| |
Ég byrjaði á Davinsí lyklinum áðan eftir að öll fjölskyldan var búin að leggja mig í einelti fyrir að vera ekki búinn að lesa hana. Ágætis bók sko, sofnaði samt værum svefni eftir 50 blaðsíður...Þótt það sé kannski ekki bókinni að kenna, frekar mjúku rúmi. Ég var með þvílíkar væntingar til bókarinnar, "Sko þú átt ekki eftir að geta sofnað þú bara verður að halda áfram að lesa þangað til þú ert búin með hana, svo spenndi er hún" sagði einn fjölskyldumeðlimurinn við mig en ég er búinn að afsanna þá kenningu. Og hvað er málið með suma að vilja banna bókina og myndina? Ég er alveg ennþá kristinn efir að hafa lesið þessar 50 blaðsíður. Ég veit ekki betur en bókin sé jú uppspuni frá byrjun til síðustu blaðsíðu þótt annað sé tekið fram í upphafi. Klára hana fyrir helgi og fer síðan á myndina sem verður örugglega ógeðslega góð enda með Ton Hanks (fan sko).

Núna í spilun: If You Stay by Maus

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ekkert sérstök bók

Laufey Sif sagði...

Jú hún er sérstök.. eða allavegana mjög spennandi. Ég alveg tætti hana í mig á nokkrum sekúndum(ca.)

Nafnlaus sagði...

Tom Hanks er geggjaður leikari. Snilldar myndir sem hann leikur í.

Jóna Þórunn sagði...

Hef hvorki lesið bókina né séð myndina, og mun væntanlega ekki gera það heldur.