| |
Mamma er núna búin að tala í símann í klukkutíma. Á þeim tíma hefur hún varla hætt að hlægja. Hún er víst að tala við einhverja æskuvinkonu sína eða eitthvað. Pabbi situr sveittur við ræðuskrif inn í stofu, Kolbeinn liggur fyrir framan sjónvarpið og þar sem ég er nokkuð vel að mér í sjónvarpsþáttum þá ætla ég að leyfa mér að giska á að hann sé að horfa á Casino. Ég sit hér uppi í herberginu mínu að hlusta á uppáhalds hljómsveitina mína og fara yfir glósur um bókmenntasögu. Svona týpíst kvöld hér á bankaveginum. Annars get ég vart beðið eftir að klára prófin og fara slaka á. Ég er í heilum 6 prófum, meira en ég hef nokkrusinni verið í:-Z Er farinn að huga að afmælinu mínu í júlí, ætla að taka klasíkina á þetta og hafa þetta í anda 1996. Afmæliskaka, pönsur, coke og appelsín. svo auðvitað verða allir með hatta. Svo förum við í bíó...En það besta er að ég ætla ekki að bjóða neinum því allir eru velkomnir! Hversu geggjað er það?. Þetta verður auglýst betur síðar.
Núna í spilun: Thank You For The Music by ABBA

2 ummæli:

Jóna Þórunn sagði...

Er ABBA s.s. uppáhaldshljómsveitin? Hvað varð um Liam?

Nafnlaus sagði...

ég er búin að fara í 1 kökuammæli á þessu ári og var það hin mesta skemmtun þrátt fyrir þynnkudraug sem sveif yfir mér þann dag.