Eg dansa ekki, stelpur dansa

| |
Ég fer á böll til að spjalla en ekki dansa eins og sumir hafa tekið uppá. Ég hef bara aldrei dansað á balli.....ætla ekki að bæta úr því næst þegar ég fer á ball. Ég veit ekki hvort líkami minn banni mér að dansa til að forðast eitthvert slys, en mér líður aldrei jafn illa og þegar ég reyni að dansa, ojjj mér líður bara illa við að hugsa um að dansa! Sé mig fyrir mér gera asnalegar hreyfingar eins og hálfviti...Ég skammast mín alltaf fyrir hönd þeirra sem eru að dansa, Er það sjúkt? Svo þegar það er loksins búið að draga mann útá gólfið veit maður ekki hvar mar á að byrja...hvað á maður að gera? Hreyfa hendur eða lappir? Eða jafnvel bæði! í hvaða átt? Hversu hratt? Hvað er cool og hvað er sorglegt?....Þannig að ég lauma mér bara í burtu. Betra er að vera fyrir utan og spjalla, sko ekki við stelpur ef þið haldið það:-) nei nei nei því þori ég ekki heldur, tala bara við vini og kunningja. Svo kemur maður heim kl 4 með diiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii í eyranu útaf hávaða af ballinu. Ég á við vandamál að stríða sjúkleg feimni innan um fjölmenni...Ég get voðalítið talað við fólk sem ég þekki lítið en annað er á borðinu ef ég þekki manneskjuna ekki neitt, þá get ég blaðrað við hana um heima og geima, thats me.

Engin ummæli: