| |
Ekkert smá skemmtilegur dagur. Vaknaði klukkan 7:45 og fór á æfingu. Fór svo að vinna með Lísu og Rúnari, sem var náttla bara geggað, þau eru alltaf svo hress þótt þau séu kominn á níræðis aldurinn. Fékk svo að fara úr vinnuni um 6 til að fara í útskriftarveisluna hans Heimis. Hún var mjög góð, enda góður matur og skemmtilegt fólk sem mætti á staðinn. Svo mætti ég aftur í vinnuna í jakkafötunum en var bara vísað heim, byrjaði reyndar að þrífa í þeim en Rúnar bara "Magnús! Farðu heim, gerðu eins og Þér er sagt!" var næstum reiður...En þá fór ég bara ofan í og var til 11. Var að koma heim og ætlaði að horfa á kosningasjónvarpið en missti áhugan eftir 10 sek. Farinn að lúlla.

Engin ummæli: