Með hárkollu á maganum

| |
Hér áður fyrr þótti það sæta tíðindum þegar nýtt bringuhár bættist í safnið á minni fögru bringu. Ég taldi þau vandlega áður en nátthúfan var sett á kollinn og beið spenntur eftir morgundeginum til að telja aftur. Stundum kom 1 nýtt hár eða jafnvel 2. Á síðustu mánuðum eða vikum hefur orðið sprenging í hár vexti mínum, og þá sérstaklega á bringunni. Ég er hættur að telja hárin, þau eru bara orðin of mörg...Mér finnst þetta jákvæð þróun, núna er ég að verða svokallaður "karlmaður" ekki misskilja, ég er ekki að fara í gegnum kynþroska...heldur er karlmennska mín að fara á annað level, ef svo mætti komast að orði. Það sama á um magann á mér og lappir, ég sé bara ekki fyrir endann á þessu. Farinn að líta með hornauga á Hann pabba minn sem er vægast sagt hárum vaxin um bringu. Verð ég með hárkollu á maganum í komandi framtíð? og ef svo er, verður það ekki óðægilegt?
En það er annað uppá teningnum þegar litið er framan í mig...ég er með skegg með sjálfstæðan vilja, ég veit ekki alveg hvernig ég að lýsa því....getum kannski líkt því við illa þökulagt gras, þar sem vantar búta hér og þar...

Engin ummæli: