| |
Núna veit ég hvar gamla fólkið heldur sig þegar það er ekki í strætó, sundi eða að horfa á spaugstofuna. Það er auðvitað á þjóðarbókhlöðunni. Hérna er allt morandi í þessu (gömlu fólki) og ekki sýnist mér það vera gera eitthvað sérstakt. Gengur milli bókahillna og skoðar, situr með tímarit og les. Svo er alltaf hópur í matsölunni. það mætti segja að aldur þeirra sem sækja hingað, strankt til tekið sé frá 18 upp í 27 og svo frá 67 og upp úr. Annars er ég geðveikt duglegur eftir að ég gerðist háskólamaður, ég vaknaði t.d klukkan 7 í morgun, þótt ég þyrfti ekki að mæta fyrr en 11:40. Mættur upp á bókasafn klukkan 10:00. Fer að sofa um 23 á kvöldin...Annars er ég farinn að læra

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er málið málið stálið. Það er dyggð að vinna og vakna snemma á morgnanna.

Ágústa Arna sagði...

hva...ertu alltaf að læra??

Jóna Þórunn sagði...

Viltu gjöra svo vel að hlaða símann þinn, er búin að reyna að ná í þig í dag og í gær.

Magnús Kristinsson sagði...

Síminn minn er dáinn og nýji síminn minn er læstur fyrir SIM-kort frá símanum...

Jóna Þórunn sagði...

Gáfulegt.