| | 0 ummæli
Því miður fellur Magnúsinn niður í ár. Ég bara stein gleymdi þessu í allri ösinni milli jóla og nýárs. Þannig þið eruð bara...öll sigurvegarar.
Takk fyrir gamla árið, þó það sé nú kannski ekki beint gamalt, ekki nema eins árs, og sjáumst hress á því nýja

Kveðja Magnús Littli.
| | 0 ummæli


Vil ekki koma þakkar orðum til fjölskyldu Hjalta. Mér var boðið til þeirra í gær í afganga, sem voru góðir meðan ég rendi þeim niður, en því miður runni þeir aðeins of vel, enduðu með að renna bara alla leið og út. Var að drepast í nótt og er ennþá með beinverk og höfuðverk. Ég mætti þó með höfuðið hátt til vinnu í dag með einkunnarorðin "Ég skal hvergi bugast". Svo er ég líka kominn með stíflu í nefið, en sem betur fer er það bara smástífla, enginn káranhjúka sko.
| | 1 ummæli
Núna sést littli bróðir ekkert heima vegna konunar. Svo var Heimir sundlaugavörður líka fá sér konu, ætli ég sé ekki búinn að taka um 8 vaktir fyrir hann í desember af því hann er alltaf að skjótast þetta og hitt með henni. Ég er því mjööög sáttur með hlutskipti mitt sem "The Bacelor", og þess vegna með frítíma sem ég get gert hvað sem mig lystir með. Núna er ég til dæmis að færa 200 klukktíma af tónlist af lappanum mínum yfir á borðtölvuna, á eftir ætla ég kannski að fara og horfa á LOTR III og í morgun vaknaði ég um 10 og rann í bæinn að ná í tölvuna, fór meira segja og fékk mér að borða og fékk að velja staðinn alveg sjálfur. Eitthvað sem Kolbeinn og Heimir sundlaugavörður eiga aldrei eftir að upplifa aftur.
| | 0 ummæli
Eftir að bloggerinn var uppfærður hef ég átt í vandræðum með að skrifa. Vona þetta sé í lagi núna. Jólin komu eins og alltaf og ég fékk gjafir. Ég var ánægðastur með það sem ég gaf sjálfum mér, allar LOTR myndirnar. Er búinn með I og II, tók 8 tíma! Klára III 31 des. Fékk enga bók, hef viljað fá The World of karl Pilkington, kannski maður panti sér hana af Amazon þegar launin koma í janúar. Annars hef ég eitt síðustu dögum í að hlusta á útvarpsþátt sem heitir The Ricky Gervais Show, ógeðslega fyndið. Getið fengið 3 þætti frítt hérna ef þið hafið áhuga.
| | 3 ummæli
Hérna er smá grein um hann Gunnar sem ég skrifa›i fyrir spekingaspjalli› (bla› um alla flá sem útskrifast úr F.SU)

Gunnar sigfús er merkilegur ma›ur a› mörgu leiti. Fyrir fla› fyrsta er hann tvíburi. Hann á sem sagt bró›ur (Einar) sem lítur næstum alveg út eins og hann. fletta olli mér miklum vandræ›um fyrst flegar vi› fórum a› stinga saman nefjum. Hvorn átti ég a› velja sem vin› Gunnar e›a Einar› Ég gat au›vita› ekki vali› á milli og valdi flví bá›a. Einar dó reyndar í fyrra flegar hann reyndi vi› heimsmeti› í 1450 metra hlaupi aftur á bak og án fless a› anda. Blessu› sé minning hans. Í ö›ru lagi er hann er líka frekar lítill mi›a vi› stær›. flannig er mál me› vexti a› hann Gunnar er stór persóna í littlum líkama og lætur fötlun sína sem dvergur ekki sö›va sig, hann er flví okkur öllum hvatning. Hann gengur yfirleitt í í›róttafötun og er flví einskonar í›róttaálfur, bara minni.
Gunnar er alltaf tilbúinn í sprelli›, hvort sem fia› er a› ganga hálf nakinn um ganga skólans me› fána á kátum dögum e›a framkvæma gjörninga í Kringluni. Gunnar er líka fyndin og kemur oft me› ótrúlega vonlænera í anda augnabilksins. Ef honum væri bo›nar 1000 krónur fyrir a› ganga kringum landi› í engu ö›ru nema óge›slega ljótum gluggatjöldum, mundi hann örugglega gera fla› af flví hann er sprellari, eitthva› sem vi› hin ættum a› taka okkur til fyrirmyndar. Vi› höfum sprella› miki› í gegnum tí›ina og eru fla› ófáar stundirnar sem vi› gátum ekki anda› fyrir hlátri. fla› er nefnilega svo gaman a› hlægja me› Gunnari og byrtir alltaf yfir mér og ö›rum flegar sólheimaglotti› á honum kemur fram, fletta eina sanna sólheimaglott sem vi› flekkjum öll svo vel. Ef ég ætti a› spá fyrir um framtí› Gunnars flá mundi ég bara búa eitthva› til af flví a› ég er ekki skyggn. En ég ætla samt a› giska á a› hann muni starfa vi› eitthva› tengt íflróttum, íflróttakennari, jafnvel vi› flennan skóla, hver veit? (greinilega ekki ég af flví a› ég er ekki skyggn). fla› er mikill missir fyrir F.su a› missa Gunna (e›a Gunna Gunn eins og ég kalla hann). Hann er or›inn einskonar stofnun innan skólans, alltaf til sta›ar á Eyrabakkasvæ›inu, alltaf me› húfuna sína og sólheimaglotti›. Vonum a› hann snúi til baka sem íflróttafræ›ingur og kenni framtí›arnemendum skólans hvernig hægt er a› hafa gaman af hlutunum. Mér finnst fla› liggja beinast vi› a› skólayfirvöld reisa honum styttu fyrir utan skólan, jafnvel úr brons, skreitt e›alsteinum, honum til hei›urs. Anna› væri fásinna.
| | 0 ummæli
Aldrei hef ég séð jafn ákveðna námsmenn eins og foreldra mína. Þau sitja við allar stundir, lesa og glósa. Þetta hefur haft þau áhrif á heimilishaldið að í kvöld sá ég aðalega um kvöldmatinn og á matseðlinum voru pulsur og kartöflusalat, en mér til málsbóta skar ég niður ferskan lauk, eitthvað sem er sjaldan gert þegar við eldum pulsur.
| | 1 ummæli
Ég las það einhverstaðar að þetta snérist allt um "First impressions" þegar kemur að því hvaða mynd fólk fær af manni. Núna er littli bróðir kominn með einhverja gellu og er ég að íhuga þessa daganna hvað ég eigi að gera þegar ég hitti hana "loksins". Ég vil koma út sem hálfgeðveikur og með áráttuhegðun, eða öllu heldur vil ég láta littla bróður skammast sín fyrir mig:-) Kynna sjálfan mig sem Guðrúnu? Koma hlaupandi prumpa á hana og hlaupa svo í burtu?. Læra einhverja setningu aftur á bak eins og "hæ, ég er Magnús, bróðir Kobba" og fara með hana áfram og aftur á bak, ganga svo aftur á bak út úr herberginu í öfugum fötum? Hef verið að bíða eftir þessu tækifæri í 20 ár

Annars skrap ég með Heimi og skoðaði Ketti í dag, hann er eitthvað að spá í að fá sér svoleiðis. Man ekki hvað tegundin heitir, en hún lítur út alveg eins og blettatígur. Flottustu kettir sem ég hef séð, enda kosta þeir sitt. Kannski býður hann með þetta, kannski ekki.
| | 1 ummæli
Ég er farinn að sofa fram yfir hádegi á daginn. Það er væntanlega afleyðing þess að hanga yfir skjánum á nóttunni og horfa á gamlar kvikmyndir. En það er nú samt ekki eins og ég geri ekki neitt á daginn, gerði meira að segja heiðarlega tilraun í gær til þess að fara út að skokka. Endaði með löngum göngutúr og ljúfra tóna í boði Cranberries, Queen og Apple. Ég var svo plataður í að keppa í sundi áðan, synti 50 flug á einhverju HSK móti. Mér fannt það gaman, svo var ég líka ræsir. Undanfarið hef ég alltaf verið beiðin um að ræsa á þessum littu mótum. Ég veit að ég er örugglega einn versti ræsir allra tíma, en ætli ég sé ekki sá eini sem nennir eða "getur" þetta. Maggi Tryggva þurfti meira að segja að hnippa í mig áðan til að minna mig á að það væru 150 manns að býða eftir því að ég sæi mér fært um að ræsa littlu krýlin, ég var þá í mínum eigin dagdraumi.
| | 2 ummæli
Ég var lítið sofinn, fór upp í rum um 6, með fullann haus af formúlum og skylgreiningum. Var ekki búinn að fara í sturtu í 3 daga, og það sást. Ég var með það fitugt hár í prófinu að ég fór í úlpu með risa hettu til að fólk þyrfti ekki að horfa upp á þetta. Prófið var svo alltof létt. Kennarinn reyndi ekki einu sinni að villa fyrir manni, sem er gott. Fór svo í dýrindis langa sturtu með mikið af sápu eftir prófið. Núna hef ég sem sagt allann tímann í heiminum, þannig ef þú þarft einhvern til að skjótast út í búð eða kaupa í matinn, þá skal ég gera það með glöðu.
| | 1 ummæli
Hversu skelfilegt (og fyndið líka) ætli það sé að hlaupa á klóstið, alveg að gera í buxurnar, og gleyma svo að girða niðrum sig...
| | 0 ummæli
Klukkan er að ganga fjögur og ég er ennþa að læra fyrir prófið á morgun. Sem er einmitt síðasta prófið mitt í mínum kæra skóla, F.Su. Síðasta prófið verður úr eðlisfræðitengdu námsefni og þarf ég að vera virkilega þéttur á efninu þar sem Þorsteinn dregur mann mikið niður fyrir að gleyma mínus hér, eða kommu þar. Nánast að hann skrifi bara 0 og krassi yfir dæmið! Ætli ég fagni ekki á morgun með því að fá mér eina með öllu eftir prófið eins og ég var búinn að lofa mér fyrir 54 mánuðum síðan.
| | 1 ummæli
Áttu eintak af Windows XP? Viltu lána mér það í smá stund? Sendu mér þá SMS eða kommentaðu hérna fyrir neðan...
| | 0 ummæli
Skimaði aðeins námsefnið áðan og kunni allt þannig að ég hætti og fór að horfa á sjónvarpið, en hugsaði nú samt um vektorarfeldi og stikaform sléttna á meðan til þess að hafa samviskuna góða...Til að verðlauna mig eftir prófin er ég svo með C&C THE FIRST DECADE tilbúinn, fékk hann á þessu fína verði í BT, opna hann þegar þetta er allt búið. 3 einkunnir komnar í hús, og eru þær allar mjöög jákvæðar.
| | 0 ummæli
úff mikið búið að gerast síðastliðna daga! Dimmiteraði á föstudaginn, þurfti þá að vakna klukkan 6 til að fara í "Morgunverð" og þar sem ég er vanur hlaðborði þegar fólk safnast saman til þess að borða saman morgunmat gerði ég mér í hugarlund nýkreistan safa með nýbökuðu brauði, meðlæti, 4 gerðir af morgunkorni, súrmjólk, hafragraut, ávexti og heitt súkkulaði. Raunin var önnur. Þegar ég kom inn tók á móti mér nokkur rúmstykki á víð og dreif um "morgunverðarhlaðborðið" ásamt kókómjólk og útrunnu jógurt. Hafði mig í að borða eitt rúmstykki, en sleppti hinu, ég hefði sætt mig vel við þetta ef ég hefði ekki þurft að borga heilar 500 krónur fyrir, í hvað fóru peningarnir?...Við tók svo ferð upp í skóla í búningum og heppnaðist það allt mjög vel, svo var óvissuferðin frá 14:00 til 23:00 sem var geggjuð, lærum t.d súlu- og magadans sem var ógeðslega gaman. Sirrý hveró skipulaði þetta allt saman og á hún hrós skilið, sem hún fékk frá mér! Svo var jólahlaðborð með Baywatch-liðinu á laugardagskvöldið, sem bragðaðist vel. Núna verð ég bara að býða fram á föstudag og þá er ég búinn með F.Su, sem verður skýtið...