| | 0 ummæli
Er að rifja upp hvað Smashing Pumpkins voru geggjuð hjómsveit. Man þegar Pabbi gaf mér Rotten Appel í afmælisgjöf. Hlustaði á hann öll jólin.
| | 0 ummæli
Er það bara ég, eða eru þessar geimferjur sem NASA er að skjóta upp einn stór brandari...tvær í tætlum og ein "föst" upp í geimnum. En annars var ég spurður af Heimi áðan hvað ég mundi gera ef Öll lögin í Gyðu mundu bless bless. Ég mundi gráta. Ekki það að ég gæti ekki fengið þau öll aftur, bara öll vinnan sem ég hef lagt í að búa til hið nánast fullkomna lagasafn er svoooo mikil. Las í einherju blaðinu í dag að blár ópal (fór á netið til að reyna að ná í mynd af bláum ópal og komst að því mér til mikillar furðu að það er til áfengur drykkur sem heitir víst eftir þessu nammi) muni hverfa af hillum búða innan tíðar. Rosalegar fréttir, og þá meina ég rosalegar fréttir fyrir Magga Tryggva og hans aðstandendur. En talandi um tvöfalda merkingu orða, í vinnuni þegar ég fer út "til að fá mér ferskt loft" þá halda allir að ég sé að fara út til þess að reykja, en nei ég reyki ekki. En mér finnst reykingalygt mjöög góð, notalegt að vera innan um eina eða tvær sígarettur.
| | 0 ummæli
Eftir að ég fékk einkabankann er ég alltaf að kýkja á stöðuna á netinu í veikri von um að einhver hafi lagt inn á mig...
| | 0 ummæli
Hitti stelpu um helgina sem er með símanúmerið 482-3032 heima hjá sér...Ég er með 482-3033...Hún sagði mér að oft hringi fólk heim til hennar og spurji hvort Magnús sé við. Mér finnst þetta svo magnað og fyndið. Næstum jafn fyndið og konan sem er með svipað númer og Pizza 67 hérna á Selfossi, hringi stundum óvart í hana.
| | 0 ummæli
DÚLLA!
| | 0 ummæli
Loftmynd af Porec, þar sem ég verð eftir aðeins meira en 2 vikur. Mér er farið að hlakka svo mikið til að ég verð að ganga með bleigu. Svo er Hérna mynd af hótelinu. Svo ég vitni nú í hann Heimi: "bara 2 vinnuvikur eftir" Vá hvað Gúgúl er geggað!
| | 0 ummæli
úff. Enn eitt kvöldið finn ég sjálfan mig með tölvuna á maganum í engu öðru nema bláu nærbuxunum mínum. Klukkan er núna 3:25 og einhver mynd um mann og stelpu var að klárast. Var að hugsa um að rölta út á Essó og fá mér sleikjó en staðan á bankabókini leyfir það ekki...Efhverju sína þeir (karlarnir sem stjórna sjónvarpinu) alltaf ALLANN fokkings kretidlistan þegar myndir klárarst?
| | 0 ummæli
Hvaða eiginkona ertu?
| | 0 ummæli
Frábært að vera kominn með Heimabanka. Fór út í landsbanka og gekk frá þessu í gær. Ætli ég sé ekki síðasti móikaninn í þessum efnum þar sem flest allir sem ég þekki (nema Mamma) eru komnir með aðgang. Ég sagði næstum við stelpuna sem afgreiddi mig "þá sjáumst við bara á himnum", sé ekki ástæðu til þess að fara aftur út í banka framar, get gert flest allt á netinu nema kannski ræn´ann, sá valmöguleki er ekki enn kominn á netið:-). Fjárfesti svo í svona. Virka betur en ég bjóst við
núna í spilun: Fly Me to the Moon by Frank Sinatra
| | 0 ummæli
He He. Sjáiði hvað David The Hasselhoff sígur mikið inn bumbuna. Er bara ný búinn að fatta hvað þessi gaur er ógeðslega kúl, þótt söngferilinn sé efni í áramótaskaup:-(
| | 0 ummæli
Í raun lít ég á sjálfan mig sem hinn íslenzka David Hasselhoff. Þúst við björgum báðir fólki og sonna. En annars er ég að fara í bæinn yfir helgina að slappa af. Fara í sund, bíó og jafnvel eitthvað meira. núna í spilun:

Crazy Love song by David Hasselhoff
| | 0 ummæli
ohh...svaf yfir mig í vinnuni, var hringt í mig þegar ég var orðin 15 mín seinn. Mikið var það ömurlegt. Var ýkt sáttur með útborguðu launin, er samt mikið farið, sími, útlandaferð, sokkar...Mánuður eftir að vinnu og þá fer ég hingað.
| | 0 ummæli
Take the MIT Weblog Survey
| | 0 ummæli
Var að fá mér létt nettann síma. 700 eitthvað. Númerið er 690-1938. Endilega að senda mér línu og þið fáið línu til baka eða jafnvel mynd, því fákurinn er með myndavél.