| |
Ég er farinn að sofa fram yfir hádegi á daginn. Það er væntanlega afleyðing þess að hanga yfir skjánum á nóttunni og horfa á gamlar kvikmyndir. En það er nú samt ekki eins og ég geri ekki neitt á daginn, gerði meira að segja heiðarlega tilraun í gær til þess að fara út að skokka. Endaði með löngum göngutúr og ljúfra tóna í boði Cranberries, Queen og Apple. Ég var svo plataður í að keppa í sundi áðan, synti 50 flug á einhverju HSK móti. Mér fannt það gaman, svo var ég líka ræsir. Undanfarið hef ég alltaf verið beiðin um að ræsa á þessum littu mótum. Ég veit að ég er örugglega einn versti ræsir allra tíma, en ætli ég sé ekki sá eini sem nennir eða "getur" þetta. Maggi Tryggva þurfti meira að segja að hnippa í mig áðan til að minna mig á að það væru 150 manns að býða eftir því að ég sæi mér fært um að ræsa littlu krýlin, ég var þá í mínum eigin dagdraumi.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæhæ

Þú stóðst þig mjög vel Magnús og stýrðir þessu mjög vel. Ekki gera lítið úr hæfileikum þínum semn ræsir, það eru ekki allir sem geta þetta!!!!!
Kv Sigurlín