Tryggvi

| | 0 ummæli
Vinur: Tryggvi
hæð: um 2 metrar
útlit: Mjór, langur með dökkt hár.

Ég man ekki hvenar við Tryggvi hittumst en það hefur örugglega verið í skólaunum. Mínar fyrstu minningar af honum eru í 9 ára afmæli hans, eða var það 8 ára?....en hvað með það. Hann Tryggvi getur seint talist til normins...Það er allt í stórum skömmtum á hans bæ, hvort sem litið er til útlits eða persónuleika. Hann er mjööööög mjór, mjöööög hár, mjööög gáfaður (gettu betur gáfaður) og með mjöööög mikin húmor. Hann notar stóra skó og er með stærstu hendur sem ég hef fengið að snerta, sem sagt sláni. Hann Tryggvi á eftir að verða háskólakennari eða stjórnmálamaður, því hann hefur mjög sterkar og afmarkaðar skoðanir á flestu...Hann hefur talað um að fara í heimspeki eftir Fsu og það tel ég vera frábært, akkurat fyrir hann. Það er ekki hægt að seiga um Tryggva að hann sé latur, nei nei hann er allt annað en það. Vann eins og hestur í sumar, meðan ég og Heimir láum í sólbaði...p.s hann er hugsjónamaður

Vinir

| | 0 ummæli
ég er að spá í að hefja hér smá ritröð sem ber það skemmtilega nafn "vinir" þar mun ég gera grein fyrir helstu vinum og kunningjum. Einn verður tekin fyrir í einu. Röðin er enginn sérstök heldur bara eitthvað.
| | 0 ummæli
Við skulum þakka þessum manni.........Því hann fann upp "www" eða "World Wide Web"



| | 0 ummæli
Undanfarna daga hef ég talað óvenju mikið við sjálfan mig...Hef komið mér í óþægilegar aðstæður veggna þessa...Ég þarf að fara að halda hugsunum míum fyrir sjálfan mig, annars fer allt í óefni
| | 0 ummæli
ég hef bara ekki lesið það fyndnara, lesið söguna um blindu konuna á mongólítanum

Eg dansa ekki, stelpur dansa

| | 0 ummæli
Ég fer á böll til að spjalla en ekki dansa eins og sumir hafa tekið uppá. Ég hef bara aldrei dansað á balli.....ætla ekki að bæta úr því næst þegar ég fer á ball. Ég veit ekki hvort líkami minn banni mér að dansa til að forðast eitthvert slys, en mér líður aldrei jafn illa og þegar ég reyni að dansa, ojjj mér líður bara illa við að hugsa um að dansa! Sé mig fyrir mér gera asnalegar hreyfingar eins og hálfviti...Ég skammast mín alltaf fyrir hönd þeirra sem eru að dansa, Er það sjúkt? Svo þegar það er loksins búið að draga mann útá gólfið veit maður ekki hvar mar á að byrja...hvað á maður að gera? Hreyfa hendur eða lappir? Eða jafnvel bæði! í hvaða átt? Hversu hratt? Hvað er cool og hvað er sorglegt?....Þannig að ég lauma mér bara í burtu. Betra er að vera fyrir utan og spjalla, sko ekki við stelpur ef þið haldið það:-) nei nei nei því þori ég ekki heldur, tala bara við vini og kunningja. Svo kemur maður heim kl 4 með diiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii í eyranu útaf hávaða af ballinu. Ég á við vandamál að stríða sjúkleg feimni innan um fjölmenni...Ég get voðalítið talað við fólk sem ég þekki lítið en annað er á borðinu ef ég þekki manneskjuna ekki neitt, þá get ég blaðrað við hana um heima og geima, thats me.
| | 0 ummæli
I´m craving for a coke
| | 0 ummæli
HE HE HE HE:-)

Með hárkollu á maganum

| | 0 ummæli
Hér áður fyrr þótti það sæta tíðindum þegar nýtt bringuhár bættist í safnið á minni fögru bringu. Ég taldi þau vandlega áður en nátthúfan var sett á kollinn og beið spenntur eftir morgundeginum til að telja aftur. Stundum kom 1 nýtt hár eða jafnvel 2. Á síðustu mánuðum eða vikum hefur orðið sprenging í hár vexti mínum, og þá sérstaklega á bringunni. Ég er hættur að telja hárin, þau eru bara orðin of mörg...Mér finnst þetta jákvæð þróun, núna er ég að verða svokallaður "karlmaður" ekki misskilja, ég er ekki að fara í gegnum kynþroska...heldur er karlmennska mín að fara á annað level, ef svo mætti komast að orði. Það sama á um magann á mér og lappir, ég sé bara ekki fyrir endann á þessu. Farinn að líta með hornauga á Hann pabba minn sem er vægast sagt hárum vaxin um bringu. Verð ég með hárkollu á maganum í komandi framtíð? og ef svo er, verður það ekki óðægilegt?
En það er annað uppá teningnum þegar litið er framan í mig...ég er með skegg með sjálfstæðan vilja, ég veit ekki alveg hvernig ég að lýsa því....getum kannski líkt því við illa þökulagt gras, þar sem vantar búta hér og þar...

Mother Fucking in the house of pain

| | 0 ummæli
Mother Fucking in the house of pain...get ekki annað sagt þessa dagana. Jeg har inge penge in min vase! eins og hann Einar Tví söng svo innilega hérna um árið. Ég mæti í skólann með hálfa mjólkurkex í maganum og ef ég er heppinn eitt glas af coke og það verður að duga mér til 12:30...Því þá fæ ég heilar 30 mín til að borða....VÁ!!!!!!!!!!!! (NOT) óréttlæti heimsins er óendanlegt. Og þar sem ég á ekki laufblað í vasa verð ég að skríða heim til pabba. ( Mamma er í bænum að mæla blóðþrýsting í fyrirtækjum). Ekki misskilja mig það er kannski ekki það versta í heimi að borða hjá pabba í hádeiginu en mikið væri það gott að geta borðað í skólanum...Minna stress...Svo er mar bara byrjaður að læra ALLTAF heima núna...það er stress killer finnst mér, ég get mætt í tíma og verið með allt mitt á hreinu......................Já! Svo hitti ég Gulla Kalla áðan...ekki séð hann frá því hann lenti í slysinu:-(. Sit með honum í stærðfræði. Kallinn er bara hress miða við allt saman, frekar rólegur.
Ég kann að meta rólegt fólk
| | 0 ummæli
Ég er að missa mig hérna...það er svo gaman að geta verið með gyðu hérna í skólanum...bara get glósað og ALLT
| | 0 ummæli
Hver er mesti töffarinn? Kannski þessi? Prodigy stjórinn sjálfur...

í jakkafötum og stíft greiddur

| | 0 ummæli
Ahhhhhh hvað það er til mikið af hreint út sagt ömurlegu fólki..Bara áttaði mig ekki á þessu fyrir en skólinn byrjaði. Þá eru samnemendur mínir ekki að saka heldur lærimeistarar okkar. Þorgeir eða hvað sem hann heitir er til dæmis einn af þessum ömurlegu...Öll höfum við haft leiðinlega kennara en ég held bara að það sé ekki hægt að slá þessum út. Gamall kall svona um eða rétt yfir 60 og með @itjút. Krónísk fíla, sá engan giftingahring á honum og fannst það ekkert skrítið. Svo er hann snillingur í að gera auðvelda hluti ógeðslega flókna...í jakkafötum og stíft greiddur. Með allt á hreinu, svo getur hann ekki verið á einum stað í 3 sek, hann gengur um alla stofuna á meðan hann talar. Á maður ekki bara að njóta þess að vera hjá svona manni...þroskar mann bara.
| | 0 ummæli
áðan voru mér afhentir lyklar að 400 hestafla bíl...fékk að færa hann aðeins. Var að komast að því að ég hefði mátt taka hann í smá rúnt hefði ég VILJAÐ! Mig langar að skjóta mig!!!!!!!
| | 0 ummæli
Vá hvað það er gott að lúlla í í hádeiginu...það er svo gott

uss uss

| | 0 ummæli
Ég horfði ekki á leikinn, mig langaði ekki til þess. Mér er alveg sama hvernig hann fór og ennþá meira sama að við unnum. Sumir eru bara ekki að fatta þetta sko. Kom heim af æfingu áðan og Kobbi bróðir kom öskrandi á móti mér " VIIIÐÐÐÐÐ ERUM 2-0 YFIRRRRR, ÞÚ VERÐUR AÐ KOMA AÐ SJÁ ÞETTA"...Hann hefur þekkt mig lengur en ég hef þekkt sjálfan mig, ég vissi ekki nafn mitt, aldur né kyn fyrir en um 4 til 5 ára aldurinn sko, ótrúlegt en satt, kannski ekki alveg með kynið, og hann áttar sig ekki á að hann hefði fengið meiri athygli frá mér ef hann hefði sagt mér í smá atriðum hvernig veðrið er fyrir norðan núna...Fólk VARÐ að hætta fyrr í vinnunni í dag til að horfa á þetta uss uss
| | 0 ummæli
Er ég virkilega svona einfaldur eins og sumir halda fram? Neeeeee held ekki en ég skemmti mér vel yfir þessu...

baðherbergi

| | 0 ummæli
Ég er ekki frá því að muna bara ekki hvernig ég komst til vinnu í morgun. Ég er að bíða eftir að vinna 80 millur í sænska lottóinu...þá get ég verslað mér íbúð Á 101 með stóru baðherbergi. Mjög mikilvægt að hafa gott bað og góða sturtu á heimilinu, eitthvað sem ég hef ekki upplifað alla mína æfi en samt gaman að koma heim til fólks með stór baðherbergi...Frænka mín er með 2 og alles. Djö þoli ég ekki sturtur sem eru ofaní baðkeri, mér líður eins og það sé verið að taka mig af lífi

ÞAÐ ER HAFIÐ!

| | 0 ummæli
Það er hafið, einvígið mikla! Mjöööög einfalt sko...Hver er með betri/flottari mynd á blogginu sínu Ég eeeeeeeeeeeeða hún LaufeyKommenta hér til að Kjósa.
| | 0 ummæli
P.s. Prufaði að keyra á 220 í Skoda Octiva vRS áðan, með Stebba.

HA?

| | 0 ummæli
Letin hefur heltekið mig, neita að leita mér hjálpar, fæ mér frekar MnM
| | 0 ummæli
OMG!!!!!!!!! Gunnar var að fá sér MINI!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Minns hlakkar til að fá að sitja í og prufa!


Mac X V.S Gluggar

| | 0 ummæli
í dag þakkaði ég guði fyrir að ég, 1. er karlkyns 2. latur og 3. nota Mac os X stýrikerfi... já ég kynntist hinu myrka Gluggar X kerfi eða hvað sem það er nú kallað í dag. Ég var komin á það stig að kyssa Powerbókina mína, þar sem hún var ekki fjarri þegar ég barðist við þennan pjésa í 90 mín eða svo. Þetta var bara einn af þessum vinargreiðum fyrir mannesjku sem ætti að fá sér Makka næst...Muna það.
| | 0 ummæli
Fúsi farinn til Danmerkur, að hans sögn til þess að læra. "ég ætla að flytja til Danmerkur til að læra verkfræði or some" ..vonum að það sé satt.
| | 0 ummæli
Verslaði mér marga Dévara (DVD) með þessum gaurum í London, þvílíkur brillingur að horfa á þetta!

| | 0 ummæli
MnM, sko nammið, er "ávanabindandianskodidauðans" vá ég er að klára XXL pokann minn, og það síðan "morgun" kl 1 þegar ég vaknaði við......veit ekki hvað. Mig langar í vekjaraklukku sem galar eins og hani á morgnana, það væri svalt.

Hvað er in gang?

| | 0 ummæli
Þetta kerfi hérna hefur verið að tísa mér mikið undanfarið...ég slæ inn aðgangsorð...kemst ekki inn...geri það sama aftur...kemst inn, en dett svo út! Svo er það alltaf jafn gaman þegar ég hangi inni og næ að skrifa einn póst áður en mér er svo hent út.
| | 0 ummæli
Siiiiigggggaaaaaaaaaa!!!!!!!!!!! (einkahúmor dauðans)
| | 0 ummæli
ahhhhh hvað það er notalegt að fara í bíó. Ég skellti mér á man ekki hvað hún heitir áðan og sé ekki efir þeim 800 krónum. Svo hitti ég SVÖNU sem spjallaði við okkur heimalínu (heimir) í 30 mín eða svo, skemmtilegt spjall það. Hún sýndi okkur brúna magan sinn og allt! (kannski ekki allt en mar tekur svona til orða).
| | 0 ummæli
Ég vona að ég sé ekki sá eini eða eina sem finnst setningar dæmið á Ól freeeeeeekar asnalegt...hvað er málið? Akkuru þarf þetta allt að vera svona táknrænt? Það eru tveir menn í vinnu við að lýsa þessu fyrir manni til að mar skilji hvað sé að gerast..." já þarna eru þeir að dansa naktir en það á að tákna bla bla bla" . Ef ég hefði skipulagt þetta þá væri bara flugeldasýning í svona 2 tíma og svo fá allir pulsu og Kók....allir sáttir.
| | 0 ummæli
Grillingur hjá mér í kvöld! það er svo gaman að grilla...Megg kemur og alles.
| | 0 ummæli
ól er að byrja akkurat NÚNA
| | 0 ummæli
Komin heim í mitt góða rúm. Gæti ekki verið betra. Ekki að það hafi ekki verið gaman úti...jú það var geggjað en það var bara svo skrabi heitt!. En alla vega horfði á síðasta þáttinn á Beðmál í borginni í gær, rosalega endaði þetta allt saman vel, allir glaðir að lokum. HEf ekki hitt mikið af fólki í mánuð...Hjalta, Laufey, Einar, Gunnar...hitti þau á eftir á æfingu sennilega.
| | 0 ummæli
Er i london...ef thid vissud thad ekki...kem heim i thessatri viku.
| | 0 ummæli
Það er ótrúlegt hvað það að ganga með úr getur gert mikið fyrir útlitið...Fann það reindar, AndrésarAndarúr og allt

Ég á mig sjálf

| | 0 ummæli
"Ég á mig sjálf Ég á mig sjálf Ég á mig sjálf Ég á mig sjálf En mamma og pabba starfrækja mig" Þessi texti frá nafni mínum Megasi eiga vel við nú um þessar stundir þar sem ég á mig sjálf loksins, 18 ár eru kominn frá fæðingu frelsarans og hana nú!

Kynnist bara fólki údáetta

| | 0 ummæli
vá! það er sunnudagur! Ég og Heimir höfum verið að "lana" alla helgina, aldrei gert það áður en mar verður alveg háður, ránkaði við mér kl 2 í gær og það um nóttu, 11 tímar í lan þar, bara 5 í dag...og 4 tímar á föstudag. Kobbi fór í innipúkan og var það snilld að hans sögn, "DJÖ VORU TRABANT GEGGJAÐIR" orðrétt. En allavega ég er meistari nr 1 í warcraft og cocopuffs er matur helgarinnar. Djö er Airport milkil snilld, engar snúrur. London á eftir eða í raun í nótt. Vegabréfið mitt rennur út daginn áður en við förum heim en er ekki að stressa mig mikið yfir því...þetta reddast eins og alltaf, þótt ég veri að dúsa í fangaklefa í eina nóttu, mér er sama. Kynnist bara fólki údáetta.