| | 4 ummæli
Já það er sko mikið að gera hjá mér. Er að byrja hreyfa mig aftur á morgun, þetta snýst allt um að skipuleggja sig vel. Vakna 07:00 skóli til 13:00, þjóðarbókhlaða til 18:00, hreyfing til 19:00, matur 19:30, sjónvarp og slökun til 20:30, lærdómur til 22:00. Sofa 22:10. Svona verða næstu dagar og vikur, ætla ekki einusinni að koma heim um næstu helgi. Ég bara nýti ekki tímann hérna heima nógu vel, geri það örugglega betur í bænum. En annars er háskólalífið að venjast, og þótt mér gangi "allt í lagi" þá gæti gengið betur í stærfræðigreiningu, hin fögin eru skárri, og skemmtilegri. Er farinn að huga að sumarvinnu, sundlauginn kallar, en maður er yfirleitt búinn um hádegi hjá póstinum...Allt spurning um hvort ég vilji eiga pening eða tíma í sumar. Kannski er tími verðmætari. Síminn minn er ennþá dáinn og jarðaður, ætlaði að kaupa nýjan í dag en fann mig ekki knúinn til þess. Kannski í næstu viku, hver veit....
| | 4 ummæli
Hey, hvað með að stofna nýja sjónvarpsstöð sem sérhæfir sig í að fjalla um Birgið til þess að við hin sem höfum bara ekki áhuga á Birginu og málefnum þess getum horft á fréttirnar?
| | 0 ummæli
Jæja, klukkan 18:15 og ég var að koma heim úr skóla lífsins, eins og ég kýs að kalla hann. Ég er ekki farinn að geta setið í klukkutíma við lestur án þess að standa upp, en það kemur vonandi. Þarf alltaf að standa upp á 20 til 30 mín fresti og labba um bókasafnið og slaka á. Ég er, svo ég viti til, sá eini sem gerir þetta af þeim eru eru þarna inni á daginn, sem mér finnst skrýtið. Ég komsta annars í bobba í dag þegar ég var að skila dæmum í læst hólf hjá kennara. Reyndi að kýkja inn um gatið á hólfinu (smá rifa) til að sjá hvernig hinir hefðu tæklað dæmin, hefði alveg gengið ef hólfið hefði ekki verið 10 sm frá gólfinu og ég ekki þurft að vera á fjórum fótum með nefið nánast inni í rifunni, einnig hefði verið hentugt ef kennarinn hefði ekki komið að mér á meðan ég var að framkvæma þetta allt saman. En sem betur fer er hann léttur í lund og fannst þetta bara skondið:-D
| | 3 ummæli
Gaman að sjá myndina af okkur Hjalta þegar við erum að afhenda Laufey málverkið sem við máluðum handa henni. Okkur finnst þetta svo fyndið, enda málverkið sorglega ljótt og allt of stórt til þess að fólk geti haft það á stað sem lítið ber á. Hvar ætli þetta málverk endi í framtíðinni? Sé Laufey ekki fyrir mér henda því. Lalli vildi hengja það upp í stofunni en Aldís tók það ekki í mál. Niðurstaða: Lalli er húmoristi og Aldís er skynsöm

Muniði eftir því þegar ég skrifaði um Duran Duran gaurinn? Alla vega, hann las það sem ég skrifaði og sárnaði eitthvað. Ég las það aftur yfir og fannst það alls ekki móðgandi, enda var áætlunin alls ekki að særa einn né neinn. Mér finnst hann bara fyndinn gaur sem ég væri alveg til í að kynnast. þannig ef þú ert að lesa þetta kæri Duran Duran, þá byðst ég afsökunnar...
| | 5 ummæli
Núna veit ég hvar gamla fólkið heldur sig þegar það er ekki í strætó, sundi eða að horfa á spaugstofuna. Það er auðvitað á þjóðarbókhlöðunni. Hérna er allt morandi í þessu (gömlu fólki) og ekki sýnist mér það vera gera eitthvað sérstakt. Gengur milli bókahillna og skoðar, situr með tímarit og les. Svo er alltaf hópur í matsölunni. það mætti segja að aldur þeirra sem sækja hingað, strankt til tekið sé frá 18 upp í 27 og svo frá 67 og upp úr. Annars er ég geðveikt duglegur eftir að ég gerðist háskólamaður, ég vaknaði t.d klukkan 7 í morgun, þótt ég þyrfti ekki að mæta fyrr en 11:40. Mættur upp á bókasafn klukkan 10:00. Fer að sofa um 23 á kvöldin...Annars er ég farinn að læra
| | 3 ummæli
Klukkutími og korter tók mig að taka strætó frá Hí og heim til afa og ömmu, ég hefði gengið þetta á klukkutíma. Annars eru fyrstu dagarnir sem verkfræðinemi búnir að vera skemmtilegir. Þetta er ekki alveg komið á fullt en maður fer nú samt upp á bókasafnið og lærir þangað til það lokar eftir skóla, sem er búinn um hádegi á má, þri og mi. Þetta er mjög erfitt en þó skemmtilegt. Svo lærir maður eftir kvöldmat þangað til maður nennir því ekki lengur svona 10. Sumir kennarnir eru samt ekki alveg að átta sig á því að maður var bara að byrja því í greiningu burðarvirkja talaði kennarinn um hvað við værum öll orðin góð í forritun eftir síðustu önn og hann ætlaði að hafa eitthvað þannig verkefni í áfanganum. Það verður skemmtilegt að sjá hvað kemur frá mér þá...Ég ætla pottþétt að koma heim um helgar, því maður saknar sundlaugarinnar og náttla Pulló. Markið annarinar er að ná öllu, og helst að ná því eins og Gummi matt gerði, 8 í meðaleinkunn.
| | 2 ummæli
Klukkan er hálf sjö að morgni 6 janúar og Magnús er vakandi. Er kominn með allar bækurnar og byrjaður að lesa í sumum þeirra. Meira að segja búinn með tvö kafla í Calculus-A complete course og þar með ekki alveg jafn stressaður fyrir þessu öllu saman. Ég verð sem sagt hjá ömmu og afa þangað til í Mars, svo fer ég...eitthvert. En það bjargast. Hélt smá partí áðan og það tóks vel, fékk flottar gjafir og allt. Það var orð á mönnum að þetta hefði verið mjög sérstakt partí þar sem við byrjuðum á því að drekka heitt kakó og borða súkkulaði kökur, síðan í sund, og svo Pizza og spjall inn í stofu. Þetta tók um 7 tíma. En núna veeeerð ég að fara sofa, búinn að snúa sólarhringnum aftur við.

Nokkrir þeirra sem mættu.
| | 0 ummæli
Þetta myndband er það fyndnasta sem ég hef séð.
| | 1 ummæli


Hef verið að stúdera nýju stundatöfluna mína. Ég er bara í tveim tímum á Mán og einum á Þri. Gamanið heldur áfram á Mið því þá er ég, you guest it, einum tíma. Ég verð svo að halda vel á spöðunum á Fim því þá er ég í heilum þrem tímum:-O. Svo eru það aftur tveir tímar á FÖ. En þetta eiga víst bara að vera drög þannig ég er ekki farinn að hoppa hæð mína ennþá. En þetta verður erfitt, það veit ég.
Svo náði ég að snúa sólarhringnum aftur við (Hann er sem sagt orðinn réttur aftur, eða næstum)