| |
Er það bara ég, eða eru þessar geimferjur sem NASA er að skjóta upp einn stór brandari...tvær í tætlum og ein "föst" upp í geimnum. En annars var ég spurður af Heimi áðan hvað ég mundi gera ef Öll lögin í Gyðu mundu bless bless. Ég mundi gráta. Ekki það að ég gæti ekki fengið þau öll aftur, bara öll vinnan sem ég hef lagt í að búa til hið nánast fullkomna lagasafn er svoooo mikil. Las í einherju blaðinu í dag að blár ópal (fór á netið til að reyna að ná í mynd af bláum ópal og komst að því mér til mikillar furðu að það er til áfengur drykkur sem heitir víst eftir þessu nammi) muni hverfa af hillum búða innan tíðar. Rosalegar fréttir, og þá meina ég rosalegar fréttir fyrir Magga Tryggva og hans aðstandendur. En talandi um tvöfalda merkingu orða, í vinnuni þegar ég fer út "til að fá mér ferskt loft" þá halda allir að ég sé að fara út til þess að reykja, en nei ég reyki ekki. En mér finnst reykingalygt mjöög góð, notalegt að vera innan um eina eða tvær sígarettur.

Engin ummæli: