| |
Já það er sko mikið að gera hjá mér. Er að byrja hreyfa mig aftur á morgun, þetta snýst allt um að skipuleggja sig vel. Vakna 07:00 skóli til 13:00, þjóðarbókhlaða til 18:00, hreyfing til 19:00, matur 19:30, sjónvarp og slökun til 20:30, lærdómur til 22:00. Sofa 22:10. Svona verða næstu dagar og vikur, ætla ekki einusinni að koma heim um næstu helgi. Ég bara nýti ekki tímann hérna heima nógu vel, geri það örugglega betur í bænum. En annars er háskólalífið að venjast, og þótt mér gangi "allt í lagi" þá gæti gengið betur í stærfræðigreiningu, hin fögin eru skárri, og skemmtilegri. Er farinn að huga að sumarvinnu, sundlauginn kallar, en maður er yfirleitt búinn um hádegi hjá póstinum...Allt spurning um hvort ég vilji eiga pening eða tíma í sumar. Kannski er tími verðmætari. Síminn minn er ennþá dáinn og jarðaður, ætlaði að kaupa nýjan í dag en fann mig ekki knúinn til þess. Kannski í næstu viku, hver veit....

4 ummæli:

Jóna Þórunn sagði...

Og ég sem fer suður um helgina...

Ágústa Arna sagði...

þannig ælaru þá að skipta um sæimanúmer??

Unknown sagði...

sundlaugin mar!!! ég hef verið í póstinum og það er ekkert spes til lengdar!!!

Ég leit á seðilinn sem ég fékk heim áðan sem sagði hvað ég hefði verið með mikil laun á síðasta ári og það var meira en helmingi minna en ég hafði þegar ég var hjá húsó!!!!!
sundlaugin er málið maður!!!

Unknown sagði...

pottþét ég