| | 0 ummæli
Ég er að gæla við þá hugmynd um að gera heimildarmynd. Langar að gera mynd þar sem mér er fylgt eftir í ferðalagi til RVK þar sem ég er að leita af alnafna mínum, sem er til notabene. Er búinn að komast yfir mynd af honum með hjálp Google, veit hvar hann vinnur og hvar hann á heima, þannig að þetta ætti ekki að vera erfitt. Svo væri gaman að bera líf okkar saman og komast að skemmilegum samstæðum okkar á milli.
| | 0 ummæli
Vetrar/haust/miðannar fríið er byrjað. Það verður samt ekki mikið frí hjá mér. Ritgerð um tungl, þýska, stærðfræði og Skógfræðiverkefni býða mín.
Það er ótúlegt hvað hægt er að komast að miklu um hvern sem er bara með því að nýta sér internetið. Ég googlaði manneskju (notabene ekki fræ) áðan og eftir smá krúsk komst ég að ótrúlega miklu. Svo er ég byrjaður að nýta mér Google í ensku. Slæ bara inn orðin eins og ég held að það sé skrifað t.d calander og fæ svona. Elska Google. Annars er lífið ljúft
| | 0 ummæli
Vá hvað það er hægt að hafa mikið að gera ef mann langar! Ég sat t.d. á 2 fundum á sama tíma í dag eftir skóla, ritráð og Morfís. Skemmtileg lífsreynsla það. Svo er fundur í bænum á morgun á Amokka, ég hef grun um að ég verði þessi fundar-týpa alltaf á fundi, "hey Magnús vilti koma í bíó?". ég:"því miður ég er að fara á fund". EÐA falleg kona: "make love to me Megnus" ég: "ég verð því miður að fara á fund sko"...
| | 0 ummæli
Fyrirhyggja er eitthvað sem mig vantar á flestum viðum lífs míns, samt er ég mikið farinn að spá í íbúðarkaupum...Slysast oft in á mbl.is/fasteignir og skoða og spöglera. Ætli fyrsta íbúðin verði samt ekki keypt eftir 7 ár.
| | 0 ummæli
Cool. Það er sérstakur Iceland Airwaves listi í bresku Itunes búðinni með plötur eftir þær hljómsvetir sem koma þar fram.
| | 0 ummæli
Eftir umtalsverða umhugsun þá ákvað ég að gera smá tilraun. Vinnuheitið var "Er munur á Trópí í fernu og Trópí í flösku" Eða "EMÁTÍFOTÍF". Ég hafði alltaf haldið að það væri munur, meira segja mjög viss í minni sök. Trópí í flösku bragðaðist bara einhvernvegin öðruvísi, ferksari mundu sumir komast að orði. Eftir smökkun áðan heima þá komst ég að því að það er munur, en hann er svo lítill að hann er hverfandi.
Annars er ég í ensku núna...
| | 0 ummæli
þetta er Magnús Már Kristjánsson. Hann er dósent við raunvísindastofnun Háskóla íslands. Hann er víst með meistaragráðu í matvælaefnafræði...svo er hann með emailið mm@raunvis.hi.is.
| | 0 ummæli
"Kemur" aldarinnar fær Laufey fyrir tilsvar sitt í gyminu
| | 0 ummæli
Er byrjaður í átaki. Vaknaði í morgun 40 mín áður en fyrsti tími byrjaði sem er persónulegt met. Las Moggann og Fréttablaðið og fékk mér Rice "C"eitthvað með kakómalti (afhverju kakóMALT?) sem er þjóðarréttur á mínu heimili. Áður en ég trítlaði í skólan pissaði ég svo út í garði, hlutur sem ég vandi mig á í sumar og líkar vel. (sko út í garði, ekki að pissa). Hætti því þegar fer að snjóa, frekar ógeðslegt fyrir gesti að sjá gula bletti út um allan garðinn...
| | 0 ummæli
Ætla að kaupa mér myndasögu bókina hans Hugleiks á morgun. Það þýðir að ég verð að fara í Nexus...sem ég hef aldrei gert.
| | 0 ummæli
Vá! ég er að missa mig hérna yfir Takk.... Þessi plata er geggjuð!. Vona að ég nái miða á tónleikana með Þeim þegar þeir koma til Íslands.