þekkir mig stundum ekki, farin að gleyma smá.