| |
Áðan þegar ég ætlaði að færa mig til Árný í pottinum rak ég löppina í eitthvað drasl. Ég öskra eins og mér er vant " GAAAAAAAAAAAA" og lít svo á stellið. OK mikið blóð, djúpt sár og en ekki mikið um sársauka. Eftir umræður um alvarleika meinsins hoppa ég inn í von um plástur frá Lúlla. Ég kem að glugganum og hendi löppinni inn á móti nýja gaurnum þannig að honum bregður, hefði mátt sleppa því að reyna að vera fyndinn því stellingin sem þetta orsakaði var svo getnaðarleg að afleysinga stelpan gat ekki varist brosi. Nýja gaurnum bregður þegar hann sér blóðflæðið úr löppinni og tekur strax upp þrjá plástra á stærð við frímerki. Ég tek við sárabindunum og fer inn í sturtu, skola sárið set bindin á. Horfi svo á allt saman og hugsa " svo segir mamma að ef ég væri einn heima í viku mundi ég deyja úr ósjálfbjargvættu". Kemur þá ekki nýi gaurinn inn og spyr mig hvort hann eigi að hringja á sjúkrabíl, löppin var öll sko þakinn í blóði þegar hann sá hana þannig að það var kannski ekki skrýtið að hann spurði....Ég þakka pent fyrir mig og klæði mig í. Sé núna að blóðið er farið að smitast út fyrir plástranna og sokkurinn er eiginlega fastur við fótinn....tékka á þessu þegar ég fer að sofa

Engin ummæli: