| | 0 ummæli
Áðan þegar ég ætlaði að færa mig til Árný í pottinum rak ég löppina í eitthvað drasl. Ég öskra eins og mér er vant " GAAAAAAAAAAAA" og lít svo á stellið. OK mikið blóð, djúpt sár og en ekki mikið um sársauka. Eftir umræður um alvarleika meinsins hoppa ég inn í von um plástur frá Lúlla. Ég kem að glugganum og hendi löppinni inn á móti nýja gaurnum þannig að honum bregður, hefði mátt sleppa því að reyna að vera fyndinn því stellingin sem þetta orsakaði var svo getnaðarleg að afleysinga stelpan gat ekki varist brosi. Nýja gaurnum bregður þegar hann sér blóðflæðið úr löppinni og tekur strax upp þrjá plástra á stærð við frímerki. Ég tek við sárabindunum og fer inn í sturtu, skola sárið set bindin á. Horfi svo á allt saman og hugsa " svo segir mamma að ef ég væri einn heima í viku mundi ég deyja úr ósjálfbjargvættu". Kemur þá ekki nýi gaurinn inn og spyr mig hvort hann eigi að hringja á sjúkrabíl, löppin var öll sko þakinn í blóði þegar hann sá hana þannig að það var kannski ekki skrýtið að hann spurði....Ég þakka pent fyrir mig og klæði mig í. Sé núna að blóðið er farið að smitast út fyrir plástranna og sokkurinn er eiginlega fastur við fótinn....tékka á þessu þegar ég fer að sofa
| | 0 ummæli
Er búinn að vera að hugsa þetta. Er kominn á það að hafa bindisdag á sunnudögum. Nó kídding. Hvít skyrta og bindi, kannski jakkaföt líka...Ég hvet alla karlmenn til þess að ganga mér til liðs og gera það sama. Sækið mig heim á sunnudag og ég mun koma til dyranna eins og ég er klæddur, í hvítri skyrtu með gullskyrtuhnappa, eitt af silkibindunum mínum um háls og Le Cefrez ilmvatn (rakspíri sko)
| | 0 ummæli
Ég vil bjóða Bobby Fischer velkominn á klakann fyrir hönd megnus.blogspot.com. Gaman að fá gamla manninn til landsins og gott að vita að hann þurfi ekki lengur að sitja harðræði í fangelsisbúðum í Japan. Mar á að vera góður við gamalt fólk, sérstaklega það sem á bágt.
| | 0 ummæli
klukkan 5:40 síðastliðna nótt labbaði ég um bæinn með doppótta sæng vafða utan um mig, haldandi á Lifandi Vísindi blaði hugsandi "vona að löggan sjái mig ekki, gæti haldið að ég væri vistmaður á einni af þessum stofnunum". komst heim og fékk mér köku. Leið eins og innbrotsþjófi, allt opið heima og ekkert nema hrotur, ég gæti þess vegna verið róni í leit að mat, hefði getað rænt öllu og engin hefði vaknað. Ég, sem er myrkfælinn, kveikti ljósið í herberginu mínu og sofnaði værum svefni með klórlyktandi hár og í ósamstæðum sokkum.
| | 0 ummæli

I am going to die at 81. When are you? Click here to find out!
| | 0 ummæli
Vissuð þið að það fer endurskoðandi yfir mitt skattaframtal? Nei hélt ekki, en þetta er satt. Ég get lagst aftur á meðan aðrir þurfa að sitja sveittir yfir þessu. Hef meira að segja ekki séð eyðublaðið. Ég er eins og pony í vöggu:-)
| | 0 ummæli
Ekki vissi ég að Careless Whisper væri svona ógeðslega gott lag...en ég var að koma úr bænum með mömmu, pabba og Kolbeini. Vorum í menningarferð. Fórum á Listasafn Reykjarvíkur, Kolaportið, út að borða, sóttum Ömmu ósk heim. Bíó. Pulsa og Coke á Veldu. Eða ekki pulsa, langborgari heitir það, sem á víst að vera tilraun til að koma hamborgurum í pulsubrauð. Misheppnaði dauðans. Ekki vont heldur ógeð, leið illa á eftir. Svo var Coke-ið búið þannig að það varð að hella ofan í mig drykk sem heitir Coke létt (ekki það sama og diet (desperat tilraun Coke til þess að nálgast Pepsi Max)). En kominn heim og núna ætla ég að kíkja yfir bréfið áður en ég fer að sofa og kannski klippa no-pantsday myndina.....Stebbi þú færð hana á morgun....THEEEEE WAYYYY IIII DAAAAAAAANNNCEEEEE WWWIIIITHHHH YYYOOOOUUUU
| | 0 ummæli
Mamma fílar Chemical brothers...kom að henni hlustandi á Galvanise. Alltaf er verið að koma manni á óvart
| | 0 ummæli
Þegar ég kom heim af æfingu núna áðan var miði á borðinu inn í eldhúsi sem sagði mér að taka til í herberginu mínu, sópa stéttina fyrir utan og fara út með ruslið...ég leit á hann og hugsaði með sjálfum mér að ef ég hlýddi ekki miðanum þá fengi ég kannski ekki pizzuna sem mér hafði verið lofað í kvöld...þannig að ég hófst handa, setti meira að segja í þvottavélina. Þegar mamma kom svo heim kom í ljós að þessi miði hafði ekkert verið til mín. Bara einhver gamall miði sem mamma hafði skrifað fyrir mörgum vikum handa Friðfinni og gleymdi að henda. Þessir littlu hlutir sem gera lífið svo skemmtilegt:-)
| | 0 ummæli
Mig langar í blá skyrtu...held að kafboyskirtan sé aðeins of víð...en ég þarf samt að fara að kaupa mér GT4...en þetta eru auðvitað bara svona háskólapælingar...Svo þarf ég að fara að senda pakkann mikla...geri það þegar ég á penge...úff já svo vanntar mig iPod. Kannski nýja skó líka og góða peysu sem heldur manni hlýum án þess að líta út eins og Hemmi Gunn. Þarf að fara að koma mér upp kerfi til þess að auðvelda mér að senda myndir hingað inn og svo auðvitað væri gott að eiga fyrir 3X bíó um næstu helgi...En núna ætla ég að klára 30 glæru fyrirlesturinn fyrir sögu103...þar sem ég fjalla meðal annars um Klæðnað kvenna frá 800 til 1050. Krakkarnir sem voru með mér í hóp bara "Maggi, þú tekur bara fatnað kvenna oooog bara stöðu þeirra frá 800 til 1050"......OK
| | 0 ummæli
JESS JESS JESS Óeisis eru að gefa út nýja plötu í Maí, Svo fór ég í skólann áðan og allt.
| | 0 ummæli
Ég átti við vandamál að stríða...ég gat ómögulega varið, skotið eða sent blakbolta með báðum höndum. Þessi tækni hentaði mér bara ekki. Þannig að ég stóð upp og sagði "hingað og ekki lengra". Komst að því fyrir slysni að í reglum um blak er lítið ákvæði sem segir "leyfilegt er að slá boltann með aðeins einni hendi ef mikið liggur undir og ef leikmaður getur ekki sér fært annað en að gera svo"...Hvenær liggur ekki mikið undir í blaki? við gætum verið að tapa leiknum, sem gerist skuggalega oft hjá mínum liðum. Þannig að núna slæ ég boltann bara eins og í tennis eða papmínton (ég hef aldrei á ævinni almennilega heyrt hvernig þetta orð er borið fram, né séð það á prenti þannig að þessi stafsetning er nokkurn vegin ágiskun). En annars fór ég til Jakobs þroskaþjálfa í gær......DJJJJJÓÓÓÓÓÓK...hann er sjúkraþjálfari. Ótrúlegt hvað hann hefur gaman af landi og þjóð. Spurði mig mikið um Njálu og bað mig um að: "fara út pulsunni"...eða eins og á að segja það "að fara úr peysunni" þannig að hann gæti nú nuddað mig almennilega, þarna lá ég á maganum stynjandi af sárauka talandi um Njálu á tungumáli sem ég kýs að kalla íslenskdönsku. ligg á svona bekk með gati til að troða fésinu ofaní svo manni líði vel, en eitthvað hafa þeir verið að spara aurinn því gatið er aaaalllltooooffff lítið fyrir mig alla vega. Farinn að hafa áhyggjur af því að ef ég held áfram að koma þarna til hans þá verða förin sem koma á andlitið á mér eftir litla gatið krónísk, er eins og indíáni fyrstu 30 min eftir a ég kem heim frá Dr Jakob...Toppurinn var svo þegar hann togað efribúkinn á mér upp og sagði mér að láti sig vita: "when sársauki hættir, þá seigja þú Stopp"....en hann hætti ekki...jókst bara, sagði honum það og þá byrjaði hann aftur að nudda og ég hélt áfram að stynja...
| | 0 ummæli
Ég talaði við mann áðan sem hét Kristinn Magnússon, en eins og glöggir lesendur vita þá heiti ég Magnús Kristinsson. Þessi litlu hlutir sem gera lífið svo skemmtilegt.