| | 2 ummæli


Fiat 500, kemur í Janúar til landssins. Mig langar alveg rosalega í svona bíl...Kannski maður stefni á að eingast svona eftir ár eða svo. Hann er bara svo ótrúlega flottur, lítill og kostar ekki mikið.
| | 0 ummæli
Jæja. Við fjölskyldan (eða alla vega þeir sem búa ekki út í buska, og þá er ég sérstaklega að tala um Kolbein og Melkorku) áttum góðan laugardag saman. Byrjuðum á að lúlla smá fram eftir, og fórum svo í heimsókn til afa og ömmu. Þau voru hress að vanda, og amma alltaf jafn heyrnalaus:-D. Síðan var farið í sund, sem var klikkað, enda laaangt síðan maður fór í sund síðast. Mér finnst ég aldrei vera orðinn almennilega hreinn fyrr en ég er búinn að fara almennilega í sund, sturta og bað eru bara plat. Eftir sundið vorum við orðinn sveitt svöng og þess vegna var farið á Ryby í boði pabba, eitthvað sem mamma og pabbi höfðu aldrei gert áður(þ.e farið á Ruby), enda voru þau alveg sjokkeruð á því hvað maturinn var góður. Ég sá reyndar ekki svipinn á þeim þegar þau borguðu reikningin, en ég geri mér í hugalund að sú gleði sem þau átti við að borða matinn hafi horfið þegar þau borguðu hann:-D. Lentum svo í blindbil á leið yfir heiðina heim, en komumst þó til skila...

En talandi um veður. Hef það á tilfinningunni að hjálparveitin á selfossi fái lítið af verkefnum sér til hæfi.
Núna er smá rok á Selfossi (tek það fram að bilurinn er bara upp á heiði), ekkert meira en allir hafa upplifað áður. Einstaka gamalmenni þyrfti kannski að halda um hatt sinn þegar gengið er um götur, en ekkert meira en það. En auðvitað er BJÖRGUNNARSVEITINN á selfossi mætt á staðinn. Þeir eru núna búnir að stilla sér upp við N1 á selfossi með um 5 eða 6 jebba, allir í rauðum samfestingum, tilbúnir fyrir hvað sem er. Svo sér maður þá keyrandi um bæinn, eins og í leit að fórnarlömbum óveðursins:-D
| | 1 ummæli


Þessi mynd summerar upp vikuna hjá mér. Ný heyrnatól. Nýjar byrðir af kaffi. Kaffidrykkja og verkefna vinna langt fram eftir nóttu. Næsta vika verður léttari, þá ætla ég að byrja hlaupa aftur, enda ekki búinn að hreyfa mig frá því í sumar. Hlakka til.
| | 0 ummæli
Er aðeins búinn að vera skoða Facebook dæmið. Fattaði þetta ekki í fyrstu, en núna er maður farinn að reyna fylla prófílinn sinn af vinum, eða fólki sem ég þekki, á fá vini sem nota myspace eða facebook. Sumir þarna inni eru með eitthvað um og yfir 1000 vini, það hlýtur að vera eitthvað gruggugt við það. Enda fékk ég vina invite frá einhverjum íslenskum gaur sem ég þekki ekki neitt, hann var greinilega að safna vinum í vinalistann sinn. Þannig endilega að senda á mig invite ef þú þekkir mig, hversu lítið sem það er.

P.s það er eins og allt fari fram á ensku þarna inni, jafnvel milli ízlendinga...why?
| | 2 ummæli
Mér finnst eins og ég þurfi alltaf að vera í einhverjum feluleik við nágranna mína, og þá sérstaklega við þá sem búa í íbúðinni hliðina mér. Var til dæmis að hlusta á tónlist áðan, en lækkaði þar sem ég var alveg viss um að fólkið, (maðurinn, konan eða hver sem býr hliðina á mér, hef aldrei séð þau, hana eða hann) heyrði nákvæmlega hvað ég væri að hlusta á. Ég heyri alla vega þegar þau, hann, hún kveykja á sjónvarpinu eða ákveða að fá sér vatnsglas. Svo fór ég að vaska upp, en gat það varla af því ég hafði vatnið á svo littlum straum til að nágrannarnir vöknuðu ekki við gjörninginn (klukkan var hálf tvö). Þegar ég verð stór ætla ég að eiga heima í húsi þar sem teikningar að öllum veggjum voru fengnar lánaðar frá neðanjarðarbyrgi Hitlers og fjölskyldu, vil geta sungið og dansað meðan ég vaska upp og hlustað á tónlist eins hátt og mig listir...

Og talandi um lélega veggi, þegar ég skrúfa frá vatninu í íbúðinni fæ ég brúnt vatn í nokkrar sek, verður maður núna að byrja sjóða allt neysluvatn?
| | 2 ummæli
Jahá sumir hafa aldeilis skoðanir, en þora samt ekki að koma fram undir nafni. Ég hlæ nú bara að svona mönnum.
| | 1 ummæli


Mér var tjáð í tíma í dag, að Magnús Már Kristinsson ætti eftir að skila verkefni 3...og þess vegna félli tíminn niður þar sem kennarinn vildi gefa mér tækifæri á að skila áður en farið var yfir verkefnið. Ég í reiði minnar gleymsku krotaði lausn niður á blað og skilaði eins fljótt og ég gat, hvernig gat ég gleymt að skila?, og hvar fann kennarinn þolinmæði og góðmennsku til að leyfa mér að skila svona seint?

Núna þarf maður að fara líma saman 10 síðna ritgerð um...eitthvað jarðfræðidót. Ég á að skila á föstudaginn, en það er meira til viðmiðunnar, ætli ég liggi ekki yfir þessu um helgina, 3,33 blaðsíður á dag í 3 daga, er nú ekki svo slæmt. Annars er jólagleðin farin að banka á dyr, kom þegar ég fór með Heimi og Marie að skoða í Hagkaup (Engin okkar veit afhverju við fórum í Hagkaup) og keypti mér ylmvatn frá Kalvin Klæn. Veit samt ekki hvað mig langar í jólagjöf, kannski sjálfvirka kaffikönnu, en ég hef heyrt að svoleyðis kosti aflimun á hendi við öxl...