| |
úff mikið búið að gerast síðastliðna daga! Dimmiteraði á föstudaginn, þurfti þá að vakna klukkan 6 til að fara í "Morgunverð" og þar sem ég er vanur hlaðborði þegar fólk safnast saman til þess að borða saman morgunmat gerði ég mér í hugarlund nýkreistan safa með nýbökuðu brauði, meðlæti, 4 gerðir af morgunkorni, súrmjólk, hafragraut, ávexti og heitt súkkulaði. Raunin var önnur. Þegar ég kom inn tók á móti mér nokkur rúmstykki á víð og dreif um "morgunverðarhlaðborðið" ásamt kókómjólk og útrunnu jógurt. Hafði mig í að borða eitt rúmstykki, en sleppti hinu, ég hefði sætt mig vel við þetta ef ég hefði ekki þurft að borga heilar 500 krónur fyrir, í hvað fóru peningarnir?...Við tók svo ferð upp í skóla í búningum og heppnaðist það allt mjög vel, svo var óvissuferðin frá 14:00 til 23:00 sem var geggjuð, lærum t.d súlu- og magadans sem var ógeðslega gaman. Sirrý hveró skipulaði þetta allt saman og á hún hrós skilið, sem hún fékk frá mér! Svo var jólahlaðborð með Baywatch-liðinu á laugardagskvöldið, sem bragðaðist vel. Núna verð ég bara að býða fram á föstudag og þá er ég búinn með F.Su, sem verður skýtið...

Engin ummæli: